„Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu?“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2023 16:31 Ja Morant er búinn að koma sér í vandræði á nýjan leik. Getty/Ronald Martinez Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er rætt um Ja Morant og nýja „byssumyndbandið“ hans. Þetta er í annað sinn á frekar skömmum tíma sem þessi stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies sést með byssu í myndbandi á Instagram. Þátturinn er sýndur klukkan 20:45. Nýja myndbandið er af Morant og vini hans í bíl þar sem þeir hlusta á lag og á einum tímapunkti sést Morant halda í eitthvað sem virðist vera byssa. Ekki er ljóst hvort það var alvöru byssa né hvort að hún er í eigu Morants. Morant hefur verið talinn einn hæfleikaríkasti, ungi leikmaðurinn í NBA-deildinni en hann hafði einnig komið sér í vandræði vegna byssumyndbands á strippstað í mars og var þá úrskurðaður í átta leikja bann. „Hann var búinn að segja það þegar hann var böstaður síðast og fór í meðferðina, að þetta ætti að verða eitthvað „wake up call“ fyrir hann. Að nú ætlaði hann að læra af þessu og verða betri leiðtogi, en það hefur greinilega ekkert breyst,“ sagði Hörður Unnsteinsson í Lögmálum leiksins, en Morant hafði eftir atvikið í mars fullyrt að hann ætlaði sér að verða ábyrgari, klárari og halda sig í burtu frá slæmum ákvörðunum. „Hann er milljarðamæringur. Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu? Hann er milljarðamæringur og getur gert það sem hann vill,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson. „Þetta er rosalega furðulegt,“ bætti Hörður við. „Grizzlies voru fljótir að senda frá sér yfirlýsingu. Hann var settur í átta leikja bann síðast og það verður lengra núna,“ sagði Sigurður og Hörður tók undir: „Alveg pottþétt. Þegar þú gerir þetta aftur þá hlýtur þú að fara í 10-12 leikja bann.“ Klippa: Lögmál leiksins: Byssuleikur Ja Morant Lögmál leiksins eru þáttur um NBA-deildina í körfubolta sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:45. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira
Nýja myndbandið er af Morant og vini hans í bíl þar sem þeir hlusta á lag og á einum tímapunkti sést Morant halda í eitthvað sem virðist vera byssa. Ekki er ljóst hvort það var alvöru byssa né hvort að hún er í eigu Morants. Morant hefur verið talinn einn hæfleikaríkasti, ungi leikmaðurinn í NBA-deildinni en hann hafði einnig komið sér í vandræði vegna byssumyndbands á strippstað í mars og var þá úrskurðaður í átta leikja bann. „Hann var búinn að segja það þegar hann var böstaður síðast og fór í meðferðina, að þetta ætti að verða eitthvað „wake up call“ fyrir hann. Að nú ætlaði hann að læra af þessu og verða betri leiðtogi, en það hefur greinilega ekkert breyst,“ sagði Hörður Unnsteinsson í Lögmálum leiksins, en Morant hafði eftir atvikið í mars fullyrt að hann ætlaði sér að verða ábyrgari, klárari og halda sig í burtu frá slæmum ákvörðunum. „Hann er milljarðamæringur. Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu? Hann er milljarðamæringur og getur gert það sem hann vill,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson. „Þetta er rosalega furðulegt,“ bætti Hörður við. „Grizzlies voru fljótir að senda frá sér yfirlýsingu. Hann var settur í átta leikja bann síðast og það verður lengra núna,“ sagði Sigurður og Hörður tók undir: „Alveg pottþétt. Þegar þú gerir þetta aftur þá hlýtur þú að fara í 10-12 leikja bann.“ Klippa: Lögmál leiksins: Byssuleikur Ja Morant Lögmál leiksins eru þáttur um NBA-deildina í körfubolta sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:45. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira