Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2023 22:07 Finnur Freyr Stefánsson og Ozren Pavlovic ræða saman. Vísir/Bára Dröfn Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði að þetta hefði verið skrítinn leikur, en sóknarlega voru hans menn í miklu brasi á löngum stundum. „Þetta var skrítinn leikur að því leytinu til að við komumst aldrei í gang fyrr en þarna undir lokin, þeir einhvern veginn alltaf svöruðu öllu. En við trúðum því alltaf að við ættum möguleika og ég er ánægður með að hafa komið til baka, en því miður einu stigi of lítið.“ Ozren Pavlovic var stigahæstur Valsmanna með 20 stig. Það var sennilega ekki uppleggið fyrir leikinn að hann myndi bera sóknarleikinn uppi? Það var líf og fjör á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Maður veit það að það er yfirleitt lögð mikil áhersla á stráka hjá okkur eins og Kára, Pablo og Kristófer. Við vitum alveg hvað Ozren getur en við náðum því í raun ekki fyrr en í lokin að ná að hreyfa boltann nógu vel og finna menn í betri og betri færum og þá fóru skotin að detta aðeins. Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik.“ Helstu hestar Valsmanna voru langt frá sínu besta í kvöld, en í fyrri hálfleik voru þeir Kári Jónsson, Callum Lawson og Pablo Bertone samanlagt með sjö stig og voru þrír af 18 í skotum. Var það varnarleikur Tindastóls sem var svona góður, eða sóknarleikurinn einfaldlega ekki nógu góður hjá Val? „Bara sittlítið af hvoru. Mikið af skotum þarna sem ég ætlast til að strákarnir setji ofan í og þeir hafa verið að gera í allan vetur. Á sama tíma þá gerðu Stólarnir vel, voru aggressífir og spiluðu mjög góða vörn. Við þurfum að finna lausnir á því. En það er einhvern veginn þannig að þú getur aldrei tekið allt í burtu og ef þú tekur eitt í burtu þá erum við tilbúnir að refsa með öðru, og það er kannski það sem strákar eins og Ozren og Aron voru að gera í seinni hálfleik.“ Kristófer Acox og Pétur Rúnar Birgisson berjast um boltann.Vísir/Bára Dröfn Hjálmar Stefánsson spilaði aðeins rúmar átta mínútur í kvöld og var sárt saknað, þá ekki síst varnarmegin. Finnur sagði að hann hefði einfaldlega verið veikur. „Bara fárveikur. Hann harkaði af sér og reyndi að spila í fyrri hálfleik en það sást langar leiðir að hann var langt frá því. Söknuðum hans klárlega í vörninni.“ Lokaniðurstaðan eins stigs tap í leik sem varð mjög spennandi undir lokin. Er ekki hægt að taka eitthvað jákvætt út úr svona frammistöðu þrátt fyrir tapið? „Bara fúlt að við grófum okkur ansi djúpa holu undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn var í þolanlegu jafnvægi, þeir eiga einhver 4-5 stig á okkur, fara svo í 30-39 og skora svo síðustu tíu stigin í fyrri hálfleiknum. Missum þá alltof langt frá okkur þar og erfitt að koma til baka á móti svona öflugu liði. Ánægður með þó að hafa sýnt þetta og vonandi að það geti hjálpað okkur eitthvað áfram, en það telur ekki neitt nema þú endir með fleiri stig í lokin.“ Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði að þetta hefði verið skrítinn leikur, en sóknarlega voru hans menn í miklu brasi á löngum stundum. „Þetta var skrítinn leikur að því leytinu til að við komumst aldrei í gang fyrr en þarna undir lokin, þeir einhvern veginn alltaf svöruðu öllu. En við trúðum því alltaf að við ættum möguleika og ég er ánægður með að hafa komið til baka, en því miður einu stigi of lítið.“ Ozren Pavlovic var stigahæstur Valsmanna með 20 stig. Það var sennilega ekki uppleggið fyrir leikinn að hann myndi bera sóknarleikinn uppi? Það var líf og fjör á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Maður veit það að það er yfirleitt lögð mikil áhersla á stráka hjá okkur eins og Kára, Pablo og Kristófer. Við vitum alveg hvað Ozren getur en við náðum því í raun ekki fyrr en í lokin að ná að hreyfa boltann nógu vel og finna menn í betri og betri færum og þá fóru skotin að detta aðeins. Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik.“ Helstu hestar Valsmanna voru langt frá sínu besta í kvöld, en í fyrri hálfleik voru þeir Kári Jónsson, Callum Lawson og Pablo Bertone samanlagt með sjö stig og voru þrír af 18 í skotum. Var það varnarleikur Tindastóls sem var svona góður, eða sóknarleikurinn einfaldlega ekki nógu góður hjá Val? „Bara sittlítið af hvoru. Mikið af skotum þarna sem ég ætlast til að strákarnir setji ofan í og þeir hafa verið að gera í allan vetur. Á sama tíma þá gerðu Stólarnir vel, voru aggressífir og spiluðu mjög góða vörn. Við þurfum að finna lausnir á því. En það er einhvern veginn þannig að þú getur aldrei tekið allt í burtu og ef þú tekur eitt í burtu þá erum við tilbúnir að refsa með öðru, og það er kannski það sem strákar eins og Ozren og Aron voru að gera í seinni hálfleik.“ Kristófer Acox og Pétur Rúnar Birgisson berjast um boltann.Vísir/Bára Dröfn Hjálmar Stefánsson spilaði aðeins rúmar átta mínútur í kvöld og var sárt saknað, þá ekki síst varnarmegin. Finnur sagði að hann hefði einfaldlega verið veikur. „Bara fárveikur. Hann harkaði af sér og reyndi að spila í fyrri hálfleik en það sást langar leiðir að hann var langt frá því. Söknuðum hans klárlega í vörninni.“ Lokaniðurstaðan eins stigs tap í leik sem varð mjög spennandi undir lokin. Er ekki hægt að taka eitthvað jákvætt út úr svona frammistöðu þrátt fyrir tapið? „Bara fúlt að við grófum okkur ansi djúpa holu undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn var í þolanlegu jafnvægi, þeir eiga einhver 4-5 stig á okkur, fara svo í 30-39 og skora svo síðustu tíu stigin í fyrri hálfleiknum. Missum þá alltof langt frá okkur þar og erfitt að koma til baka á móti svona öflugu liði. Ánægður með þó að hafa sýnt þetta og vonandi að það geti hjálpað okkur eitthvað áfram, en það telur ekki neitt nema þú endir með fleiri stig í lokin.“
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira