Tryggvi fluttur til kæró í Eyjum og lýsir boltanum Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2023 15:25 Tryggvi Guðmundsson í Herjólfi. Kominn til Eyja og byrjaður að skrifa um fótboltaleiki fyrir fotbolti.net. Hann segir enga hættu á því að skrifin verði bullandi hlutdræg. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti knattspyrnumaður á Íslandi frá upphafi, er óhræddur við að taka takast á við ný verkefni. Hann hefur nú tekið að sér að fjalla um leiki ÍBV í sumar fyrir knattspyrnuvefinn fotbolti.net. „Þannig er mál með vexti að ég flutti til Vestmannaeyja aftur og hef náttúrlega starfað fyrir fótbolta.net áður en ekki kannski akkúrat við þetta. Ég þekki Hafliða Breiðfjörð ritstjóra mjög vel og heyri í honum reglulega. Ég sló á þráðinn til hans, fyrst ég væri kominn til Eyja, hvort ég ætti ekki bara að fjalla um leikina hér fyrir fótbolti.net sem ég gerði í fyrsta skipti í gær,“ segir Tryggvi í samtali við Vísi. Djúpa laugin sem er ekkert svo djúp Markahrókurinn og nú íþróttafréttamaðurinn segir að fotbolti.net hafi oft átt erfitt með að manna skrifin frá Eyjum og þurft að senda menn alla leið úr borginni til að skrifa um þetta. „Ég þykist vita eitthvað um þessa íþrótt, hélt að þetta væri fín hugmynd og Hafliði var því sammála. Ég mun sem sagt hér eftir, nema ég geri allt of margar skyssur, fjalla um alla heimaleiki ÍBV það sem eftir lifir tímabils. Ég held að frumraun mín hafi verið í lagi.“ Leikurinn í gær, ÍBV gegn toppliði Víkings, var grjótharður og þjálfarinn Hermann Hreiðarsson alveg hoppandi illur og hafði að þessu sinni fulla ástæðu til. Víkingar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndu uppbótartíma. Hádramatískt augnablik eins og sjá má að neðan. „Já, þetta var heimaleikur númer tvö. Þeir sendu einn úr bænum til að skrifa um leik númer eitt sem var gegn Breiðablik. Þá var ég fluga á vegg að fylgjast með því hvernig hann bar sig að, og skrifaði niður punkta. Nú var það bara að hoppa út í djúpu laugina, sem var kannski ekkert svakalega djúp en ég held að mér hafi tekist ágætlega til og mér finnst þetta skemmtilegt.“ Ekki alveg blautur á bak við eyrun Tryggvi er ekki ókunnugur fjölmiðlarekstri. Hann hefur starfað á þeim nokkrum en þá á auglýsingadeildinni. Og þá hafa verið hæg heimatökin fyrir íþróttadeildina að kalla hann inn sem álitsgjafa; á Skjá einum, RÚV og Stöð 2 Sport. Þannig að hann kemur ekki alveg blautur á bak við eyrun að þessu. „En ég hef ekki lýst leikjum. Það er allt öðru vísi. Nú er ég að skrifa um leiki og taka viðtöl. Það hef ég ekki gert áður og er alveg nýtt fyrir mig.“ En þú ert harla ánægður með þig, ert að finna þig vel í þessu nýja hlutverki? „Jájá. Ég hef alltaf verið ágætur í kjaftinum en nú er spurning hvernig ég er sem penni.“ Tryggvi hefur eitthvað fengist við þjálfun undanfarin árin og hitt og þetta í Reykjavík. „Var í hinu og þessu í Reykjavík. En það var ýmislegt sem togaði í mig og eftir að ég flutti aftur til Eyja hef ég verði að fást við þjálfun hjá ÍBV. Og ýmislegt að gerast. Kærastan er að spila með kvennaliði ÍBV og svo er ég enn að leita mér að vinnu því þetta er nú bara eitthvað til hliðar, þjálfun og þetta nýja hjá fotbolti.net.“ Kærasta Tryggva er Kristín Erna Sigurlásdóttir, Eyjamær sem skorar mörk fyrir ÍBV. Fimmtíu mörk í 156 leikjum í efstu deild. Markadrottning eins og kærastinn. Engin hætta á hlutdrægni Þú kannski hyggur á frekari frama í blaðamennskunni? „Nei, eða, það er nú bara einn leikur búinn. Ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Ef ég tek eitthvað að mér og ég hef á tilfinningunni að það sé ekki alveg að ganga upp hjá mér, kem ég mér undan því á einhvern hátt. En þetta er mjög gaman og þetta er mitt aðal áhugamál. Kannski að þetta viðtal komi einhverju í gang,“ segir Tryggvi á léttum nótum, spurður hvort hann sé farinn að leita hófana hjá stærri fréttastofum. En er engin hætta á því að þú verðir bullandi hlutdrægur í sínum skrifum um leiki ÍBV? „Nei, alls ekki. Það er bannað í þessu. Ég er bara þarna sem blaðamaður og skrifa það hvernig ég upplifi leikinn. Ég þarf að velja besta leikmanninn, þann næstbesta og svo einhvern sem átti mjög vondan dag. Ég bara skrifa um það sem ég sé. Svo á ég son í deildinni, sem spilar fyrir Val. Ég er strax farinn að hlakka til að skrifa um ÍBV-Valur. Og svo er ekki langt í ÍBV-FH, ég hef líka taugar til Fimleikafélagsins. En það er ekki hægt að hugsa svona, Ég þykist hafa eitthvað vit á þessu og skrifa bara um leikina eins og þeir koma mér fyrir sjónir.“ Besta deild karla Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira
„Þannig er mál með vexti að ég flutti til Vestmannaeyja aftur og hef náttúrlega starfað fyrir fótbolta.net áður en ekki kannski akkúrat við þetta. Ég þekki Hafliða Breiðfjörð ritstjóra mjög vel og heyri í honum reglulega. Ég sló á þráðinn til hans, fyrst ég væri kominn til Eyja, hvort ég ætti ekki bara að fjalla um leikina hér fyrir fótbolti.net sem ég gerði í fyrsta skipti í gær,“ segir Tryggvi í samtali við Vísi. Djúpa laugin sem er ekkert svo djúp Markahrókurinn og nú íþróttafréttamaðurinn segir að fotbolti.net hafi oft átt erfitt með að manna skrifin frá Eyjum og þurft að senda menn alla leið úr borginni til að skrifa um þetta. „Ég þykist vita eitthvað um þessa íþrótt, hélt að þetta væri fín hugmynd og Hafliði var því sammála. Ég mun sem sagt hér eftir, nema ég geri allt of margar skyssur, fjalla um alla heimaleiki ÍBV það sem eftir lifir tímabils. Ég held að frumraun mín hafi verið í lagi.“ Leikurinn í gær, ÍBV gegn toppliði Víkings, var grjótharður og þjálfarinn Hermann Hreiðarsson alveg hoppandi illur og hafði að þessu sinni fulla ástæðu til. Víkingar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndu uppbótartíma. Hádramatískt augnablik eins og sjá má að neðan. „Já, þetta var heimaleikur númer tvö. Þeir sendu einn úr bænum til að skrifa um leik númer eitt sem var gegn Breiðablik. Þá var ég fluga á vegg að fylgjast með því hvernig hann bar sig að, og skrifaði niður punkta. Nú var það bara að hoppa út í djúpu laugina, sem var kannski ekkert svakalega djúp en ég held að mér hafi tekist ágætlega til og mér finnst þetta skemmtilegt.“ Ekki alveg blautur á bak við eyrun Tryggvi er ekki ókunnugur fjölmiðlarekstri. Hann hefur starfað á þeim nokkrum en þá á auglýsingadeildinni. Og þá hafa verið hæg heimatökin fyrir íþróttadeildina að kalla hann inn sem álitsgjafa; á Skjá einum, RÚV og Stöð 2 Sport. Þannig að hann kemur ekki alveg blautur á bak við eyrun að þessu. „En ég hef ekki lýst leikjum. Það er allt öðru vísi. Nú er ég að skrifa um leiki og taka viðtöl. Það hef ég ekki gert áður og er alveg nýtt fyrir mig.“ En þú ert harla ánægður með þig, ert að finna þig vel í þessu nýja hlutverki? „Jájá. Ég hef alltaf verið ágætur í kjaftinum en nú er spurning hvernig ég er sem penni.“ Tryggvi hefur eitthvað fengist við þjálfun undanfarin árin og hitt og þetta í Reykjavík. „Var í hinu og þessu í Reykjavík. En það var ýmislegt sem togaði í mig og eftir að ég flutti aftur til Eyja hef ég verði að fást við þjálfun hjá ÍBV. Og ýmislegt að gerast. Kærastan er að spila með kvennaliði ÍBV og svo er ég enn að leita mér að vinnu því þetta er nú bara eitthvað til hliðar, þjálfun og þetta nýja hjá fotbolti.net.“ Kærasta Tryggva er Kristín Erna Sigurlásdóttir, Eyjamær sem skorar mörk fyrir ÍBV. Fimmtíu mörk í 156 leikjum í efstu deild. Markadrottning eins og kærastinn. Engin hætta á hlutdrægni Þú kannski hyggur á frekari frama í blaðamennskunni? „Nei, eða, það er nú bara einn leikur búinn. Ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Ef ég tek eitthvað að mér og ég hef á tilfinningunni að það sé ekki alveg að ganga upp hjá mér, kem ég mér undan því á einhvern hátt. En þetta er mjög gaman og þetta er mitt aðal áhugamál. Kannski að þetta viðtal komi einhverju í gang,“ segir Tryggvi á léttum nótum, spurður hvort hann sé farinn að leita hófana hjá stærri fréttastofum. En er engin hætta á því að þú verðir bullandi hlutdrægur í sínum skrifum um leiki ÍBV? „Nei, alls ekki. Það er bannað í þessu. Ég er bara þarna sem blaðamaður og skrifa það hvernig ég upplifi leikinn. Ég þarf að velja besta leikmanninn, þann næstbesta og svo einhvern sem átti mjög vondan dag. Ég bara skrifa um það sem ég sé. Svo á ég son í deildinni, sem spilar fyrir Val. Ég er strax farinn að hlakka til að skrifa um ÍBV-Valur. Og svo er ekki langt í ÍBV-FH, ég hef líka taugar til Fimleikafélagsins. En það er ekki hægt að hugsa svona, Ég þykist hafa eitthvað vit á þessu og skrifa bara um leikina eins og þeir koma mér fyrir sjónir.“
Besta deild karla Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira