Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 22:24 Áhafnarmeðlimir Icelandair mega ekki neyta ADHD-lyfja samkvæmt evrópskri reglugerð sem var nýlega innleidd. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty/samsett Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. Í tilkynningu sem starfsfólki Icelandair var send kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Þeir starfsmenn sem eru á ADHD-lyfjum þurfi að fá flughæfi sitt metið. Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að talsverður tími geti liðið frá því að lyfjanotkuninni sé hætt þar til flughæfi fæst að nýju. Auk ADHD-lyfjanna eru öll hugvíkkandi vímuefni sem hafa verið til umræðu í tengslum við geðlyfjameðferðir bönnuð. Allir áhafnarmeðlimir geti þurft að fara í skimun bæði erlendis og hérlendis. ADHD-lyf eru örvandi og virka efnið í sumum þeirra er skylt amfetamíni. Skimað fyrir ADHD-lyfjum Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Icelandair að tilkynningin hafi verið send starfsfólki til upplýsingar um túlkun á reglugerð Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) sem tók gildi hér á landi árið 2021. „Samkvæmt reglugerðinni geta áhafnarmeðlimir þurft að undirgangast lyfjapróf á flugvöllum bæði hérlendis og erlendis og eru ADHD-lyf á meðal þeirra lyfja sem skimað er eftir,“ segir í svarinu. Reglugerðin sem vísað er til var gefin út árið 2018. Í henni er fjallað um skimun fyrir geðlyfjanotkun flugáhafna. Geðlyf eru þar meðal skilgreind sem áfengi, ópíóíðar, kannabisefni, slæfandi lyf og svefnlyf, kókaín, önnur örvandi efni, ofskynjunarefni og leysiefni. Styðja félaga ef mál koma upp Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir við Vísi að félaginu sé kunnugt um nýju reglurnar en það eigi eftir að meta stöðuna. Það muni styðja félagsmenn þegar og ef einhver mál sem tengjast reglunum koma upp. Fréttir af flugi Hugvíkkandi efni Lyf Icelandair Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Í tilkynningu sem starfsfólki Icelandair var send kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Þeir starfsmenn sem eru á ADHD-lyfjum þurfi að fá flughæfi sitt metið. Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að talsverður tími geti liðið frá því að lyfjanotkuninni sé hætt þar til flughæfi fæst að nýju. Auk ADHD-lyfjanna eru öll hugvíkkandi vímuefni sem hafa verið til umræðu í tengslum við geðlyfjameðferðir bönnuð. Allir áhafnarmeðlimir geti þurft að fara í skimun bæði erlendis og hérlendis. ADHD-lyf eru örvandi og virka efnið í sumum þeirra er skylt amfetamíni. Skimað fyrir ADHD-lyfjum Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Icelandair að tilkynningin hafi verið send starfsfólki til upplýsingar um túlkun á reglugerð Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) sem tók gildi hér á landi árið 2021. „Samkvæmt reglugerðinni geta áhafnarmeðlimir þurft að undirgangast lyfjapróf á flugvöllum bæði hérlendis og erlendis og eru ADHD-lyf á meðal þeirra lyfja sem skimað er eftir,“ segir í svarinu. Reglugerðin sem vísað er til var gefin út árið 2018. Í henni er fjallað um skimun fyrir geðlyfjanotkun flugáhafna. Geðlyf eru þar meðal skilgreind sem áfengi, ópíóíðar, kannabisefni, slæfandi lyf og svefnlyf, kókaín, önnur örvandi efni, ofskynjunarefni og leysiefni. Styðja félaga ef mál koma upp Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir við Vísi að félaginu sé kunnugt um nýju reglurnar en það eigi eftir að meta stöðuna. Það muni styðja félagsmenn þegar og ef einhver mál sem tengjast reglunum koma upp.
Fréttir af flugi Hugvíkkandi efni Lyf Icelandair Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira