Valsmenn nýttu ekki alla miða og Króksarar hrósa happi Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2023 12:00 Stuðningsmenn Tindastóls hafa sett mikinn svip á úrslitakeppnina í körfubolta síðustu ár og gætu í kvöld mögulega fagnað Íslandsmeistaratitli í fyrsta sinn. VÍSIR/VILHELM Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á leik Tindastóls og Vals í kvöld, þar sem Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn. Ljóst er að hvert sæti verður skipað og rúmlega það í Síkinu í kvöld enda uppselt á leikinn líkt og aðra leiki í úrslitaeinvíginu til þessa. Tindastólsmenn seldu miða á leikinn í gær og stóð fólk í langri röð eftir miðum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Mun færri fengu miða en vildu, eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. Klippa: Röðin í miðasöluna í Síkinu Í dag hafa hins vegar allir ársmiðahafar sem þess óskuðu fengið miða á leikinn, eftir að Valsmenn nýttu ekki þann miðafjölda sem þeim bauðst. Valsmenn áttu reglum samkvæmt rétt á 30% þeirra miða sem seldir eru og höfðu frest til klukkan 19.15 í gærkvöld til að nýta sér það. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Valsmenn hefðu ekki nýtt alla sína miða og þannig hefði verið hægt að gleðja hluta af þeim Skagfirðingum sem misst hefðu af miðum í gær. Klippa: Mikil eftirspurn eftir miðum Dagur kvaðst að öðru leyti ekki ætla að ræða við fjölmiðla í dag. Hann gat því ekki svarað því hve margt fólk yrði í Síkinu í kvöld eða hvernig dreifingu miða hefði verið nákvæmlega háttað. Samkvæmt opinberum upplýsingum á vef KKÍ voru 1.500 manns á síðasta leik Tindastóls og Vals í Síkinu, þegar einnig var uppselt á leikinn. Samkvæmt sama vef sáu 2.300 manns þegar Tindastóll vann Val á föstudagskvöld og kom sér í 2-1 í einvíginu. Grímur Atlason, fjölmiðlafulltrúi Vals, sagðist ekki hafa upplýsingar um nákvæmlega hve mikill fjöldi miða hefði staðið Valsmönnum til boða í gær, og þar með hve margir voru ekki nýttir, en sagði að stuðningur við liðið yrði góður í kvöld og mætingin betri en áður á Sauðárkrók. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45 Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44 Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Ljóst er að hvert sæti verður skipað og rúmlega það í Síkinu í kvöld enda uppselt á leikinn líkt og aðra leiki í úrslitaeinvíginu til þessa. Tindastólsmenn seldu miða á leikinn í gær og stóð fólk í langri röð eftir miðum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Mun færri fengu miða en vildu, eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. Klippa: Röðin í miðasöluna í Síkinu Í dag hafa hins vegar allir ársmiðahafar sem þess óskuðu fengið miða á leikinn, eftir að Valsmenn nýttu ekki þann miðafjölda sem þeim bauðst. Valsmenn áttu reglum samkvæmt rétt á 30% þeirra miða sem seldir eru og höfðu frest til klukkan 19.15 í gærkvöld til að nýta sér það. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Valsmenn hefðu ekki nýtt alla sína miða og þannig hefði verið hægt að gleðja hluta af þeim Skagfirðingum sem misst hefðu af miðum í gær. Klippa: Mikil eftirspurn eftir miðum Dagur kvaðst að öðru leyti ekki ætla að ræða við fjölmiðla í dag. Hann gat því ekki svarað því hve margt fólk yrði í Síkinu í kvöld eða hvernig dreifingu miða hefði verið nákvæmlega háttað. Samkvæmt opinberum upplýsingum á vef KKÍ voru 1.500 manns á síðasta leik Tindastóls og Vals í Síkinu, þegar einnig var uppselt á leikinn. Samkvæmt sama vef sáu 2.300 manns þegar Tindastóll vann Val á föstudagskvöld og kom sér í 2-1 í einvíginu. Grímur Atlason, fjölmiðlafulltrúi Vals, sagðist ekki hafa upplýsingar um nákvæmlega hve mikill fjöldi miða hefði staðið Valsmönnum til boða í gær, og þar með hve margir voru ekki nýttir, en sagði að stuðningur við liðið yrði góður í kvöld og mætingin betri en áður á Sauðárkrók. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45 Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44 Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45
Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44
Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum