Drungilas slapp við bann og spilar í Síkinu í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2023 10:05 Adomas Drungilas verður með í Síkinu í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Nú er orðið ljóst að Adomas Drungilas verður ekki dæmdur í leikbann fyrir brot sitt á Kristófer Acox í fyrsta leik úrslitaeinvígis Tindastóls og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Drungilas fékk óíþróttamannslega villu snemma í seinni hálfleik á laugardaginn, eftir að olnbogi hans fór í höfuð Kristófers. Sá síðarnefndi þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi áður en þeir veittu Drungilas óíþróttamannslega villu. Engu að síður ákvað dómaranefnd KKÍ að vísa atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem nú hefur vísað málinu frá. Atvikið var skoðað vandlega í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik og má sjá það hér að neðan. Annar leikur einvígisins verður spilaður í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Fjöldi sérfræðinga ósammála dómnum á laugardag Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar segir að þar sem að dómarar leiksins hafi sannarlega séð atvikið, og skoðað það nánar í endursýningu á keppnisstað, sé nefndin bundin af ákvörðun dómara leiksins. Því var kærunni vísað frá. Í úskurðinum segir að dómaranefnd KKÍ hafi leitað álits sérfræðinga til að meta alvarleika atviksins, og að flestir þeirra hafi verið erlendir FIBA-vottaðir dómaraleiðbeinendur. Af 23 sérfræðingum sem mátu atvikið var aðeins einn sem mat það með sama hætti og dómararnir á laugardag, það er að segja þannig að dæma ætti óíþróttamannslega villu. Átján mátu það þannig að um brottrekstrarvillu væri að ræða og fjórir að um óíþróttamannslega eða brottrekstrarvillu væri að ræða, það er að segja að til að uppfæra í brottrekstrarvillu þyrfti að skoða annað samhengi en brottrekstrarvilla væri vel réttlætanleg. Einn meðlimur dómaranefndar ekki með tengsl við Val Ljóst er að ákvörðun dómaranefndar um að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar fór illa í margan Skagfirðinginn. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, sá að minnsta kosti ástæðu til þess að hvetja fólk til stillingar, og að beina orku sinni í jákvæðan farveg. Í greinargerð körfuknattleiksdeildar Tindastóls um málið segir að dómaranefnd hafi í raun verið óstarfhæf í ljósi þess að tveir af þremur meðlimum hennar hafi sagt sig frá málinu vegna tengsla við Val, en það voru þeir Jón Bender formaður og Rögnvaldur Hreiðarsson. Eftir stóð Aðalsteinn Hrafnkelsson. Aganefnd hafnar því á þeirri forsendu að hún sé ekki æðri en dómaranefnd og hafi því ekki úrskurðarvald um hvenær og hvort dómaranefnd KKÍ sé ályktunarbær. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58 Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00 Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Drungilas fékk óíþróttamannslega villu snemma í seinni hálfleik á laugardaginn, eftir að olnbogi hans fór í höfuð Kristófers. Sá síðarnefndi þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi áður en þeir veittu Drungilas óíþróttamannslega villu. Engu að síður ákvað dómaranefnd KKÍ að vísa atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem nú hefur vísað málinu frá. Atvikið var skoðað vandlega í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik og má sjá það hér að neðan. Annar leikur einvígisins verður spilaður í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Fjöldi sérfræðinga ósammála dómnum á laugardag Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar segir að þar sem að dómarar leiksins hafi sannarlega séð atvikið, og skoðað það nánar í endursýningu á keppnisstað, sé nefndin bundin af ákvörðun dómara leiksins. Því var kærunni vísað frá. Í úskurðinum segir að dómaranefnd KKÍ hafi leitað álits sérfræðinga til að meta alvarleika atviksins, og að flestir þeirra hafi verið erlendir FIBA-vottaðir dómaraleiðbeinendur. Af 23 sérfræðingum sem mátu atvikið var aðeins einn sem mat það með sama hætti og dómararnir á laugardag, það er að segja þannig að dæma ætti óíþróttamannslega villu. Átján mátu það þannig að um brottrekstrarvillu væri að ræða og fjórir að um óíþróttamannslega eða brottrekstrarvillu væri að ræða, það er að segja að til að uppfæra í brottrekstrarvillu þyrfti að skoða annað samhengi en brottrekstrarvilla væri vel réttlætanleg. Einn meðlimur dómaranefndar ekki með tengsl við Val Ljóst er að ákvörðun dómaranefndar um að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar fór illa í margan Skagfirðinginn. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, sá að minnsta kosti ástæðu til þess að hvetja fólk til stillingar, og að beina orku sinni í jákvæðan farveg. Í greinargerð körfuknattleiksdeildar Tindastóls um málið segir að dómaranefnd hafi í raun verið óstarfhæf í ljósi þess að tveir af þremur meðlimum hennar hafi sagt sig frá málinu vegna tengsla við Val, en það voru þeir Jón Bender formaður og Rögnvaldur Hreiðarsson. Eftir stóð Aðalsteinn Hrafnkelsson. Aganefnd hafnar því á þeirri forsendu að hún sé ekki æðri en dómaranefnd og hafi því ekki úrskurðarvald um hvenær og hvort dómaranefnd KKÍ sé ályktunarbær.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58 Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00 Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58
Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00
Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum