Haukar fá sigursælan Stefán til starfa með Díönu Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2023 15:27 Stefán Arnason og Díana Guðjónsdóttir munu sjá um að stýra Haukum á næsta tímabili, ef að líkum lætur. SAMSETT/HULDA MARGRÉT Stefán Arnarson, sigursælasti þjálfari úrvalsdeildar kvenna í handbolta á þessari öld, verður að öllum líkindum tilkynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs Hauka á næstunni. Hann mun væntanlega stýra liðinu með Díönu Guðjónsdóttur, sem verið hefur aðalþjálfari síðustu tvo mánuði með farsælum hætti. Heimildir Vísis herma að verið sé að ganga frá síðustu lausu endum varðandi það að Stefán og Díana stýri Haukaliðinu saman. Stefán sagði skilið við Fram eftir tímabilið en hann hafði stýrt Framkonum í níu ár og unnið með þeim þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo deildarmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Hann kom til Fram eftir að hafa stýrt Val í sex ár, og unnið fjóra Íslandsmeistaratitla, fjóra deildarmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Stefán og Díana mættust með lið sín í 6-liða úrslitum Olís-deildarinnar í vor, eftir að Fram hafði hafnað í 4. sæti deildarinnar og Haukar í 5. sæti, og unnu Haukakonur einvígið 2-0. Þær veittu svo deildar- og bikarmeisturum ÍBV svo sannarlega mikla keppni í undanúrslitum en töpuðu æsispennandi einvígi liðanna að lokum, 3-2. Díana tók við sem aðalþjálfari Hauka þegar Ragnar Hermannsson óskaði eftir því að hætta í byrjun mars. Samningur hennar rann út í lok leiktíðar. Díana verið með í ráðum Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Díana þó verið með í ráðum varðandi framtíðarþjálfaramál Hauka, eftir ákvörðun Ragnars í vetur. Hún hefur verið yfirþjálfari hjá Haukum síðustu fjögur ár, með góðum árangri, en mun hafa ákveðið að hætta því starfi núna. Ungt og efnilegt lið Hauka sprakk út á leiktíðinni í vetur, sérstaklega í úrslitakeppninni nú í vor, og auk þess að komast í oddaleik gegn ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar fór liðið einnig í Laugardalshöll í undanúrslit Powerade-bikarsins. Haukar eru því eflaust stórhuga varðandi næstu ár og fyrirhuguð ráðning á Stefáni bendir til þess að markmiðið sé skýrt um að berjast um titla, mögulega strax á næstu leiktíð. Olís-deild kvenna Fram Haukar Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Heimildir Vísis herma að verið sé að ganga frá síðustu lausu endum varðandi það að Stefán og Díana stýri Haukaliðinu saman. Stefán sagði skilið við Fram eftir tímabilið en hann hafði stýrt Framkonum í níu ár og unnið með þeim þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo deildarmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Hann kom til Fram eftir að hafa stýrt Val í sex ár, og unnið fjóra Íslandsmeistaratitla, fjóra deildarmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Stefán og Díana mættust með lið sín í 6-liða úrslitum Olís-deildarinnar í vor, eftir að Fram hafði hafnað í 4. sæti deildarinnar og Haukar í 5. sæti, og unnu Haukakonur einvígið 2-0. Þær veittu svo deildar- og bikarmeisturum ÍBV svo sannarlega mikla keppni í undanúrslitum en töpuðu æsispennandi einvígi liðanna að lokum, 3-2. Díana tók við sem aðalþjálfari Hauka þegar Ragnar Hermannsson óskaði eftir því að hætta í byrjun mars. Samningur hennar rann út í lok leiktíðar. Díana verið með í ráðum Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Díana þó verið með í ráðum varðandi framtíðarþjálfaramál Hauka, eftir ákvörðun Ragnars í vetur. Hún hefur verið yfirþjálfari hjá Haukum síðustu fjögur ár, með góðum árangri, en mun hafa ákveðið að hætta því starfi núna. Ungt og efnilegt lið Hauka sprakk út á leiktíðinni í vetur, sérstaklega í úrslitakeppninni nú í vor, og auk þess að komast í oddaleik gegn ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar fór liðið einnig í Laugardalshöll í undanúrslit Powerade-bikarsins. Haukar eru því eflaust stórhuga varðandi næstu ár og fyrirhuguð ráðning á Stefáni bendir til þess að markmiðið sé skýrt um að berjast um titla, mögulega strax á næstu leiktíð.
Olís-deild kvenna Fram Haukar Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira