Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 22:24 Áhafnarmeðlimir Icelandair mega ekki neyta ADHD-lyfja samkvæmt evrópskri reglugerð sem var nýlega innleidd. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty/samsett Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. Í tilkynningu sem starfsfólki Icelandair var send kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Þeir starfsmenn sem eru á ADHD-lyfjum þurfi að fá flughæfi sitt metið. Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að talsverður tími geti liðið frá því að lyfjanotkuninni sé hætt þar til flughæfi fæst að nýju. Auk ADHD-lyfjanna eru öll hugvíkkandi vímuefni sem hafa verið til umræðu í tengslum við geðlyfjameðferðir bönnuð. Allir áhafnarmeðlimir geti þurft að fara í skimun bæði erlendis og hérlendis. ADHD-lyf eru örvandi og virka efnið í sumum þeirra er skylt amfetamíni. Skimað fyrir ADHD-lyfjum Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Icelandair að tilkynningin hafi verið send starfsfólki til upplýsingar um túlkun á reglugerð Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) sem tók gildi hér á landi árið 2021. „Samkvæmt reglugerðinni geta áhafnarmeðlimir þurft að undirgangast lyfjapróf á flugvöllum bæði hérlendis og erlendis og eru ADHD-lyf á meðal þeirra lyfja sem skimað er eftir,“ segir í svarinu. Reglugerðin sem vísað er til var gefin út árið 2018. Í henni er fjallað um skimun fyrir geðlyfjanotkun flugáhafna. Geðlyf eru þar meðal skilgreind sem áfengi, ópíóíðar, kannabisefni, slæfandi lyf og svefnlyf, kókaín, önnur örvandi efni, ofskynjunarefni og leysiefni. Styðja félaga ef mál koma upp Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir við Vísi að félaginu sé kunnugt um nýju reglurnar en það eigi eftir að meta stöðuna. Það muni styðja félagsmenn þegar og ef einhver mál sem tengjast reglunum koma upp. Fréttir af flugi Hugvíkkandi efni Lyf Icelandair Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Í tilkynningu sem starfsfólki Icelandair var send kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Þeir starfsmenn sem eru á ADHD-lyfjum þurfi að fá flughæfi sitt metið. Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að talsverður tími geti liðið frá því að lyfjanotkuninni sé hætt þar til flughæfi fæst að nýju. Auk ADHD-lyfjanna eru öll hugvíkkandi vímuefni sem hafa verið til umræðu í tengslum við geðlyfjameðferðir bönnuð. Allir áhafnarmeðlimir geti þurft að fara í skimun bæði erlendis og hérlendis. ADHD-lyf eru örvandi og virka efnið í sumum þeirra er skylt amfetamíni. Skimað fyrir ADHD-lyfjum Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Icelandair að tilkynningin hafi verið send starfsfólki til upplýsingar um túlkun á reglugerð Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) sem tók gildi hér á landi árið 2021. „Samkvæmt reglugerðinni geta áhafnarmeðlimir þurft að undirgangast lyfjapróf á flugvöllum bæði hérlendis og erlendis og eru ADHD-lyf á meðal þeirra lyfja sem skimað er eftir,“ segir í svarinu. Reglugerðin sem vísað er til var gefin út árið 2018. Í henni er fjallað um skimun fyrir geðlyfjanotkun flugáhafna. Geðlyf eru þar meðal skilgreind sem áfengi, ópíóíðar, kannabisefni, slæfandi lyf og svefnlyf, kókaín, önnur örvandi efni, ofskynjunarefni og leysiefni. Styðja félaga ef mál koma upp Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir við Vísi að félaginu sé kunnugt um nýju reglurnar en það eigi eftir að meta stöðuna. Það muni styðja félagsmenn þegar og ef einhver mál sem tengjast reglunum koma upp.
Fréttir af flugi Hugvíkkandi efni Lyf Icelandair Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira