Sjöunda barn DeNiro komið í heiminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2023 18:47 DeNiro er orðinn sjö barna faðir. Getty/Barry Brecheisen Leikarinn Robert DeNiro greindi frá því í viðtali í gær að hann væri nýbúinn að eignast sitt sjöunda barn. Sjálfur verður DeNiro áttræður í ágúst en það er ekki enn vitað hvað barnið heitir né hver móðir þess er. Í viðtali ET Canada við DeNiro vegna myndarinnar About My Father voru börn leikarans til umræðu. Þegar spyrillinn nefndi að DeNiro væri sex barna faðir var leikarinn fljótur að leiðrétta það og sagði að börnin væru sjö talsins þar sem hann væri nýbúinn að eignast barn. Hins vegar kom ekkert meira fram um barnið, hvorki nafn þess né kyn eða hver móðir þess væri. Slúðurmiðlar vestanhafs hafa varpað þeirri kenningu fram að móðir barnsins sé Tiffany Chen, Tai Chi leiðbeinandi, en orðrómar um samband hennar og DeNiro hafa gengið frá árinu 2021. Fyrir á DeNiro sex börn með þremur konum og þar að auki fjögur barnabörn. Hálfrar aldar munur milli elsta barnsins og þess yngsta Með fyrstu eiginkonu sinni, Diane Abbott, eignaðist DeNiro soninn Raphael árið 1976. Þar að auki ættleiddi hann Drenu, dóttur Abbott úr fyrra sambandi, en hún er fædd árið 1971. Það er því um hálfrar aldar munur á yngsta barni DeNiro og þeim elstu tveimur. Raphael á þrjú börn og Drena einn son svo nýjasta barn DeNiro er líka yngra en öll barnabörnin sem hann á fyrir. Með kærustu sinni Toukie Smith eignaðist DeNiro tvíburana Julian og Aaron árið 1995 og með seinni eiginkonu sinni Grace Hightower eignaðist hann soninn Elliot árið 1998 og Helen Grace árið 2011. Það má því segja að börn DeNiro séu á öllum aldri. Í viðtalinu við ET sagði DeNiro að hann væri ekki svalur faðir og minntist á að börnin ættu oft til að vera ósammála honum. Hann sagðist rífast reglulega við yngstu dóttur sína jafnvel þó hann dýrkaði hana. Þá væri eflaust von á meiri átökum með tilkomu nýjasta erfingjans. Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Í viðtali ET Canada við DeNiro vegna myndarinnar About My Father voru börn leikarans til umræðu. Þegar spyrillinn nefndi að DeNiro væri sex barna faðir var leikarinn fljótur að leiðrétta það og sagði að börnin væru sjö talsins þar sem hann væri nýbúinn að eignast barn. Hins vegar kom ekkert meira fram um barnið, hvorki nafn þess né kyn eða hver móðir þess væri. Slúðurmiðlar vestanhafs hafa varpað þeirri kenningu fram að móðir barnsins sé Tiffany Chen, Tai Chi leiðbeinandi, en orðrómar um samband hennar og DeNiro hafa gengið frá árinu 2021. Fyrir á DeNiro sex börn með þremur konum og þar að auki fjögur barnabörn. Hálfrar aldar munur milli elsta barnsins og þess yngsta Með fyrstu eiginkonu sinni, Diane Abbott, eignaðist DeNiro soninn Raphael árið 1976. Þar að auki ættleiddi hann Drenu, dóttur Abbott úr fyrra sambandi, en hún er fædd árið 1971. Það er því um hálfrar aldar munur á yngsta barni DeNiro og þeim elstu tveimur. Raphael á þrjú börn og Drena einn son svo nýjasta barn DeNiro er líka yngra en öll barnabörnin sem hann á fyrir. Með kærustu sinni Toukie Smith eignaðist DeNiro tvíburana Julian og Aaron árið 1995 og með seinni eiginkonu sinni Grace Hightower eignaðist hann soninn Elliot árið 1998 og Helen Grace árið 2011. Það má því segja að börn DeNiro séu á öllum aldri. Í viðtalinu við ET sagði DeNiro að hann væri ekki svalur faðir og minntist á að börnin ættu oft til að vera ósammála honum. Hann sagðist rífast reglulega við yngstu dóttur sína jafnvel þó hann dýrkaði hana. Þá væri eflaust von á meiri átökum með tilkomu nýjasta erfingjans.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira