„Ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. maí 2023 12:44 Viktor hefur farið í eina skurðaðgerð þegar hann lét lagfæra nefið. Fegrunaraðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi og sérfræðingar segja áhyggjuefni að æ yngra fólk virðist leita í slíkar aðgerðir. Skurðaðgerðir eru eins og gefur auga leið ekki hættulausar og á dögunum bárust fréttir af því að áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ashten G sem þekkt var fyrir líkindi sín og Kim Kardashian hafi látist eftir hjartaáfall sem hún fékk í kjölfar lýtaaðgerðar. Hjúkrunarfræðingurinn Viktor Heiðdal Andersen hefur undirgengist fegrunaraðgerðir og er ófeiminn að tjá sig um þær. Hann segir að fólk sem kýs að fara í slíkar aðgerðir séu oft ekki nægilega vel upplýst um hætturnar sem geta fylgt. „Örvæntingin spilar oft inn í, þessi pressa um hvernig þú átt að líta út og fólk fer mögulega í einhverja rörsýn og vill bara fara í þessa aðgerð sama hvað. Maður verður líka að horfa á þetta með gagnrúnum augum og margar aðgerðir eru auðvitað áhættusamar,“ segir Viktor sem fór sjálfur í sína fyrstu fegrunaraðgerð aðeins átján ára gamall. Þá lét hann setja fylliefni í varirnar á sér og segir að hann hafi ekki stoppað síðan. Hann fer til að mynda reglulega í fylliefnismeðferðir. Fór í varanlega efni og það voru mistök „Ég hef farið í eina skurðaðgerð og það var nefaðgerð fyrir næstum því tíu árum síðan. Annars eru fleiri á leiðinni núna,“ segir Viktor en hann man eftir því sem fimm ára barn að vilja breyta allskonar hlutum við sjálfan sig þegar hann horfði í spegil. Hann vissi alltaf að hann myndi vilja fara í svona aðgerðir.“ Hann segist hafa gert ákveðin mistök í öllu þessu ferli og á þessum tíma og það var þegar hann fékk sér varanleg fyllingarefni. „Ég þarf að fara í aðgerð á næstunni út af þessu og láta fjarlægja þetta. Ég hef verið að fresta henni en og er svolítið stressaður, þar sem ég hef aldrei farið í þannig aðgerð, að laga mistök.“ Fyllingarefni hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og Viktor segir mikilvægt að fólk átti sig á því að þau eru ekki hættulaus. „Fyllingarefnin geta blokkerað æð og stoppað blóðflæðið til ákveðinna líkamshluta. Svo er hægt að sting á taug og það gæti lamað vöðvana. Ef þú færð bótox í vitlausa vöðva verður niðurstaðan ekki góð. Það eru fjórir mánuðir síðan ég fór síðast í bótox og ég er farinn að geta hreyft andlitið fullmikið fyrir minn smekk. Ég veit ekki alveg af hverju ég er svona, ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig og hef í raun ekki svarið við þessu, af hverju ég fer í svona aðgerðir,“ segir Viktor en hér að ofan má horfa á innslag í Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2. Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Skurðaðgerðir eru eins og gefur auga leið ekki hættulausar og á dögunum bárust fréttir af því að áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ashten G sem þekkt var fyrir líkindi sín og Kim Kardashian hafi látist eftir hjartaáfall sem hún fékk í kjölfar lýtaaðgerðar. Hjúkrunarfræðingurinn Viktor Heiðdal Andersen hefur undirgengist fegrunaraðgerðir og er ófeiminn að tjá sig um þær. Hann segir að fólk sem kýs að fara í slíkar aðgerðir séu oft ekki nægilega vel upplýst um hætturnar sem geta fylgt. „Örvæntingin spilar oft inn í, þessi pressa um hvernig þú átt að líta út og fólk fer mögulega í einhverja rörsýn og vill bara fara í þessa aðgerð sama hvað. Maður verður líka að horfa á þetta með gagnrúnum augum og margar aðgerðir eru auðvitað áhættusamar,“ segir Viktor sem fór sjálfur í sína fyrstu fegrunaraðgerð aðeins átján ára gamall. Þá lét hann setja fylliefni í varirnar á sér og segir að hann hafi ekki stoppað síðan. Hann fer til að mynda reglulega í fylliefnismeðferðir. Fór í varanlega efni og það voru mistök „Ég hef farið í eina skurðaðgerð og það var nefaðgerð fyrir næstum því tíu árum síðan. Annars eru fleiri á leiðinni núna,“ segir Viktor en hann man eftir því sem fimm ára barn að vilja breyta allskonar hlutum við sjálfan sig þegar hann horfði í spegil. Hann vissi alltaf að hann myndi vilja fara í svona aðgerðir.“ Hann segist hafa gert ákveðin mistök í öllu þessu ferli og á þessum tíma og það var þegar hann fékk sér varanleg fyllingarefni. „Ég þarf að fara í aðgerð á næstunni út af þessu og láta fjarlægja þetta. Ég hef verið að fresta henni en og er svolítið stressaður, þar sem ég hef aldrei farið í þannig aðgerð, að laga mistök.“ Fyllingarefni hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og Viktor segir mikilvægt að fólk átti sig á því að þau eru ekki hættulaus. „Fyllingarefnin geta blokkerað æð og stoppað blóðflæðið til ákveðinna líkamshluta. Svo er hægt að sting á taug og það gæti lamað vöðvana. Ef þú færð bótox í vitlausa vöðva verður niðurstaðan ekki góð. Það eru fjórir mánuðir síðan ég fór síðast í bótox og ég er farinn að geta hreyft andlitið fullmikið fyrir minn smekk. Ég veit ekki alveg af hverju ég er svona, ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig og hef í raun ekki svarið við þessu, af hverju ég fer í svona aðgerðir,“ segir Viktor en hér að ofan má horfa á innslag í Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2.
Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira