Bielsa tekur við landsliði Úrúgvæ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 07:46 Marcelo Bielsa er ekki lengur atvinnulaus en hér sést hann á tíma sínum sem knattspyrnustjóri Leeds. EPA-EFE/Martin Rickett Marcelo Bielsa, fyrrum knattspyrnustjóri Leeds United, hefur samþykkt að taka við úrúgvæska landsliðinu. Jorge Casales, stjórnarmaður í knattspyrnusamband Úrúgvæ, staðfesti þetta við Associated Press sem og að samningur Bielsa sé fram yfir heimsmeistaramótið 2026. „Það eina sem vantar er að undirrita samninginn,“ sagði Jorge Casales en hinn 67 ára gamli Bielsa er þar að gera 39 mánaða samning. Marcelo Bielsa is set to become the new Uruguay manager, as he prepares for his first coaching role since leaving Leeds https://t.co/vViYbPO5yL— MailOnline Sport (@MailSport) May 11, 2023 Bielsa stýrir liðinu væntanlega í fyrsta sinn í júní þar sem liðið spilar vináttulandsleiki við Níkaragva og Kúbu. Undankeppni HM í Suður-Ameríku hefst síðan í september. „Við erum að koma inn með mann sem mun skilja eftir arfleifð sem nær lengra en bara þessar níutíu mínútur af fótboltaleik,“ sagði Casales. Úrúgvæ komst ekki upp úr riðlinum á HM í Katar og það er búist við því að reyndustu leikmenn liðsins hafi lokið landsliðsferli sínum. Bielsa þekkir það vel að þjálfa landslið. Hann var landsliðsþjálfari Argentínu frá 1998 til 2004 og þjálfari einnig landslið Síle frá 2007 til 2011. Hann hefur síðan stýrt mörgum félagsliðum á ferlinum eins og Espanyol, Athletic Club, Marseille og Lille. Bielsa hefur aftur á móti verið atvinnulaus síðan að Leeds rak hann í febrúar 2022. Marcelo Bielsa is back he s set to sign as new coach of Uruguay national team. Done deal as full verbal agreement has been finally reached. #UruguayFederation member Jorge Casales has confirmed that former OM and Leeds boss will sign the contract in the next hours. pic.twitter.com/HXDXd21Ow7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2023 HM 2026 í fótbolta Úrúgvæ Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Jorge Casales, stjórnarmaður í knattspyrnusamband Úrúgvæ, staðfesti þetta við Associated Press sem og að samningur Bielsa sé fram yfir heimsmeistaramótið 2026. „Það eina sem vantar er að undirrita samninginn,“ sagði Jorge Casales en hinn 67 ára gamli Bielsa er þar að gera 39 mánaða samning. Marcelo Bielsa is set to become the new Uruguay manager, as he prepares for his first coaching role since leaving Leeds https://t.co/vViYbPO5yL— MailOnline Sport (@MailSport) May 11, 2023 Bielsa stýrir liðinu væntanlega í fyrsta sinn í júní þar sem liðið spilar vináttulandsleiki við Níkaragva og Kúbu. Undankeppni HM í Suður-Ameríku hefst síðan í september. „Við erum að koma inn með mann sem mun skilja eftir arfleifð sem nær lengra en bara þessar níutíu mínútur af fótboltaleik,“ sagði Casales. Úrúgvæ komst ekki upp úr riðlinum á HM í Katar og það er búist við því að reyndustu leikmenn liðsins hafi lokið landsliðsferli sínum. Bielsa þekkir það vel að þjálfa landslið. Hann var landsliðsþjálfari Argentínu frá 1998 til 2004 og þjálfari einnig landslið Síle frá 2007 til 2011. Hann hefur síðan stýrt mörgum félagsliðum á ferlinum eins og Espanyol, Athletic Club, Marseille og Lille. Bielsa hefur aftur á móti verið atvinnulaus síðan að Leeds rak hann í febrúar 2022. Marcelo Bielsa is back he s set to sign as new coach of Uruguay national team. Done deal as full verbal agreement has been finally reached. #UruguayFederation member Jorge Casales has confirmed that former OM and Leeds boss will sign the contract in the next hours. pic.twitter.com/HXDXd21Ow7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2023
HM 2026 í fótbolta Úrúgvæ Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira