Fulltrúar fjórðungs fullvalda ríkja heims á leið til Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2023 19:30 Íslenska ríkið hefur leigt 40 bifreiðar og mun að auki nota bíla úr flota ráðuneytanna til að flytja fimmtíu háttsetta fulltrúa 45 aðildarríkja Evrópuráðsins og fimm fulltrúa áheyrnarríkja ásamt forystufólki alþjóðlegra stofnana á milli staða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér um skipulag flutninganna og nýtur aðstoðar lögreglu frá hinum Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm Von er á fulltrúum fjórðungs allra fullvalda ríkja í heiminum á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku. Þetta verður lang stærsti viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi og kallar á samvinnu fjölda ráðuneyta og nær alls lögregluliðs landsins. Stór hluti þjóðarleiðtoganna mun lenda á Reykjavíkurflugvelli. Til að minnka kolefnissporið ætla margir að deila flugvél. En einhvern veginn þarf að koma þeim öllum til skila niður í Hörpu og til þess bíður stór bílafloti á flugvellinum. Ragnar Þorvarðarson framkvæmdastjóri leiðtogafundarins segir í mörg horn að líta við undirbúning á svo stórum fundi.Stöð 2/Arnar „Það hefur verið í mörg horn að líta í skipulagningunni. Við höfum leigt fjöldan allan af bílum. Erum búin að leigja 42 bíla undir leiðtogana. Nýtum svo bíla sem stjórnarráðið á undir rest. Síðan erum við með ýmsa bíla frá bílaleigum sem eru undir sendinefndir,” segir Ragnar Þorvarðarson sem er framkvæmdastjóri fundarins í utanríkisráðuneytinu. Þess sjást víða merki í Reykjavík að það styttist í leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu í næstu viku. Þannig hefur eftirlitsmyndavélum í borginni verið fjölgað og umferð um stóran hluta miðborgarinnar verður takmörkuð strax klukkan 23 á mánudagskvöld, kvöldið fyrir upphaf fundarins. Leiðtogarnir koma á mismunandi tímum, flestir fyrripart þriðjudags. Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð frá kl 23:00 á mánudagskvöld fram til 18:00 á miðvikudag. Einnig verða takmarkanir á gangandi umferð næst Hörpu.Grafík/Sara „Áhersla hefur verið lögð á að nýta hverja mínútu. Það er ekki á hverjum degi sem þessir leiðtogar koma saman í eigin persónu. Þau munu sitja saman og ræða krefjandi mál, meðal annars tengd Úkraínu á fyrri deginum,“ segir Ragnar. Auk þess ávarpa leiðtogarnir allir opnunarathöfn í Eldborg. Á seinni deginum verður síðan stór sameiginlegur fundur og fimm fundir þar sem leiðtogunum verður skipt í hópa. Þeir munu einnig nýta tækifærið til tvígliða funda. Búast má við röskun á umferð í borginni og nágrenni hennar bæði vegna umfangsmikillar lokunar gatna í miðborginni og vegna flutnings á leiðtogum og sendinefndum til og frá Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm „Þar sem forsetar og forsætisráðherrar frá tveimur mismunandi ríkjum setjast niður og ræða saman um þau mál sem brenna á þeim,“ segir Ragnar. Nú er staðfest að 40 leiðtogar og fimm utanríkisráðherrar fyrir hönd sinna leiðtoga mæta á fundinn, ásamt fultrúum fimm áheyrnarríkja og leiðtogum Evrópusambandsins. Samtals sextíu sendinefndir. „Með þessum fimmtíu ríkjum sem eru að koma hingað verða hér á Íslandi í næstu viku fulltrúar fjórðungs allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Fjórðungs allra fullvalda ríkja í heiminum,“ segir Ragnar Þorvarðarson. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Íslandsvinir Tengdar fréttir Örfáir þjóðarleiðtogar ekki boðað komu sína Leiðtogar rúmlega fjörutíu af 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa boðað komu sína hingað til lands í næstu viku. Þeirra á meðal eru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Komist leiðtogar ekki á fundinn mæta í flestum tilfellum utanríkisráðherrar í þeirra stað. 9. maí 2023 14:53 Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32 Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27 Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stór hluti þjóðarleiðtoganna mun lenda á Reykjavíkurflugvelli. Til að minnka kolefnissporið ætla margir að deila flugvél. En einhvern veginn þarf að koma þeim öllum til skila niður í Hörpu og til þess bíður stór bílafloti á flugvellinum. Ragnar Þorvarðarson framkvæmdastjóri leiðtogafundarins segir í mörg horn að líta við undirbúning á svo stórum fundi.Stöð 2/Arnar „Það hefur verið í mörg horn að líta í skipulagningunni. Við höfum leigt fjöldan allan af bílum. Erum búin að leigja 42 bíla undir leiðtogana. Nýtum svo bíla sem stjórnarráðið á undir rest. Síðan erum við með ýmsa bíla frá bílaleigum sem eru undir sendinefndir,” segir Ragnar Þorvarðarson sem er framkvæmdastjóri fundarins í utanríkisráðuneytinu. Þess sjást víða merki í Reykjavík að það styttist í leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu í næstu viku. Þannig hefur eftirlitsmyndavélum í borginni verið fjölgað og umferð um stóran hluta miðborgarinnar verður takmörkuð strax klukkan 23 á mánudagskvöld, kvöldið fyrir upphaf fundarins. Leiðtogarnir koma á mismunandi tímum, flestir fyrripart þriðjudags. Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð frá kl 23:00 á mánudagskvöld fram til 18:00 á miðvikudag. Einnig verða takmarkanir á gangandi umferð næst Hörpu.Grafík/Sara „Áhersla hefur verið lögð á að nýta hverja mínútu. Það er ekki á hverjum degi sem þessir leiðtogar koma saman í eigin persónu. Þau munu sitja saman og ræða krefjandi mál, meðal annars tengd Úkraínu á fyrri deginum,“ segir Ragnar. Auk þess ávarpa leiðtogarnir allir opnunarathöfn í Eldborg. Á seinni deginum verður síðan stór sameiginlegur fundur og fimm fundir þar sem leiðtogunum verður skipt í hópa. Þeir munu einnig nýta tækifærið til tvígliða funda. Búast má við röskun á umferð í borginni og nágrenni hennar bæði vegna umfangsmikillar lokunar gatna í miðborginni og vegna flutnings á leiðtogum og sendinefndum til og frá Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm „Þar sem forsetar og forsætisráðherrar frá tveimur mismunandi ríkjum setjast niður og ræða saman um þau mál sem brenna á þeim,“ segir Ragnar. Nú er staðfest að 40 leiðtogar og fimm utanríkisráðherrar fyrir hönd sinna leiðtoga mæta á fundinn, ásamt fultrúum fimm áheyrnarríkja og leiðtogum Evrópusambandsins. Samtals sextíu sendinefndir. „Með þessum fimmtíu ríkjum sem eru að koma hingað verða hér á Íslandi í næstu viku fulltrúar fjórðungs allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Fjórðungs allra fullvalda ríkja í heiminum,“ segir Ragnar Þorvarðarson.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Íslandsvinir Tengdar fréttir Örfáir þjóðarleiðtogar ekki boðað komu sína Leiðtogar rúmlega fjörutíu af 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa boðað komu sína hingað til lands í næstu viku. Þeirra á meðal eru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Komist leiðtogar ekki á fundinn mæta í flestum tilfellum utanríkisráðherrar í þeirra stað. 9. maí 2023 14:53 Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32 Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27 Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Örfáir þjóðarleiðtogar ekki boðað komu sína Leiðtogar rúmlega fjörutíu af 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa boðað komu sína hingað til lands í næstu viku. Þeirra á meðal eru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Komist leiðtogar ekki á fundinn mæta í flestum tilfellum utanríkisráðherrar í þeirra stað. 9. maí 2023 14:53
Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32
Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27
Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent