„Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. maí 2023 12:00 Pétur Rúnar segir það forréttindi að spila leiki sem þessa. Vísir/Bára Dröfn „Bara vel held ég, við mættum ekki alveg nógu klárir í leik tvö og held að menn séu spenntir að mæta í fulla Origo-höll og jafnvel sýna betri leik heldur en síðast,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, um leikinn gegn Val í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Valur tekur á móti Tindastól í leik þrjú í úrslitaeinvíginu. Staðan er 1-1 eftir tvo hörkuleiki og ljóst er að færri komast að en vilja. Pétur Rúnar hefur verið frábær í einvíginu og tók Vísir púlsinn á honum fyrir stórleik kvöldsins. „Þetta er gjörsamlega geggjað. Heima, ég er að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik en þá er fólk þegar mætt að syngja. Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman. Svo í Origo-höllinni er röð langt út á götu. Þetta er ólýsanleg tilfinning og mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Pétur Rúnar um stemninguna í úrslitaeinvíginu. Hann býst við svipaðri stemningu í kvöld og hrósaði stuðningsfólki Tindastóls í hástert. „Eru búin að vera gjörsamlega geggjuð. Ég býst við engu öðru í kvöld en þau haldi því áfram. Syngi, tralli og hafi gaman, og Valsarar líka.“ Hvað má betur fara „Helst hvað við vorum langt frá þeim eiginlega allan tímann. Þurfum að vera töluvert betri varnarlega og ekki leyfa þeim að hafa þetta svona þægilegt eins og þeir höfðu það lungann úr leik tvö,“ sagði Pétur Rúnar aðspurður hvað mætti betur fara. „Við vorum betri í leik eitt, þeir voru betri í leik tvö. Við viljum gera svipaða hluti og í leik eitt aftur og þeir svipaða hluti og í leik tvö. Þetta verður fróðlegur leikur og spennandi að sjá hverjir verða yfir.“ Liðin eingöngu unnið á útivelli Valur og Tindastóll hafa mæst tvívegis í deildarkeppni og nú tvisvar í úrslitakeppni. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og það sem meira er, bæði lið hafa unnið sína sigra á útivelli. „Við ætlum okkur að reyna halda því munstri á lofti. Erum klárir í hörkuleik í kvöld.“ Leikur kvöldsins hefst kl. 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.30 og Körfuboltakvöld er á sínum stað að leik loknum. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 9. maí 2023 13:56 „Drungilas er gríðarlega heppinn“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 9. maí 2023 11:30 Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. 9. maí 2023 09:02 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Valur tekur á móti Tindastól í leik þrjú í úrslitaeinvíginu. Staðan er 1-1 eftir tvo hörkuleiki og ljóst er að færri komast að en vilja. Pétur Rúnar hefur verið frábær í einvíginu og tók Vísir púlsinn á honum fyrir stórleik kvöldsins. „Þetta er gjörsamlega geggjað. Heima, ég er að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik en þá er fólk þegar mætt að syngja. Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman. Svo í Origo-höllinni er röð langt út á götu. Þetta er ólýsanleg tilfinning og mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Pétur Rúnar um stemninguna í úrslitaeinvíginu. Hann býst við svipaðri stemningu í kvöld og hrósaði stuðningsfólki Tindastóls í hástert. „Eru búin að vera gjörsamlega geggjuð. Ég býst við engu öðru í kvöld en þau haldi því áfram. Syngi, tralli og hafi gaman, og Valsarar líka.“ Hvað má betur fara „Helst hvað við vorum langt frá þeim eiginlega allan tímann. Þurfum að vera töluvert betri varnarlega og ekki leyfa þeim að hafa þetta svona þægilegt eins og þeir höfðu það lungann úr leik tvö,“ sagði Pétur Rúnar aðspurður hvað mætti betur fara. „Við vorum betri í leik eitt, þeir voru betri í leik tvö. Við viljum gera svipaða hluti og í leik eitt aftur og þeir svipaða hluti og í leik tvö. Þetta verður fróðlegur leikur og spennandi að sjá hverjir verða yfir.“ Liðin eingöngu unnið á útivelli Valur og Tindastóll hafa mæst tvívegis í deildarkeppni og nú tvisvar í úrslitakeppni. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og það sem meira er, bæði lið hafa unnið sína sigra á útivelli. „Við ætlum okkur að reyna halda því munstri á lofti. Erum klárir í hörkuleik í kvöld.“ Leikur kvöldsins hefst kl. 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.30 og Körfuboltakvöld er á sínum stað að leik loknum.
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 9. maí 2023 13:56 „Drungilas er gríðarlega heppinn“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 9. maí 2023 11:30 Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. 9. maí 2023 09:02 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 9. maí 2023 13:56
„Drungilas er gríðarlega heppinn“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 9. maí 2023 11:30
Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. 9. maí 2023 09:02