Álka sem fannst á Spáni talin vera frá Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. maí 2023 13:01 Lögreglumönnum tókst að fanga álkuna við Costa Colón strandlengjuna. Ayuntamiento de Palos de la Frontera Lögreglan í Mazagon á Spáni fangaði á dögunum álkufugl sem fundist hafði við stendur bæjarins. Talið er líklegt að fuglinn hafi flogið suður um höf frá Íslandi, enda finnst meirihluti allra álka í heiminum hérlendis. Frá þessu greinir spænski miðilinn Diaro Du Huelva. Mazagón er strandbær í Andalúsíuhéraði og þess ber að geta að hitabylgja sem stóð þar yfir í seinasta mánuði er sú versta sem orðið hefur í áraraðir. Koma álkunnar þykir því nokkuð athyglisverð. Álkan er strandfugl af svartfuglaætt og meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi.Ayuntamiento de Palos de la Frontera Fram kemur að tilkynning hafi borist lögreglunni um ferðir fuglsins við Costa Colón strandlengjuna þann 26.apríl síðastliðinn. Lögreglumönnum tókst að fanga fuglinn og var hann fluttur samstundis til dýralæknis. Álkan var illa á sig komin eftir ferðalagið en vel var hlúð að henni hjá dýralækninum.Ayuntamiento de Palos de la Frontera Reyndist hann vera afar vannærður eftir langt og erfitt ferðalag og fékk viðeigandi aðhlynningu. Halda sig mest við Íslandsstrendur Líkt og fram kemur á vef Náttúruminjasafns Íslands er langstærsta álkubyggðin á Íslandi er undir Látrabjargi og meirihluti allra álka í heiminum finnst á Íslandi. Álkan er hér á landi frá því í enda febrúar og fram í byrjun ágúst þó hluti stofnsins haldi sig hér allt árið. Stærsta álkubyggð heims var lengi vel Stórurð undir Látrabjargi, en um 75 prósent íslenska stofnsins varp í bjarginu fram undir aldamótin. Nú er stærsta byggðin líklega í Grímsey. Álkan er að nokkru farfugl, sumar álkur fara ekki langt, halda sig á hafinu umhverfis landið, meðan aðrar halda sig á hafinu milli Íslands, Færeyja og Noregs Álkan kemur aðeins á land til að verpa. Þar sem meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi var tegundin sett á heimsválista og evrópskan válista sem tegund í yfirvofandi hættu vegna neikvæðrar stofnþróunar. Hún er í sama flokki á íslenska válistanum frá 2018. Fuglar Spánn Dýr Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Sjá meira
Frá þessu greinir spænski miðilinn Diaro Du Huelva. Mazagón er strandbær í Andalúsíuhéraði og þess ber að geta að hitabylgja sem stóð þar yfir í seinasta mánuði er sú versta sem orðið hefur í áraraðir. Koma álkunnar þykir því nokkuð athyglisverð. Álkan er strandfugl af svartfuglaætt og meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi.Ayuntamiento de Palos de la Frontera Fram kemur að tilkynning hafi borist lögreglunni um ferðir fuglsins við Costa Colón strandlengjuna þann 26.apríl síðastliðinn. Lögreglumönnum tókst að fanga fuglinn og var hann fluttur samstundis til dýralæknis. Álkan var illa á sig komin eftir ferðalagið en vel var hlúð að henni hjá dýralækninum.Ayuntamiento de Palos de la Frontera Reyndist hann vera afar vannærður eftir langt og erfitt ferðalag og fékk viðeigandi aðhlynningu. Halda sig mest við Íslandsstrendur Líkt og fram kemur á vef Náttúruminjasafns Íslands er langstærsta álkubyggðin á Íslandi er undir Látrabjargi og meirihluti allra álka í heiminum finnst á Íslandi. Álkan er hér á landi frá því í enda febrúar og fram í byrjun ágúst þó hluti stofnsins haldi sig hér allt árið. Stærsta álkubyggð heims var lengi vel Stórurð undir Látrabjargi, en um 75 prósent íslenska stofnsins varp í bjarginu fram undir aldamótin. Nú er stærsta byggðin líklega í Grímsey. Álkan er að nokkru farfugl, sumar álkur fara ekki langt, halda sig á hafinu umhverfis landið, meðan aðrar halda sig á hafinu milli Íslands, Færeyja og Noregs Álkan kemur aðeins á land til að verpa. Þar sem meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi var tegundin sett á heimsválista og evrópskan válista sem tegund í yfirvofandi hættu vegna neikvæðrar stofnþróunar. Hún er í sama flokki á íslenska válistanum frá 2018.
Fuglar Spánn Dýr Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Sjá meira