Sex skilorðsbundnir mánuðir fyrir stórfellda líkamsárás við Paddy's Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 16:20 Árásin varð fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ. Vísir Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Paddy's í Reykjanesbæ í október 2021. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða brotaþolanum, karlmanni á fimmtugsaldri, tvær milljónir króna í miskabætur. Árásina framdi maðurinn fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins 23. október 2021 og sló þar brotaþolann með krepptum hnefa í höfuðið þannig að hann féll aftur fyrir sig. Höfuð mannsins skall í jörðina og hlaut hann við það alvarlegan höfuðáverka, höfuðkúpubrot, innanbastablæðingu yfir öllu vinstra heilahveli og innanskúmsblæðingu þar innundir, miðlínufærslu á heila og gríðarlega mikla bólgu í heilanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 4. maí síðastliðinn, að maðurinn hafi hlotið varanlegar og alvarlegar afleiðingar eftir heilaáverkann, sem fela í sér hugræna skerðingu, hafi haft áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Eins og fréttastofa fjallaði um á sínum tíma var maðurinn á gjörgæslu í að minnsta kosti viku og langur tími á endurhæfingardeild á Grensás. Sjá einnig: Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Fram kemur í dómnum að þegar lögregla var kölluð til vegna málsins hafi hinn ákærði enn verið á staðnum og hann handtekinn þar. Maðurinn hafi greint frá því að hann og brotaþolinn þekktust og hefðu verið kunningjar „á djamminu“ í um 15 ár. Hann hafi verið á Paddy's þetta kvöld að skemmta sér þar sem hann hitti brotaþolann, sem hafi verið árásargjarn og æstur. Eftir lokun hafi fjöldi gesta verið fyrir utan staðinn, þar á meðal brotaþoli, sem hafi ýtt við mörgum sem þar voru. Hann hafi beðið brotaþola að hætta og í kjölfarið risið upp ágreiningur þeirra á milli sem endaði á því að hann sló brotaþola með krepptum hnefa undir hökuna. Nokkur vitni staðfestu þessa frásögn mannsins fyrir dómi og hann játaði afdráttarlaust sök í málinu. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að skýrt sé að málið hafi lagst þungt á ákærða, sem geri sér grein fyrir að ekkert réttlætanlegt tilefni hafi verið til viðbragða hans þetta kvöld. Þá bendi ekkert til að hann hafi haft ásetning til að vinna manninum það mein sem honum varð af en afleiðingar hnefahöggsins hafi orðið mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Árásina framdi maðurinn fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins 23. október 2021 og sló þar brotaþolann með krepptum hnefa í höfuðið þannig að hann féll aftur fyrir sig. Höfuð mannsins skall í jörðina og hlaut hann við það alvarlegan höfuðáverka, höfuðkúpubrot, innanbastablæðingu yfir öllu vinstra heilahveli og innanskúmsblæðingu þar innundir, miðlínufærslu á heila og gríðarlega mikla bólgu í heilanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 4. maí síðastliðinn, að maðurinn hafi hlotið varanlegar og alvarlegar afleiðingar eftir heilaáverkann, sem fela í sér hugræna skerðingu, hafi haft áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Eins og fréttastofa fjallaði um á sínum tíma var maðurinn á gjörgæslu í að minnsta kosti viku og langur tími á endurhæfingardeild á Grensás. Sjá einnig: Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Fram kemur í dómnum að þegar lögregla var kölluð til vegna málsins hafi hinn ákærði enn verið á staðnum og hann handtekinn þar. Maðurinn hafi greint frá því að hann og brotaþolinn þekktust og hefðu verið kunningjar „á djamminu“ í um 15 ár. Hann hafi verið á Paddy's þetta kvöld að skemmta sér þar sem hann hitti brotaþolann, sem hafi verið árásargjarn og æstur. Eftir lokun hafi fjöldi gesta verið fyrir utan staðinn, þar á meðal brotaþoli, sem hafi ýtt við mörgum sem þar voru. Hann hafi beðið brotaþola að hætta og í kjölfarið risið upp ágreiningur þeirra á milli sem endaði á því að hann sló brotaþola með krepptum hnefa undir hökuna. Nokkur vitni staðfestu þessa frásögn mannsins fyrir dómi og hann játaði afdráttarlaust sök í málinu. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að skýrt sé að málið hafi lagst þungt á ákærða, sem geri sér grein fyrir að ekkert réttlætanlegt tilefni hafi verið til viðbragða hans þetta kvöld. Þá bendi ekkert til að hann hafi haft ásetning til að vinna manninum það mein sem honum varð af en afleiðingar hnefahöggsins hafi orðið mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til.
Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01