Fleiri en tvö hundruð látin svelta sig til bana Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 13:49 Paul Mackenzie, leiðtogi safnaðarins, heldur því fram að hann hafi lagt hann niður fyrir nokkrum árum. Dómstóll hafnaði kröfu hans um lausn gegn tryggingu í síðustu viku. AP Rúmlega tvö hundruð lík fólks sem tilheyrði kristnum dómsdagssöfnuði hafa nú fundist í skógi í Kenía. Fyrrverandi prédikari hjá söfnuðinum segir að börn hafi verið þau fyrstu sem voru látin svelta sig til bana áður en röðin kom að fullorðnum. Leit í Shakahola-skóginum í suðvestanverðu Kenía hefur nú skilað 201 líki. Þau eru talin tilheyra fólki sem tilheyrði sértrúarsöfnuðinum Good News International Church. Paul Mackenzie, leiðtogi hans, hefur verið í haldi lögreglu undanfarnar vikur og á yfir höfði sér ákæru fyrir hryðjuverkastarfsemi, að sögn AP-fréttastofunnar. Krufning á líkunum bendir til þess að fólkið hafi soltið, verið kæft og barið. Talið er að Mackenzie hafi látið safnaðarmeðlimi fremja hópsjálfsmorð með því að svelta sig til bana svo þeir kæmust til himna fyrir heimsenda. Fleiri en sex hundruð manns sem eru taldir hafa verið í söfnuðinum er saknað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Titus Katana, safnaðarmeðlimur og fyrrverandi aðstoðarprédikari, segir New York Times að Mackenzie hafi gefið fyrirskipanir í janúar um að fólk ætti að svelta börn sín úti í sólinni til þess að þau dæju sem fyrst. Með vorinu var röðin komin að konum og svo körlum. Mackenzie hafi sjálfur ætlað að lifa áfram til þess að hjálpa fylgjendum sínum að „hitta Jesúm“ með því að svelta sig. Þegar því væri lokið ætlaði hann að svelta sjálfan sig til dauða áður en til heimsenda kæmi. Katana segir að hann hafi verið hættur í söfnuðinum þegar sjálfsvígin hófust en hann hafi heyrt af þeim frá fólki sem varð eftir. Hann hafi gert lögreglu viðvart um að börn væru að deyja í skóginum en hún hafi ekkert aðhafst fyrr en það var þegar orðið of seint. Kenía Trúmál Erlend sakamál Tengdar fréttir Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“. 26. apríl 2023 07:01 Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík. 23. apríl 2023 11:53 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Sjá meira
Leit í Shakahola-skóginum í suðvestanverðu Kenía hefur nú skilað 201 líki. Þau eru talin tilheyra fólki sem tilheyrði sértrúarsöfnuðinum Good News International Church. Paul Mackenzie, leiðtogi hans, hefur verið í haldi lögreglu undanfarnar vikur og á yfir höfði sér ákæru fyrir hryðjuverkastarfsemi, að sögn AP-fréttastofunnar. Krufning á líkunum bendir til þess að fólkið hafi soltið, verið kæft og barið. Talið er að Mackenzie hafi látið safnaðarmeðlimi fremja hópsjálfsmorð með því að svelta sig til bana svo þeir kæmust til himna fyrir heimsenda. Fleiri en sex hundruð manns sem eru taldir hafa verið í söfnuðinum er saknað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Titus Katana, safnaðarmeðlimur og fyrrverandi aðstoðarprédikari, segir New York Times að Mackenzie hafi gefið fyrirskipanir í janúar um að fólk ætti að svelta börn sín úti í sólinni til þess að þau dæju sem fyrst. Með vorinu var röðin komin að konum og svo körlum. Mackenzie hafi sjálfur ætlað að lifa áfram til þess að hjálpa fylgjendum sínum að „hitta Jesúm“ með því að svelta sig. Þegar því væri lokið ætlaði hann að svelta sjálfan sig til dauða áður en til heimsenda kæmi. Katana segir að hann hafi verið hættur í söfnuðinum þegar sjálfsvígin hófust en hann hafi heyrt af þeim frá fólki sem varð eftir. Hann hafi gert lögreglu viðvart um að börn væru að deyja í skóginum en hún hafi ekkert aðhafst fyrr en það var þegar orðið of seint.
Kenía Trúmál Erlend sakamál Tengdar fréttir Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“. 26. apríl 2023 07:01 Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík. 23. apríl 2023 11:53 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Sjá meira
Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“. 26. apríl 2023 07:01
Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík. 23. apríl 2023 11:53