Besta upphitunin: Gunnhildur Yrsa í tveimur vinnum auk fótboltans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2023 15:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sæunn Björnsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni. stöð 2 sport Þriðja umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld. Til að hita upp fyrir hana fékk Helena Ólafsdóttir til sín góða gesti, Stjörnukonuna Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Þróttarann Sæunni Björnsdóttur. Gunnhildur er kominn aftur í Stjörnuna eftir ellefu ára fjarveru og farsælan feril í atvinnumennsku. Hún er ekkert komin heim til að slaka á þótt hún hafi viljað losna við hið mikla álag sem er í Bandaríkjunum, þar sem hún spilaði síðast. „Þetta var rétti tíminn. Líkaminn aðeins að gefa sig og mikil ferðalög í Bandaríkjunum og mikið álag. Ég vildi halda áfram að spila og ef ég ætlaði að gera það þurfti ég að minnka aðeins álagið. Ég vildi líka fara að vinna. Ég vildi ekki bara hafa fótbolta, hafa meira að gera og fá festu í lífið. Og planið var alltaf að enda ferilinn í Stjörnunni,“ sagði Gunnhildur sem vinnur svo sannarlega en hún er í tveimur vinnum. „Ég vinn í Tækniskólanum og svo er ég yfirþjálfari hjá Öspinni. Það er langt síðan ég hef unnið fyrir utan fótboltann þannig ég er bara spennt, með mikla orku og vil gefa af mér.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 3. umferð Sæunn er í stóru hlutverki hjá Þrótti sem hefur verið í sókn á undanförnum árum. Hún kom til Þróttar frá Haukum, með millilendingu í Fylki. Hún leyfir sér að dreyma um atvinnumennsku. „Jájá, sérstaklega þegar maður sér jafnaldra sína og leikmenn sem maður spilaði á móti og ólst upp með, eins og Alexöndru [Jóhannsdóttur], Karólínu [Leu Vilhjálmsdóttur] og Sveindísi [Jane Jónsdóttur] sem eru að lifa drauminn. Það er ekkert sem mér finnst rosa fjarstætt,“ sagði laganeminn Sæunn. „Maður getur séð sig fara út en svo er skóli og vinna sem maður þarf að hugsa út í. Þetta eru tveir pólar en eitthvað kæmi upp myndi maður hugsa út í það.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Gunnhildur er kominn aftur í Stjörnuna eftir ellefu ára fjarveru og farsælan feril í atvinnumennsku. Hún er ekkert komin heim til að slaka á þótt hún hafi viljað losna við hið mikla álag sem er í Bandaríkjunum, þar sem hún spilaði síðast. „Þetta var rétti tíminn. Líkaminn aðeins að gefa sig og mikil ferðalög í Bandaríkjunum og mikið álag. Ég vildi halda áfram að spila og ef ég ætlaði að gera það þurfti ég að minnka aðeins álagið. Ég vildi líka fara að vinna. Ég vildi ekki bara hafa fótbolta, hafa meira að gera og fá festu í lífið. Og planið var alltaf að enda ferilinn í Stjörnunni,“ sagði Gunnhildur sem vinnur svo sannarlega en hún er í tveimur vinnum. „Ég vinn í Tækniskólanum og svo er ég yfirþjálfari hjá Öspinni. Það er langt síðan ég hef unnið fyrir utan fótboltann þannig ég er bara spennt, með mikla orku og vil gefa af mér.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 3. umferð Sæunn er í stóru hlutverki hjá Þrótti sem hefur verið í sókn á undanförnum árum. Hún kom til Þróttar frá Haukum, með millilendingu í Fylki. Hún leyfir sér að dreyma um atvinnumennsku. „Jájá, sérstaklega þegar maður sér jafnaldra sína og leikmenn sem maður spilaði á móti og ólst upp með, eins og Alexöndru [Jóhannsdóttur], Karólínu [Leu Vilhjálmsdóttur] og Sveindísi [Jane Jónsdóttur] sem eru að lifa drauminn. Það er ekkert sem mér finnst rosa fjarstætt,“ sagði laganeminn Sæunn. „Maður getur séð sig fara út en svo er skóli og vinna sem maður þarf að hugsa út í. Þetta eru tveir pólar en eitthvað kæmi upp myndi maður hugsa út í það.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira