42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir átján ára Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2023 08:55 Tilkynnt kynferðisbrot gegn börnum voru 27 talsins á fyrstu þremur mánuðum ársins. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um 123 kynferðisbrot til lögreglu á fyrstu þremur mánuðum sem eru fjórðungi færri brot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin á undan. 42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum eru undir átján ára. Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra sem hefur birt skýrslu um kynferðisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins. Þar segir að lögreglunni hafi borist tilkynningar um 42 nauðganir á tímabilinu sem samsvari níu prósenta fækkun frá síðustu þremur árum þar á undan. Fram kemur að hluti þeirra 123 kynferðisbrota sem tilkynnt voru hafi verið tilkynnt á umræddu tímabili en átt sér stað fyrr. „Þegar einungis er litið til þeirra kynferðisbrota sem áttu sér stað fyrstu þrjá mánuði ársins þá fækkaði þeim um 39% samanborið við meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Þannig fækkar tilkynningum í öllum brotaflokkum kynferðisbrota,“ segir í tilkynningunni. 27 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt Í skýrslu embættis ríkislögreglustjóra segir að tilkynnt kynferðisbrot gegn börnum hafi verið 27 talsins, sem sé 22 prósenta fækkun mála frá 2022. Þá voru blygðunarsemisbrot níu talsins sem sé svipað og árið 2022 en nokkur fækkun miðað við 2020 og 2021 á sömu tímabilum. „Þá bárust 45 tilkynningar sem falla undir önnur kynferðisbrot en þar er í flestum tilvikum um að ræða stafræn kynferðisbrot eða kynferðisleg áreitni. Meðalfjöldi tilkynntra brota til lögreglu, burtséð frá því hvenær þau áttu sér stað, fyrstu þrjá mánuði ársins voru um tíu brot á viku. Meðalaldur brotaþoli töluvert lægri en grunaðra Frá og með árinu 2023 varð skráning brotaþola kynferðisbrota í málaskrá lögreglu markvissari, en áður voru þeir aðeins skráðir í um 75% kynferðisbrotamála. Fjöldi brotaþola var 92 og þar af 90% kvenkyns fyrstu þrjá mánuði ársins. Meðalaldur brotaþola var umtalsvert lægri en grunaðra eða 22 ár, og voru 42% þeirra undir 18 ára í öllum tilkynntum kynferðisbrotamálum. Fjöldi grunaðra í kynferðisbrotum var 94, þar af tæplega 94% karlkyns. Meðalaldur grunaðra var 35 ár, þar af 13% undir 18 ára. Þannig er rúmlega tíu ára aldursmunur á meðalaldri brotaþola og grunaðra. Á ofbeldisgátt 112.is má finna leiðarvísir um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Nú síðast hefur leiðarvísirinn verið uppfærður með upplýsingum um meðferð mála fyrir 15-17 ára ungmenni. Unnið er að því að uppfæra upplýsingar um meðferð kynferðisbrota þeirra sem eru undir 15 ára. Þá hefur heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um kortleggja og samræma fyrirkomulag varðandi aðkomu heilbrigðisstarfsfólk þegar upp kemur grunur um kynferðisofbeldi í garð barna. Hópnum er m.a. ætlað að skýra boðleiðir milli lögreglu, barnaverndar og heilbrigðiskerfisins en ekki hefur verið til staðar samræmt verklag um heilbrigðisþjónustu við börn yngri en 18 ára vegna kynferðisofbeldis, sjá nánar hér. Nauðganir eiga sér frekar stað um helgar og nóttu Í skýrslunni má finna greiningu á tímasetningu allra kynferðisbrota sem tilkynnt eru til lögreglu. Hún leiðir í ljós að flest brotin eiga sér stað á virkum dögum, en þegar eingöngu er rýnt í tímasetningu nauðgana má sjá að þær eiga sér flestar stað um helgar og þar af rúmur helmingur að nóttu til,“ segir í tilkynningunni. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra sem hefur birt skýrslu um kynferðisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins. Þar segir að lögreglunni hafi borist tilkynningar um 42 nauðganir á tímabilinu sem samsvari níu prósenta fækkun frá síðustu þremur árum þar á undan. Fram kemur að hluti þeirra 123 kynferðisbrota sem tilkynnt voru hafi verið tilkynnt á umræddu tímabili en átt sér stað fyrr. „Þegar einungis er litið til þeirra kynferðisbrota sem áttu sér stað fyrstu þrjá mánuði ársins þá fækkaði þeim um 39% samanborið við meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Þannig fækkar tilkynningum í öllum brotaflokkum kynferðisbrota,“ segir í tilkynningunni. 27 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt Í skýrslu embættis ríkislögreglustjóra segir að tilkynnt kynferðisbrot gegn börnum hafi verið 27 talsins, sem sé 22 prósenta fækkun mála frá 2022. Þá voru blygðunarsemisbrot níu talsins sem sé svipað og árið 2022 en nokkur fækkun miðað við 2020 og 2021 á sömu tímabilum. „Þá bárust 45 tilkynningar sem falla undir önnur kynferðisbrot en þar er í flestum tilvikum um að ræða stafræn kynferðisbrot eða kynferðisleg áreitni. Meðalfjöldi tilkynntra brota til lögreglu, burtséð frá því hvenær þau áttu sér stað, fyrstu þrjá mánuði ársins voru um tíu brot á viku. Meðalaldur brotaþoli töluvert lægri en grunaðra Frá og með árinu 2023 varð skráning brotaþola kynferðisbrota í málaskrá lögreglu markvissari, en áður voru þeir aðeins skráðir í um 75% kynferðisbrotamála. Fjöldi brotaþola var 92 og þar af 90% kvenkyns fyrstu þrjá mánuði ársins. Meðalaldur brotaþola var umtalsvert lægri en grunaðra eða 22 ár, og voru 42% þeirra undir 18 ára í öllum tilkynntum kynferðisbrotamálum. Fjöldi grunaðra í kynferðisbrotum var 94, þar af tæplega 94% karlkyns. Meðalaldur grunaðra var 35 ár, þar af 13% undir 18 ára. Þannig er rúmlega tíu ára aldursmunur á meðalaldri brotaþola og grunaðra. Á ofbeldisgátt 112.is má finna leiðarvísir um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Nú síðast hefur leiðarvísirinn verið uppfærður með upplýsingum um meðferð mála fyrir 15-17 ára ungmenni. Unnið er að því að uppfæra upplýsingar um meðferð kynferðisbrota þeirra sem eru undir 15 ára. Þá hefur heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um kortleggja og samræma fyrirkomulag varðandi aðkomu heilbrigðisstarfsfólk þegar upp kemur grunur um kynferðisofbeldi í garð barna. Hópnum er m.a. ætlað að skýra boðleiðir milli lögreglu, barnaverndar og heilbrigðiskerfisins en ekki hefur verið til staðar samræmt verklag um heilbrigðisþjónustu við börn yngri en 18 ára vegna kynferðisofbeldis, sjá nánar hér. Nauðganir eiga sér frekar stað um helgar og nóttu Í skýrslunni má finna greiningu á tímasetningu allra kynferðisbrota sem tilkynnt eru til lögreglu. Hún leiðir í ljós að flest brotin eiga sér stað á virkum dögum, en þegar eingöngu er rýnt í tímasetningu nauðgana má sjá að þær eiga sér flestar stað um helgar og þar af rúmur helmingur að nóttu til,“ segir í tilkynningunni.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira