Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2023 13:56 Adomas Drungilas ræðir við Davíð Tómas Tómasson sem hefur oftar en einu sinni komið við sögu þegar Drungilas hefur látið olnbogana tala. vísir/bára Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Drungilas hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að hann sló til Kristófers Acox í fyrsta leik Vals og Tindastóls á laugardaginn. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi og gáfu síðan Drungilas óíþróttamannslega villu. Dómaranefnd KKÍ vísaði atvikinu hins vegar til aga- og úrskurðarnefndar sem ákvað að aðhafast ekkert í málinu. Drungilas slapp því við bann og getur tekið þátt í leiknum í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Drungilas kemst í kast við körfuboltalögin þau tvö tímabil sem hann hefur leikið hér á landi. Samtals hefur hann verið dæmdur í sjö leikja bann. Í mars 2021 var Drungilas dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá til Breka Gylfasonar, leikmanns Hauka í leik gegn Þór Þ. í 14. umferð Subway-deildarinnar. Seinna í sama mánuði fékk Drungilas tveggja leikja bann fyrir að gefa Stjörnumanninum Mirza Saralilja olnbogaskot. Klippa: Olnbogaskot Drungilas Tveimur mánuðum síðar var Drungilas úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að gefa Guy Edi, leikmanni Þórs frá Akureyri, olnbogaskot í Þórsslag í Þorlákshöfn. Fyrir vikið missti hann af fyrstu þremur leikjum Þórs í úrslitakeppninni. Drungilas varð Íslandsmeistari með Þór vorið 2021 og var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Drungilas sneri aftur til Íslands í fyrra og gekk í raðir Tindastóls. Og í 1. umferð Subway-deildarinnar á þessu tímabili mætti hann Keflavík og Dominykas Milka en þeir elduðu grátt silfur í úrslitunum 2021. Í leik Keflavíkur og Tindastóls í byrjun október var Drungilas hent út úr húsi fyrir að gefa Milka olnbogaskot. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins leiks bann. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Drungilas hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að hann sló til Kristófers Acox í fyrsta leik Vals og Tindastóls á laugardaginn. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi og gáfu síðan Drungilas óíþróttamannslega villu. Dómaranefnd KKÍ vísaði atvikinu hins vegar til aga- og úrskurðarnefndar sem ákvað að aðhafast ekkert í málinu. Drungilas slapp því við bann og getur tekið þátt í leiknum í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Drungilas kemst í kast við körfuboltalögin þau tvö tímabil sem hann hefur leikið hér á landi. Samtals hefur hann verið dæmdur í sjö leikja bann. Í mars 2021 var Drungilas dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá til Breka Gylfasonar, leikmanns Hauka í leik gegn Þór Þ. í 14. umferð Subway-deildarinnar. Seinna í sama mánuði fékk Drungilas tveggja leikja bann fyrir að gefa Stjörnumanninum Mirza Saralilja olnbogaskot. Klippa: Olnbogaskot Drungilas Tveimur mánuðum síðar var Drungilas úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að gefa Guy Edi, leikmanni Þórs frá Akureyri, olnbogaskot í Þórsslag í Þorlákshöfn. Fyrir vikið missti hann af fyrstu þremur leikjum Þórs í úrslitakeppninni. Drungilas varð Íslandsmeistari með Þór vorið 2021 og var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Drungilas sneri aftur til Íslands í fyrra og gekk í raðir Tindastóls. Og í 1. umferð Subway-deildarinnar á þessu tímabili mætti hann Keflavík og Dominykas Milka en þeir elduðu grátt silfur í úrslitunum 2021. Í leik Keflavíkur og Tindastóls í byrjun október var Drungilas hent út úr húsi fyrir að gefa Milka olnbogaskot. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins leiks bann. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira