Einn höfunda álitsins segir að yfirlýsing ráðuneytisins um að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt sé of afdráttarlaus.
Þá fjöllum við um þær breytingar sem gerðar hafa verið á reglum um flugáhafnir sem banna flugliðum að nota ADHD lyf. Formaður ADHD samtakanna segir um fornaldarhugsunarhátt að ræða.
Einnig verður rætt við stjórnarmann í eftirlitsnefnd EFTA sem segir íslensk stjórnvöld oft gerast sek um seinagang þegar kemur að því að svara úrskurðum nefndarinnar.
Að lokum heyrum við hljóðið í Diljá sem komst ekki upp úr riðlingum á undanúrslitakvöldi Eurovision í gær.