Alveg ljóst að kennt verði í MS í haust Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. maí 2023 20:01 Kennarar í skólanum voru ósáttir við að heyra af mögulegum lokunum í fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm Byggingar Menntaskólans við Sund þarfnast mikils viðhalds og loka gæti þurft skólanum í þrjú ár á framkvæmdatímanum. Formaður kennarafélags MS segir þó alveg ljóst að kennt verði við skólann í haust. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra var gestur á fundi fjárlaganefndar í morgun þar sem menntamál voru til umræðu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd, upplýsti að fram hefði komið að loka þyrfti byggingum skólans í þrjú ár. Björn sagði í samtali við fréttastofu í dag að kostnaðurinn við lagfæringarnar gæti verið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna og vísaði til fundarins með ráðherra. Björn setti inn þessa stöðuuppfærslu í dag. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert á milli tannana á fólki að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Þá hefur möguleg sameining skólans við Kvennaskólann í Reykjavík vakið athygli. Björn Leví sagði við fréttastofu að það væri mikilvægt að upplýsingar um langa lokun lægju fyrir ef þær væru notaðar sem rök í umdeildum sameiningaráformum. Solveig Þórðardóttir, formaður Kennarafélags skólans segir fréttirnar hafa komið flatt upp á starfsfólk skólans. Á heimasíðu MS var birt tilkynning nú síðdegis þar sem tekinn er af allur vafi um að kennt verði í skólanum á næsta skólaári. „Við höfum allavega ekki fengið upplýsingarnar sem eru í þessari frétt. Við erum mjög ósátt. Við vitum öll að það þarf að fara í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er enginn felurleikur með það. Það hefur komið fram og við höfum vitað það lengi. Það var farið í framkvæmdir síðasta sumar og það verður farið í framkvæmdir núna í sumar.“ Það fari fram kennsla í haust. Það liggi alveg fyrir. „Það verður svo sannarlega skólaár hér í MS og við viljum fá sem flesta til að sækja um líka.“ Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra var gestur á fundi fjárlaganefndar í morgun þar sem menntamál voru til umræðu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd, upplýsti að fram hefði komið að loka þyrfti byggingum skólans í þrjú ár. Björn sagði í samtali við fréttastofu í dag að kostnaðurinn við lagfæringarnar gæti verið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna og vísaði til fundarins með ráðherra. Björn setti inn þessa stöðuuppfærslu í dag. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert á milli tannana á fólki að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Þá hefur möguleg sameining skólans við Kvennaskólann í Reykjavík vakið athygli. Björn Leví sagði við fréttastofu að það væri mikilvægt að upplýsingar um langa lokun lægju fyrir ef þær væru notaðar sem rök í umdeildum sameiningaráformum. Solveig Þórðardóttir, formaður Kennarafélags skólans segir fréttirnar hafa komið flatt upp á starfsfólk skólans. Á heimasíðu MS var birt tilkynning nú síðdegis þar sem tekinn er af allur vafi um að kennt verði í skólanum á næsta skólaári. „Við höfum allavega ekki fengið upplýsingarnar sem eru í þessari frétt. Við erum mjög ósátt. Við vitum öll að það þarf að fara í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er enginn felurleikur með það. Það hefur komið fram og við höfum vitað það lengi. Það var farið í framkvæmdir síðasta sumar og það verður farið í framkvæmdir núna í sumar.“ Það fari fram kennsla í haust. Það liggi alveg fyrir. „Það verður svo sannarlega skólaár hér í MS og við viljum fá sem flesta til að sækja um líka.“
Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira