Steinunn á von á öðru barni Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 10:34 Steinunn Björnsdóttir hefur verið algjör lykilmaður í sigursælu liði Framara um árabil. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði fráfarandi Íslandsmeistara Fram í handbolta, á von á sínu öðru barni en hún tilkynnti um þetta á Instagram í dag. Steinunn verður því ekki með Fram fyrri hluta næstu leiktíðar en ekki er útilokað að hún verði með seinni hlutann. View this post on Instagram A post shared by Steinunn Bjornsdottir (@steinunnbjorns) Steinunn skrifaði fyrr í þessum mánuði undir nýjan samning við Fram sem gildir til sumarsins 2025. „Fram er mitt félag og við stöndum á spennandi tímamótum núna. Liðið okkar hefur tekið miklum breytingum og við erum að opna liðið fyrir ungum og efnilegum leikmönnum. Það verður mjög gaman fyrir eldri og reynslumeiri leikmenn eins og mig, að fá inn ferskar ungar stelpur sem munu svo taka við keflinu þegar fram líða stundir. Þetta eru svakalega spennandi tímar og ég hlakka mikið til framhaldsins,“ sagði Steinunn á heimasíðu Fram eftir að hafa undirritað samninginn. Sneri aftur innan við mánuði eftir fæðingu Síðast þegar Steinunn eignaðist barn var hún mætt aftur í leik með Fram innan við mánuði eftir fæðinguna. Hún fæddi dóttur sína 16. desember 2017 en spilaði svo með Fram í Olís-deildinni 14. janúar 2018. Steinunn kvaðst í viðtali eftir þann leik ekki hafa búist við að geta spilað svo fljótlega eftir fæðingu. „Meðgangan gekk vel, ég átti fyrir tímann og ég æfði vel, átti reyndar ekki von á að ná fyrsta leik eftir áramót en ég er glöð að vera komin tilbaka. Ég er kannski ekki alveg komin í mitt gamla form, það er ennþá smá í það. Ég var í varnarskiptingu í dag svo ég náði góðri hvíld inná milli, vonandi kemur þetta bara með tímanum,“ sagði Steinunn eftir leikinn 2018. „Ég hef svo gaman að þessu, ég væri auðvitað ekki í þessu ef mér þætti þetta ekki gaman. Minn styrkleiki er líka að vera ánægð og peppa alla og ég hef líka gaman að því,“ sagði Steinunn þá. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Steinunn verður því ekki með Fram fyrri hluta næstu leiktíðar en ekki er útilokað að hún verði með seinni hlutann. View this post on Instagram A post shared by Steinunn Bjornsdottir (@steinunnbjorns) Steinunn skrifaði fyrr í þessum mánuði undir nýjan samning við Fram sem gildir til sumarsins 2025. „Fram er mitt félag og við stöndum á spennandi tímamótum núna. Liðið okkar hefur tekið miklum breytingum og við erum að opna liðið fyrir ungum og efnilegum leikmönnum. Það verður mjög gaman fyrir eldri og reynslumeiri leikmenn eins og mig, að fá inn ferskar ungar stelpur sem munu svo taka við keflinu þegar fram líða stundir. Þetta eru svakalega spennandi tímar og ég hlakka mikið til framhaldsins,“ sagði Steinunn á heimasíðu Fram eftir að hafa undirritað samninginn. Sneri aftur innan við mánuði eftir fæðingu Síðast þegar Steinunn eignaðist barn var hún mætt aftur í leik með Fram innan við mánuði eftir fæðinguna. Hún fæddi dóttur sína 16. desember 2017 en spilaði svo með Fram í Olís-deildinni 14. janúar 2018. Steinunn kvaðst í viðtali eftir þann leik ekki hafa búist við að geta spilað svo fljótlega eftir fæðingu. „Meðgangan gekk vel, ég átti fyrir tímann og ég æfði vel, átti reyndar ekki von á að ná fyrsta leik eftir áramót en ég er glöð að vera komin tilbaka. Ég er kannski ekki alveg komin í mitt gamla form, það er ennþá smá í það. Ég var í varnarskiptingu í dag svo ég náði góðri hvíld inná milli, vonandi kemur þetta bara með tímanum,“ sagði Steinunn eftir leikinn 2018. „Ég hef svo gaman að þessu, ég væri auðvitað ekki í þessu ef mér þætti þetta ekki gaman. Minn styrkleiki er líka að vera ánægð og peppa alla og ég hef líka gaman að því,“ sagði Steinunn þá.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira