Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Magnús Heimir Jónasson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 8. maí 2023 09:00 Málið á sér enga hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Vísir/Vilhelm Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. Rannsókn lögreglunnar er komin vel á leið og hafa konan og lögmaðurinn gefið skýrslu hjá lögreglunni. Samkvæmt heimildum Vísis er málið í flýtimeðferð vegna lögmannsstarfa mannsins. Nokkur meint brot eru til rannsóknar en tvö þeirra eru rannsökuð sem nauðgunarbrot. Fyrsta meinta brot lögmannsins átti sér stað inn á geðdeild Landspítalans en kona var lögð þar inn skömmu eftir gæsluvarðhaldsúrskurð eiginmanns síns. Málið á sér enga hliðstæðu í íslenskri réttarsögu en auk meintra nauðgunarbrota stendur til að kæra lögmanninn til ríkislögreglustjóra og er honum gefið að sök að hafa brotið gróflega á mannréttindum skjólstæðings síns. Eiginmaður konunnar var í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í 22 daga.Vísir/Vilhelm Í kæru mannsins til ríkislögreglustjóra, sem Vísir hefur undir höndum og til stendur að senda til ríkislögreglustjóra, er lögmanninum gefið að sök að hafa í starfi sínu sem verjandi veitt manninum vísvitandi rangar upplýsingar og þvingað hann til að veita mótþróa við skýrslutökur „allt í þeim tilgangi að skipuleggja kynferðisbrot gagnvart eiginkonu“ hans. Maðurinn sætti gæsluvarðhaldi í tuttugu og tvo daga. Lögmaðurinn er síðan sagður hafa misnotað aðstöðu sína gróflega gagnvart eiginkonunni og nýtt sér aðstöðu hennar og andleg veikindi til að hafa við hana samfarir. Hann hefur viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna „fimm til tíu sinnum“ en neitar því alfarið að hafa nauðgað henni. Lögreglan rannsakar þó málið sem brot á 2. málsgrein 194.greinar almennra hegningarlaga þar sem það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. málsgrein að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður, eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök. Konan sótti sér meðal annars aðstoð til Stígamóta vegna málsins.Vísir/Hanna Vísir hefur undir höndum fjölda gagna sem styðja frásögn konunnar. Meðal annars vottorð sálfræðings frá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, ásamt vottorði frá Stígamótum sem segir að konan hafi sótt ráðgjöf og lýst því að „hún sé að fást við fjölmargar og alvarlegar afleiðingar sem eru algengar eftir kynferðisofbeldi.“ Lögmaður konunnar hefur staðfest í samtali við fréttastofu að kæran hafi verið lögð fram og að rannsókn standi yfir hjá lögreglu. Hann vildi að að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Sakaður um að hafa brotið á konunni inni á geðdeild Uppruna málsins má rekja til síðasta hausts þegar eiginmaður konunnar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 17. október. Skömmu eftir gæsluvarðhaldsúrskurðinn byrjaði lögmaðurinn samkvæmt heimildum fréttastofu að senda eiginkonu skjólstæðings síns óviðeigandi skilaboð af kynferðislegum toga. Stuttu eftir gæsluvarðhaldsúrskurðinn brotnaði konan niður og var lögð inn á geðdeild Landspítalans. Þann 21. október heimsótti lögmaðurinn konuna á bráðageðdeild Landspítalans. Samkvæmt skýrslu hennar hjá lögreglu átti fyrsta brotið sér stað þá. Hún segir lögmanninn hafa sýnt mjög óviðeigandi hegðun og reynt að hafa samfarir við hana inni á geðdeild. Samkvæmt konunni átti fyrsta brotið sér stað inni á geðdeild Landspítalans.Vísir/Vilhelm Hún hafi ítrekað neitað honum um samfarir en samkvæmt gögnum málsins áttu „önnur kynferðismök“ sér stað inni á geðdeildinni. Lögmaðurinn neitar þessum ásökunum alfarið. Hafi haft samfarir við konuna meðan hún var lyfjuð Þremur dögum seinna, klukkan tíu að morgni, var konan útskrifuð af geðdeildinni. Við útskrift fékk hún kvíðakast og var henni gefið Sobril sem er sterkt róandi lyf. Í hádeginu sama dag hitti hún lögmanninn á heimili hans. Að hennar sögn átti fyrsta nauðgunarbrotið sér stað þar. Seinna meinta nauðgunarbrotið átti sér síðan stað þann 27. október á lögmannstofu í Reykjavík. Að hennar sögn varð hún þunguð eftir lögmanninn í annað hvort þessara skipta. Í gögnum málsins er að finna staðfestingu frá Kvennadeild Landspítalans um þungun konunnar frá 28. nóvember. Hún fór í þungunarrof tveimur dögum seinna, 30. nóvember, og var hún þá komin sex vikur og fjóra daga á leið. Lögmaðurinn er sagður hafa sótt konuna eftir þungunarrofið og keyrt hana heim. Í skýrslutöku hjá lögreglunni gengst lögmaðurinn við því að hafa sótt konuna og að hún hafi sagt honum að hún hafi verið þunguð eftir hann. Rannsókn málsins er í höndum miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Telja brot lögmannsins hafa skert réttaröryggi Í kæru eiginmannsins til ríkislögreglustjóra er fullyrt að brot lögmannsins hafi verið skipulögð og af einlægum ásetningi. Lögmaðurinn hafi haft opinbert hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna sem íslenska ríkið veitir honum. Kæran byggir á því að lögmaðurinn hafi verið opinber sýslumaður í skilningi lögmannalaga. Honum hafi verið falið það hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna að standa vörð um mannréttindi skjólstæðings síns en hafi brugðist því hlutverki með mjög alvarlegum hætti. Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar annast rannsóknina.Vísir/Vilhelm Í kærunni er fullyrt að brotið sé það gróft að það sé til þess fallið að hafa slæm áhrif á réttaröryggi borgara í landinu og réttarvitund almennings þar sem fólk gangi almennt út frá því að verjendur starfi í umboði skjólstæðinga sinna. Fangar og sér í lagi fangar í einangrun eigi að geta gengið að því sem vísu að verjendur starfi í þeirra umboði. Í kærunni er lögmaðurinn sakaður um að „hafa notfært sér, í eigingjörnum og refsiverðum tilgangi, leyfi það sem ríkisvaldið veitti honum og þar með valdhlutverk sitt. Hann hafi engu skeytt um þá almannahagsmuni sem honum var ætlað að gæta heldur þvert á móti hafi hann framið brot með smitáhrifum út í samfélagið.“ Lögreglumál Lögmennska Kynferðisofbeldi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar er komin vel á leið og hafa konan og lögmaðurinn gefið skýrslu hjá lögreglunni. Samkvæmt heimildum Vísis er málið í flýtimeðferð vegna lögmannsstarfa mannsins. Nokkur meint brot eru til rannsóknar en tvö þeirra eru rannsökuð sem nauðgunarbrot. Fyrsta meinta brot lögmannsins átti sér stað inn á geðdeild Landspítalans en kona var lögð þar inn skömmu eftir gæsluvarðhaldsúrskurð eiginmanns síns. Málið á sér enga hliðstæðu í íslenskri réttarsögu en auk meintra nauðgunarbrota stendur til að kæra lögmanninn til ríkislögreglustjóra og er honum gefið að sök að hafa brotið gróflega á mannréttindum skjólstæðings síns. Eiginmaður konunnar var í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í 22 daga.Vísir/Vilhelm Í kæru mannsins til ríkislögreglustjóra, sem Vísir hefur undir höndum og til stendur að senda til ríkislögreglustjóra, er lögmanninum gefið að sök að hafa í starfi sínu sem verjandi veitt manninum vísvitandi rangar upplýsingar og þvingað hann til að veita mótþróa við skýrslutökur „allt í þeim tilgangi að skipuleggja kynferðisbrot gagnvart eiginkonu“ hans. Maðurinn sætti gæsluvarðhaldi í tuttugu og tvo daga. Lögmaðurinn er síðan sagður hafa misnotað aðstöðu sína gróflega gagnvart eiginkonunni og nýtt sér aðstöðu hennar og andleg veikindi til að hafa við hana samfarir. Hann hefur viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna „fimm til tíu sinnum“ en neitar því alfarið að hafa nauðgað henni. Lögreglan rannsakar þó málið sem brot á 2. málsgrein 194.greinar almennra hegningarlaga þar sem það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. málsgrein að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður, eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök. Konan sótti sér meðal annars aðstoð til Stígamóta vegna málsins.Vísir/Hanna Vísir hefur undir höndum fjölda gagna sem styðja frásögn konunnar. Meðal annars vottorð sálfræðings frá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, ásamt vottorði frá Stígamótum sem segir að konan hafi sótt ráðgjöf og lýst því að „hún sé að fást við fjölmargar og alvarlegar afleiðingar sem eru algengar eftir kynferðisofbeldi.“ Lögmaður konunnar hefur staðfest í samtali við fréttastofu að kæran hafi verið lögð fram og að rannsókn standi yfir hjá lögreglu. Hann vildi að að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Sakaður um að hafa brotið á konunni inni á geðdeild Uppruna málsins má rekja til síðasta hausts þegar eiginmaður konunnar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 17. október. Skömmu eftir gæsluvarðhaldsúrskurðinn byrjaði lögmaðurinn samkvæmt heimildum fréttastofu að senda eiginkonu skjólstæðings síns óviðeigandi skilaboð af kynferðislegum toga. Stuttu eftir gæsluvarðhaldsúrskurðinn brotnaði konan niður og var lögð inn á geðdeild Landspítalans. Þann 21. október heimsótti lögmaðurinn konuna á bráðageðdeild Landspítalans. Samkvæmt skýrslu hennar hjá lögreglu átti fyrsta brotið sér stað þá. Hún segir lögmanninn hafa sýnt mjög óviðeigandi hegðun og reynt að hafa samfarir við hana inni á geðdeild. Samkvæmt konunni átti fyrsta brotið sér stað inni á geðdeild Landspítalans.Vísir/Vilhelm Hún hafi ítrekað neitað honum um samfarir en samkvæmt gögnum málsins áttu „önnur kynferðismök“ sér stað inni á geðdeildinni. Lögmaðurinn neitar þessum ásökunum alfarið. Hafi haft samfarir við konuna meðan hún var lyfjuð Þremur dögum seinna, klukkan tíu að morgni, var konan útskrifuð af geðdeildinni. Við útskrift fékk hún kvíðakast og var henni gefið Sobril sem er sterkt róandi lyf. Í hádeginu sama dag hitti hún lögmanninn á heimili hans. Að hennar sögn átti fyrsta nauðgunarbrotið sér stað þar. Seinna meinta nauðgunarbrotið átti sér síðan stað þann 27. október á lögmannstofu í Reykjavík. Að hennar sögn varð hún þunguð eftir lögmanninn í annað hvort þessara skipta. Í gögnum málsins er að finna staðfestingu frá Kvennadeild Landspítalans um þungun konunnar frá 28. nóvember. Hún fór í þungunarrof tveimur dögum seinna, 30. nóvember, og var hún þá komin sex vikur og fjóra daga á leið. Lögmaðurinn er sagður hafa sótt konuna eftir þungunarrofið og keyrt hana heim. Í skýrslutöku hjá lögreglunni gengst lögmaðurinn við því að hafa sótt konuna og að hún hafi sagt honum að hún hafi verið þunguð eftir hann. Rannsókn málsins er í höndum miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Telja brot lögmannsins hafa skert réttaröryggi Í kæru eiginmannsins til ríkislögreglustjóra er fullyrt að brot lögmannsins hafi verið skipulögð og af einlægum ásetningi. Lögmaðurinn hafi haft opinbert hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna sem íslenska ríkið veitir honum. Kæran byggir á því að lögmaðurinn hafi verið opinber sýslumaður í skilningi lögmannalaga. Honum hafi verið falið það hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna að standa vörð um mannréttindi skjólstæðings síns en hafi brugðist því hlutverki með mjög alvarlegum hætti. Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar annast rannsóknina.Vísir/Vilhelm Í kærunni er fullyrt að brotið sé það gróft að það sé til þess fallið að hafa slæm áhrif á réttaröryggi borgara í landinu og réttarvitund almennings þar sem fólk gangi almennt út frá því að verjendur starfi í umboði skjólstæðinga sinna. Fangar og sér í lagi fangar í einangrun eigi að geta gengið að því sem vísu að verjendur starfi í þeirra umboði. Í kærunni er lögmaðurinn sakaður um að „hafa notfært sér, í eigingjörnum og refsiverðum tilgangi, leyfi það sem ríkisvaldið veitti honum og þar með valdhlutverk sitt. Hann hafi engu skeytt um þá almannahagsmuni sem honum var ætlað að gæta heldur þvert á móti hafi hann framið brot með smitáhrifum út í samfélagið.“
Lögreglumál Lögmennska Kynferðisofbeldi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira