Pep ósáttur með vítavesen gærdagsins Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 07:01 Erling Haaland ákvað að leyfa Ilkay Gundogan tækifæri til að ná þrennunni. Vísir/Getty Manchester City vann í gær góðan 2-1 sigur á Leeds sem færir liðið einu skrefi nær Englandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Pep Guardiola var þó ekki yfir sig ánægður eftir leik í gær. Manchester City er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Leeds í gær. Ilkay Gundogan skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum en hann misnotaði vítaspyrnu skömmu fyrir mark Leeds þar sem hann hefði getað náð þrennunni. Flestir hefðu búist við að markahrókurinn Erling Haaland tæki spyrnuna og það gerði Pep Guardiola þjálfari líka. Norðmaðurinn ákvað hins vegar að leyfa Gundogan að fá tækifæri til að ná þrennunni en Þjóðverjinn nýtti það tækifæri ekki nógu vel. Gjafmildi Haalan vakti ekki mikla lukku hjá Pep Guardiola þjálfara City og lét hann þá skoðun sína skýrt í ljós að leik loknum. Guardiola var ekki sáttur með þá félaga Erling Haaland og Ilkay Gundogan.Vísir/Getty „Leikurinn er ekki búinn. Þetta sýnir hversu almennilegur og örlátur Erling er. Ef staðan er 4-0 og það eru tíu mínútur eftir, þá er þetta í lagi,“ sagði Guardiola í viðtali að leik loknum í gær. „Erling er besta vítaskyttan akkúrat núna þannig að hann á að taka spyrnuna. Ég vill að leikmaðurinn sem er vítaskyttan taki spyrnuna, hann er með betri rútínu og þekkingu. Hann hefur líklega tekið tíu eða ellefu spyrnur og er með tilfinninguna. Gundogan er ekki með þá tilfinningu akkúrat núna.“ Gundogan sagði að Pep Guardiola hefði strax gert þeim ljóst að þeir hefðu tekið ranga ákvörðun. „Fyrst sýndi hann Erling að hann væri frekar reiður og svo lét hann mig heyra það,“ sagði Gundogan eftir leik en Leeds minnkaði muninn strax í kjölfarið á því að hann misnotaði vítið. Guaridola róaðist þó fljótlega eftir leik enda væntanlega ánægður með stigin þrjú sem færir City liðinu enn nær enn einum meistaratitlinum undir hans stjórn. „Ég dáist að því að Gundogan vilji taka ábyrgðina á að skora úr vítinu, það er góður eiginleiki hjá leikmanni. En vítaskyttan er vítaskytta og Erling átti að taka hana því hann er okkar sérfræðingur.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Manchester City er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Leeds í gær. Ilkay Gundogan skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum en hann misnotaði vítaspyrnu skömmu fyrir mark Leeds þar sem hann hefði getað náð þrennunni. Flestir hefðu búist við að markahrókurinn Erling Haaland tæki spyrnuna og það gerði Pep Guardiola þjálfari líka. Norðmaðurinn ákvað hins vegar að leyfa Gundogan að fá tækifæri til að ná þrennunni en Þjóðverjinn nýtti það tækifæri ekki nógu vel. Gjafmildi Haalan vakti ekki mikla lukku hjá Pep Guardiola þjálfara City og lét hann þá skoðun sína skýrt í ljós að leik loknum. Guardiola var ekki sáttur með þá félaga Erling Haaland og Ilkay Gundogan.Vísir/Getty „Leikurinn er ekki búinn. Þetta sýnir hversu almennilegur og örlátur Erling er. Ef staðan er 4-0 og það eru tíu mínútur eftir, þá er þetta í lagi,“ sagði Guardiola í viðtali að leik loknum í gær. „Erling er besta vítaskyttan akkúrat núna þannig að hann á að taka spyrnuna. Ég vill að leikmaðurinn sem er vítaskyttan taki spyrnuna, hann er með betri rútínu og þekkingu. Hann hefur líklega tekið tíu eða ellefu spyrnur og er með tilfinninguna. Gundogan er ekki með þá tilfinningu akkúrat núna.“ Gundogan sagði að Pep Guardiola hefði strax gert þeim ljóst að þeir hefðu tekið ranga ákvörðun. „Fyrst sýndi hann Erling að hann væri frekar reiður og svo lét hann mig heyra það,“ sagði Gundogan eftir leik en Leeds minnkaði muninn strax í kjölfarið á því að hann misnotaði vítið. Guaridola róaðist þó fljótlega eftir leik enda væntanlega ánægður með stigin þrjú sem færir City liðinu enn nær enn einum meistaratitlinum undir hans stjórn. „Ég dáist að því að Gundogan vilji taka ábyrgðina á að skora úr vítinu, það er góður eiginleiki hjá leikmanni. En vítaskyttan er vítaskytta og Erling átti að taka hana því hann er okkar sérfræðingur.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira