Khan sleppt gegn tryggingu Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2023 10:38 Imran Khan gegndi embætti forsætisráðherra Pakistans á árunum 2018 til 2022. Hann hrökklaðist frá völldum í apríl á síðasta ári eftir að meirihluti þings samþykkti vantrauststillögu. Getty Dómstóll í Pakistan hefur úrskurðað að forsætisráðherranum fyrrverandi, Imran Khan, skuli sleppt gegn tryggingu og að hann skuli ekki handtekinn aftur á næstu tveimur vikum. Pakistanskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag en áður hafði hinn sjötugi Khan tjáð BBC að hann væri sannfærður um að hann yrði handtekinn að nýju um leið og honum yrði sleppt. Khan, sem gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2018 til 2022, var handtekinn fyrr í vikunni og honum gert að svara fyrir ásakanir um spillingu. Eftir að fréttir bárust af handtökunni blossuðu upp blóðug átök milli hersins og stuðningsmanna Khan. BBC segir frá því að margir telji að Khan hafi unnið sigur í kosningum árið 2018 með liðsinni hersins. Bæði Khan og leiðtogar hersins hafa þó hafnað slíku. Þegar leið á stjórnartíð Khans kastaðist hins vegar í kekki milli hans og yfirmanna hersins og eftir að hann lét af embætti hefur hann gagnrýnt framferði hersins harðlega. Flokkur Khans, Tehreek-e-Insaf, segja spillingarásakanirnar á hendur Khan af pólitískum rótum sprottnar, en hann er sakaður um að hafa þegið persónulegar gjafir frá erlendum leiðtogum í stjórnartíð sinni. Pakistan Tengdar fréttir Dorrit miður sín og stendur þétt við bak Khan Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er miður sín fyrir handtöku Imrans Khans, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan. Hún segist sannfærð um að Khan sé ekki spilltur. 10. maí 2023 12:06 Blóðug átök í Pakistan Til blóðugra átaka og fjöldamótmæla hefur komið víða í Pakistan í kjölfar þess að forsætisráðherrann fyrrverandi Imran Khan var handtekinn í gær. 10. maí 2023 06:58 Imran Khan handtekinn í dómsal Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur verið handtekinn. Lengi hefur staðið til að handtaka Khan þar sem hann er grunaður um spillingu og var það gert er hann mætti í dómsal í Islamabad í morgun. 9. maí 2023 10:26 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Pakistanskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag en áður hafði hinn sjötugi Khan tjáð BBC að hann væri sannfærður um að hann yrði handtekinn að nýju um leið og honum yrði sleppt. Khan, sem gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2018 til 2022, var handtekinn fyrr í vikunni og honum gert að svara fyrir ásakanir um spillingu. Eftir að fréttir bárust af handtökunni blossuðu upp blóðug átök milli hersins og stuðningsmanna Khan. BBC segir frá því að margir telji að Khan hafi unnið sigur í kosningum árið 2018 með liðsinni hersins. Bæði Khan og leiðtogar hersins hafa þó hafnað slíku. Þegar leið á stjórnartíð Khans kastaðist hins vegar í kekki milli hans og yfirmanna hersins og eftir að hann lét af embætti hefur hann gagnrýnt framferði hersins harðlega. Flokkur Khans, Tehreek-e-Insaf, segja spillingarásakanirnar á hendur Khan af pólitískum rótum sprottnar, en hann er sakaður um að hafa þegið persónulegar gjafir frá erlendum leiðtogum í stjórnartíð sinni.
Pakistan Tengdar fréttir Dorrit miður sín og stendur þétt við bak Khan Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er miður sín fyrir handtöku Imrans Khans, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan. Hún segist sannfærð um að Khan sé ekki spilltur. 10. maí 2023 12:06 Blóðug átök í Pakistan Til blóðugra átaka og fjöldamótmæla hefur komið víða í Pakistan í kjölfar þess að forsætisráðherrann fyrrverandi Imran Khan var handtekinn í gær. 10. maí 2023 06:58 Imran Khan handtekinn í dómsal Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur verið handtekinn. Lengi hefur staðið til að handtaka Khan þar sem hann er grunaður um spillingu og var það gert er hann mætti í dómsal í Islamabad í morgun. 9. maí 2023 10:26 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Dorrit miður sín og stendur þétt við bak Khan Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er miður sín fyrir handtöku Imrans Khans, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan. Hún segist sannfærð um að Khan sé ekki spilltur. 10. maí 2023 12:06
Blóðug átök í Pakistan Til blóðugra átaka og fjöldamótmæla hefur komið víða í Pakistan í kjölfar þess að forsætisráðherrann fyrrverandi Imran Khan var handtekinn í gær. 10. maí 2023 06:58
Imran Khan handtekinn í dómsal Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur verið handtekinn. Lengi hefur staðið til að handtaka Khan þar sem hann er grunaður um spillingu og var það gert er hann mætti í dómsal í Islamabad í morgun. 9. maí 2023 10:26