Íslenska mamban með aðsetur í Mosfellsbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 10:01 Blær Hinriksson á ferðinni í einvíginu á móti Haukum. Hann fékk hrós frá fyrirliða sínum. Vísir/Hulda Margrét Blær Hinriksson er með hugarfar Kobe Bryant að mati eins reyndasta leikmannsins í liði Aftureldingar og það hefur Blær sýnt og sannað með frábærri endurkomu sinni í úrslitakeppninni. Einar Ingi Hrafnsson mætti á háborðið eftir sigur Aftureldingar á Haukum á Ásvöllum í gær en með því jöfnuðu Mosfellingar einvígið og tryggðu sér oddaleik á heimavelli annað kvöld. Einar Ingi ræddi meðal annars liðsfélaga sinn Blæ Hinriksson sem meiddist illa á ökkla í byrjun úrslitakeppninnar en hefur átt magnaða endurkomu í þetta undanúrslitaeinvígi. „Eini sem er kannski ekki þreyttur er Blær en hinir eru allir þreyttir,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. „Ég spurði Blæ hvað hann væri þegar hann kom í settið til okkar eftir fyrsta leikinn. Hvað er þessi drengur?“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég heyrði að þið voruð að tala um að hann væri með eitthvað Kóp Bois hugarfar en hann er með svona Kobe (Bryant) hugarfar, 0,1 prósent af mannkyninu er svona. Hann mætir alltaf fyrstur á æfingu og hann er alltaf síðastur út,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. Fyrirliðinn sér því mömbu-takta í sínum manni en eins og margir vita þá var Kobe með gælunafnið svarta mamban í NBA-deildinni í körfubolta en hugarfar hans var á allt öðru stigi heldur en annarra. Íslenska mamban er greinilega með aðsetur í Mosfellsbænum. „Hann gerir það sem gera þarf og gerir það milljón sinnum. Það er búinn að skila honum því að hann var ekki bara klár heldur líka bestur,“ sagði Einar Ingi. „Þegar hann misstígur sig og maður fréttir af því að hann hafi ekki slitið alvarlega liðbandið. Þá vissi ég að hann yrði með. Þetta er handbolti. Maður er búinn að vera í þessu í tuttugu plús ár, það er úrslitakeppnin undir og hann verður með,“ sagði Einar Ingi. „Hann er algjörlega búinn að gera sig gildandi á hverri einustu mínútu í einvíginu. Það er ekki sjálfgefið. Maður bjóst við að hann yrði með en getustigið sem hann er búinn að halda, miðað við það að hann meiddi sig, það er það sem er svo sterkt,“ sagði Einar Ingi. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Einar Inga Hrafnsson eftir sigur Aftureldingar í leik fjögur Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Einar Ingi Hrafnsson mætti á háborðið eftir sigur Aftureldingar á Haukum á Ásvöllum í gær en með því jöfnuðu Mosfellingar einvígið og tryggðu sér oddaleik á heimavelli annað kvöld. Einar Ingi ræddi meðal annars liðsfélaga sinn Blæ Hinriksson sem meiddist illa á ökkla í byrjun úrslitakeppninnar en hefur átt magnaða endurkomu í þetta undanúrslitaeinvígi. „Eini sem er kannski ekki þreyttur er Blær en hinir eru allir þreyttir,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. „Ég spurði Blæ hvað hann væri þegar hann kom í settið til okkar eftir fyrsta leikinn. Hvað er þessi drengur?“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég heyrði að þið voruð að tala um að hann væri með eitthvað Kóp Bois hugarfar en hann er með svona Kobe (Bryant) hugarfar, 0,1 prósent af mannkyninu er svona. Hann mætir alltaf fyrstur á æfingu og hann er alltaf síðastur út,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. Fyrirliðinn sér því mömbu-takta í sínum manni en eins og margir vita þá var Kobe með gælunafnið svarta mamban í NBA-deildinni í körfubolta en hugarfar hans var á allt öðru stigi heldur en annarra. Íslenska mamban er greinilega með aðsetur í Mosfellsbænum. „Hann gerir það sem gera þarf og gerir það milljón sinnum. Það er búinn að skila honum því að hann var ekki bara klár heldur líka bestur,“ sagði Einar Ingi. „Þegar hann misstígur sig og maður fréttir af því að hann hafi ekki slitið alvarlega liðbandið. Þá vissi ég að hann yrði með. Þetta er handbolti. Maður er búinn að vera í þessu í tuttugu plús ár, það er úrslitakeppnin undir og hann verður með,“ sagði Einar Ingi. „Hann er algjörlega búinn að gera sig gildandi á hverri einustu mínútu í einvíginu. Það er ekki sjálfgefið. Maður bjóst við að hann yrði með en getustigið sem hann er búinn að halda, miðað við það að hann meiddi sig, það er það sem er svo sterkt,“ sagði Einar Ingi. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Einar Inga Hrafnsson eftir sigur Aftureldingar í leik fjögur
Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira