Hvarflaði ekki að Simma Vill að áfengi væri í blóðinu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. maí 2023 13:01 Sigmar Vilhjálmsson var stoppaður í reglubundnu tékki lögreglunnar þegar hann mældist með áfengi í blóðinu. Simmi Vill Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, betur þekktur sem Simmi Vill, missti bílprófið á dögunum og mun því ferðast um á reiðhjóli þar til í lok ágúst. Simmi segir söguna hvernig kvöldið var þegar hann missti prófið í nýjasta þætti 70 mínútna. „Þetta er þannig, ég ætla ekki að segja að ég hafi talið þá, en þetta voru þrír til fimm bjórar á þriðjudagskvöldi heima hjá mér, og ég er að elda og fæ mér bjór yfir matnum, elda, borða og horfi á leikinn. Við erum að tala um lítinn dósabjór, ekkert mál, þannig var kvöldið . Ég er að fara að sofa rétt fyrir tólf,“ segir Simmi og heldur áfram: „Ég er ekki að réttlæta þetta, en ég er að segja að hugmyndirnar sem maður er með um það hvað maður er búinn að innbyrða mikið áfengi eru kannski svolítið skakkar. Ég vona að þeir sem eru að hlusta taki ekki ákvörðun um að keyra og ég er ekki að réttlæta þetta í eina mínútu, ég stórskammast mín,“ segir Simmi sem missti prófið í sex vikur. Að sögn Simma hafi hann fengið símtal frá Securitas um að öryggiskerfið hafi farið í gang í Minigarðinum í Skútuvogi, sem er í hans eigu. Simmi sem er búsettur í Mosfellsbæ og „græjaði þetta“ eftir að tveir aðrir svöruðu ekki. „Það einfaldlega hvarflaði ekki að mér að það væri áfengi í blóðinu á mér, ástandið var ekki þannig á mér,“ segir Simmi sem var stoppaður í reglubundinni athugunun lögreglunnar í Ártúnsbrekku og látinn blása þegar hann var á leiðinni aftur heim. Simmi segist hafa tekið fjölskyldufund í kjölfarið og rætt við drengina sína þrjá, sem eru á aldrinum þrettán til tuttugu ára. „Ég átta mig á því að ég var fjölmiðlamaður, ég er með Instagram, er með þetta podcast og maður er að troða sér frammi, þá þýðir að stundum er um þig fjallað. Þú er að gera eitthvað sem þú vilt að fólk tali um eða viti af en á móti koma líka fréttir sem þú vilt ekki endilega að komi,“ segir Simmi sem virðist ósáttur við umfjöllun fjölmiðla um málið. Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa misst prófið Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið. 6. maí 2023 12:25 Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun. 4. maí 2023 14:50 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Simmi segir söguna hvernig kvöldið var þegar hann missti prófið í nýjasta þætti 70 mínútna. „Þetta er þannig, ég ætla ekki að segja að ég hafi talið þá, en þetta voru þrír til fimm bjórar á þriðjudagskvöldi heima hjá mér, og ég er að elda og fæ mér bjór yfir matnum, elda, borða og horfi á leikinn. Við erum að tala um lítinn dósabjór, ekkert mál, þannig var kvöldið . Ég er að fara að sofa rétt fyrir tólf,“ segir Simmi og heldur áfram: „Ég er ekki að réttlæta þetta, en ég er að segja að hugmyndirnar sem maður er með um það hvað maður er búinn að innbyrða mikið áfengi eru kannski svolítið skakkar. Ég vona að þeir sem eru að hlusta taki ekki ákvörðun um að keyra og ég er ekki að réttlæta þetta í eina mínútu, ég stórskammast mín,“ segir Simmi sem missti prófið í sex vikur. Að sögn Simma hafi hann fengið símtal frá Securitas um að öryggiskerfið hafi farið í gang í Minigarðinum í Skútuvogi, sem er í hans eigu. Simmi sem er búsettur í Mosfellsbæ og „græjaði þetta“ eftir að tveir aðrir svöruðu ekki. „Það einfaldlega hvarflaði ekki að mér að það væri áfengi í blóðinu á mér, ástandið var ekki þannig á mér,“ segir Simmi sem var stoppaður í reglubundinni athugunun lögreglunnar í Ártúnsbrekku og látinn blása þegar hann var á leiðinni aftur heim. Simmi segist hafa tekið fjölskyldufund í kjölfarið og rætt við drengina sína þrjá, sem eru á aldrinum þrettán til tuttugu ára. „Ég átta mig á því að ég var fjölmiðlamaður, ég er með Instagram, er með þetta podcast og maður er að troða sér frammi, þá þýðir að stundum er um þig fjallað. Þú er að gera eitthvað sem þú vilt að fólk tali um eða viti af en á móti koma líka fréttir sem þú vilt ekki endilega að komi,“ segir Simmi sem virðist ósáttur við umfjöllun fjölmiðla um málið.
Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa misst prófið Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið. 6. maí 2023 12:25 Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun. 4. maí 2023 14:50 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Viðurkennir að hafa misst prófið Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið. 6. maí 2023 12:25
Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun. 4. maí 2023 14:50