Biðja fyrrverandi nemanda afsökunar fyrir að hafa ekki tekið á sögusögnum Árni Sæberg skrifar 12. maí 2023 14:13 Karl Frímannsson er skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Samsett Menntaskólinn á Akureyri hefur beðið fyrrverandi nemanda skólans afsökunar fyrir að hafa ekki tekið á sögusögnum um meint kynferðisbrot hans. Nemandinn hætti námi við skólann vegna sögusagnanna og ásakana á hendur honum. Mál sama nemanda var í hámæli síðasta haust þegar nemendur MH mótmæltu því að hann fengi að stunda nám við skólann þrátt fyrir meint brot. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef MA sem Karl Frímannsson skólameistari undirritar. Þar segir að skólinn hafi undanfarið unnið með mál nemandans, sem hafi neyðst til að hætta námi við skólann vorið 2021. Sögusagnirnar og ásakanirnar snerust um meinta nauðgun nemandans á yngri frænku sinni. Þegar sams konar ásakanir hafi komi upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð í haust gagnvart sama nemanda voru þær skoðaðar af ráðgjafarhópi á vegum mennta-og barnamálaráðuneytis og reyndust ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Vísir fjallaði ítarlega um mál nemandans, og fleiri nemenda við MH, síðasta haust. „MA lítur málið alvarlegum augum enda hafa þessar sögusagnir haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir umræddan nemanda. Af hálfu skólans er hann beðinn afsökunar á að ekki hafi tekist að rétta hlut hans meðan á námi hans stóð í MA og standa vörð um hans rétt,“ segir í tilkynningu skólameistara. Þá segir að skólinn hafi í vetur tekið virkan þátt í vinnu mennta- og barnamálaráðuneytisins um nýja viðbragðsáætlun í málum af þessu tagi og muni innleiða hana þegar hún verður birt á næstu vikum. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir MH verður fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaáætlun í kynferðisbrotamálum Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. 13. október 2022 06:54 Strákar á speglinum tilkynna einelti Nokkrir strákar sem voru bendlaðir við ofbeldi þegar nöfn þeirra voru krotuð á spegil í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa kvartað til skólans vegna eineltis. Skólinn hefur óskað eftir því að utanaðkomandi teymi taki málin til meðferðar. 19. október 2022 06:58 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef MA sem Karl Frímannsson skólameistari undirritar. Þar segir að skólinn hafi undanfarið unnið með mál nemandans, sem hafi neyðst til að hætta námi við skólann vorið 2021. Sögusagnirnar og ásakanirnar snerust um meinta nauðgun nemandans á yngri frænku sinni. Þegar sams konar ásakanir hafi komi upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð í haust gagnvart sama nemanda voru þær skoðaðar af ráðgjafarhópi á vegum mennta-og barnamálaráðuneytis og reyndust ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Vísir fjallaði ítarlega um mál nemandans, og fleiri nemenda við MH, síðasta haust. „MA lítur málið alvarlegum augum enda hafa þessar sögusagnir haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir umræddan nemanda. Af hálfu skólans er hann beðinn afsökunar á að ekki hafi tekist að rétta hlut hans meðan á námi hans stóð í MA og standa vörð um hans rétt,“ segir í tilkynningu skólameistara. Þá segir að skólinn hafi í vetur tekið virkan þátt í vinnu mennta- og barnamálaráðuneytisins um nýja viðbragðsáætlun í málum af þessu tagi og muni innleiða hana þegar hún verður birt á næstu vikum.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir MH verður fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaáætlun í kynferðisbrotamálum Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. 13. október 2022 06:54 Strákar á speglinum tilkynna einelti Nokkrir strákar sem voru bendlaðir við ofbeldi þegar nöfn þeirra voru krotuð á spegil í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa kvartað til skólans vegna eineltis. Skólinn hefur óskað eftir því að utanaðkomandi teymi taki málin til meðferðar. 19. október 2022 06:58 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
MH verður fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaáætlun í kynferðisbrotamálum Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. 13. október 2022 06:54
Strákar á speglinum tilkynna einelti Nokkrir strákar sem voru bendlaðir við ofbeldi þegar nöfn þeirra voru krotuð á spegil í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa kvartað til skólans vegna eineltis. Skólinn hefur óskað eftir því að utanaðkomandi teymi taki málin til meðferðar. 19. október 2022 06:58