Sjáðu dýrkeypta hoppið: „Mjög sárt og ósanngjarnt“ Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2023 12:00 Sigursteinn Arndal sýndi tilfinningar á hliðarlínunni í gærkvöld og það reyndist dýrkeypt á viðkvæmum tímapunkti í framlengingunni. VÍSIR/VILHELM Afar umdeilt atvik í framlengingu leiks FH og ÍBV í gærkvöld, þar sem Sigursteinn Arndal þjálfari FH fékk tveggja mínútna brottvísun, var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eftir leik. Mínúta var eftir af fyrri hálfleik framlengingar, FH-ingar 28-27 yfir og að því er virtist að vinna boltann af Eyjamönnum, þegar dómarar leiksins refsuðu Sigursteini fyrir að æsa sig á hliðarlínunni. Sigursteinn hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum en tveggja mínútna brottvísunin þýddi að FH var manni færra og Eyjamenn nýttu liðsmuninn til að komast yfir. Þeir unnu svo leikinn, 31-29, og sendu FH í sumarfrí. Sigursteinn hoppaði í tvígang þegar hann vildi undirstrika að leikmaður ÍBV hefði fengið boltann í fótinn, og að FH ætti því að fá aukakast. „Að taka upp á þessu á þessu augnabliki, að gefa Sigursteini Arndal tvær mínútur, finnst mér í besta falli glórulaust. Þetta er risastór ákvörðun,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni, en umræðuna og atvikið örlagaríka má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Brottvísun þjálfara FH í framlengingu „Samkvæmt einhverri reglubók þá er hægt að réttlæta að þetta séu tvær mínútur. En við erum staddir í leik númer þrjú, í framlengingu, og hitinn ótrúlegur. Það var þvílík harka í leiknum, og ef dómararnir hefðu fylgt reglubókinni allan leikinn þá hefðu verið svona átta brottvísanir á hvort lið, slík var harkan, þannig að þeir voru að leyfa meira,“ sagði Theódór. „Hann er bara að sýna tilfinningar“ Stefán Árni Pálsson og Bjarni Fritzson sögðu dómarana hafa verið frábæra fram að þessum tímapunkti í leiknum en allir voru sammála um að þeir hefðu átt að sleppa brottvísuninni á Sigurstein. Sigursteinn kvaðst sjálfur í viðtali hafa brugðist sínu liði, en tók fram að handboltinn væri kominn á slæman stað ef að ekki mætti sýna tilfinningar eins og hann gerði. Bjarni kvaðst mikið á móti dómaratuði og sagði Sigurstein jafnan haga sér vel gagnvart dómurum: „En þarna ertu bara í framlengingu, tímabilið er undir, það er fótur, og þú bara missir þig í stemningunni. Mér fannst þetta mjög sárt. Þetta er ósanngjarnt. Hann er bara að sýna tilfinningar. Hann er bara að hoppa, berjast fyrir lífi sínu með liðinu. Horfið í gegnum fingur ykkar með þetta. Hann var ekki að ráðast að dómurunum endurtekið eða eitthvað slíkt. Þetta var bara: „Fótur! Komaaa!“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Mínúta var eftir af fyrri hálfleik framlengingar, FH-ingar 28-27 yfir og að því er virtist að vinna boltann af Eyjamönnum, þegar dómarar leiksins refsuðu Sigursteini fyrir að æsa sig á hliðarlínunni. Sigursteinn hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum en tveggja mínútna brottvísunin þýddi að FH var manni færra og Eyjamenn nýttu liðsmuninn til að komast yfir. Þeir unnu svo leikinn, 31-29, og sendu FH í sumarfrí. Sigursteinn hoppaði í tvígang þegar hann vildi undirstrika að leikmaður ÍBV hefði fengið boltann í fótinn, og að FH ætti því að fá aukakast. „Að taka upp á þessu á þessu augnabliki, að gefa Sigursteini Arndal tvær mínútur, finnst mér í besta falli glórulaust. Þetta er risastór ákvörðun,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni, en umræðuna og atvikið örlagaríka má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Brottvísun þjálfara FH í framlengingu „Samkvæmt einhverri reglubók þá er hægt að réttlæta að þetta séu tvær mínútur. En við erum staddir í leik númer þrjú, í framlengingu, og hitinn ótrúlegur. Það var þvílík harka í leiknum, og ef dómararnir hefðu fylgt reglubókinni allan leikinn þá hefðu verið svona átta brottvísanir á hvort lið, slík var harkan, þannig að þeir voru að leyfa meira,“ sagði Theódór. „Hann er bara að sýna tilfinningar“ Stefán Árni Pálsson og Bjarni Fritzson sögðu dómarana hafa verið frábæra fram að þessum tímapunkti í leiknum en allir voru sammála um að þeir hefðu átt að sleppa brottvísuninni á Sigurstein. Sigursteinn kvaðst sjálfur í viðtali hafa brugðist sínu liði, en tók fram að handboltinn væri kominn á slæman stað ef að ekki mætti sýna tilfinningar eins og hann gerði. Bjarni kvaðst mikið á móti dómaratuði og sagði Sigurstein jafnan haga sér vel gagnvart dómurum: „En þarna ertu bara í framlengingu, tímabilið er undir, það er fótur, og þú bara missir þig í stemningunni. Mér fannst þetta mjög sárt. Þetta er ósanngjarnt. Hann er bara að sýna tilfinningar. Hann er bara að hoppa, berjast fyrir lífi sínu með liðinu. Horfið í gegnum fingur ykkar með þetta. Hann var ekki að ráðast að dómurunum endurtekið eða eitthvað slíkt. Þetta var bara: „Fótur! Komaaa!“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira