Pep ósáttur með vítavesen gærdagsins Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 07:01 Erling Haaland ákvað að leyfa Ilkay Gundogan tækifæri til að ná þrennunni. Vísir/Getty Manchester City vann í gær góðan 2-1 sigur á Leeds sem færir liðið einu skrefi nær Englandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Pep Guardiola var þó ekki yfir sig ánægður eftir leik í gær. Manchester City er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Leeds í gær. Ilkay Gundogan skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum en hann misnotaði vítaspyrnu skömmu fyrir mark Leeds þar sem hann hefði getað náð þrennunni. Flestir hefðu búist við að markahrókurinn Erling Haaland tæki spyrnuna og það gerði Pep Guardiola þjálfari líka. Norðmaðurinn ákvað hins vegar að leyfa Gundogan að fá tækifæri til að ná þrennunni en Þjóðverjinn nýtti það tækifæri ekki nógu vel. Gjafmildi Haalan vakti ekki mikla lukku hjá Pep Guardiola þjálfara City og lét hann þá skoðun sína skýrt í ljós að leik loknum. Guardiola var ekki sáttur með þá félaga Erling Haaland og Ilkay Gundogan.Vísir/Getty „Leikurinn er ekki búinn. Þetta sýnir hversu almennilegur og örlátur Erling er. Ef staðan er 4-0 og það eru tíu mínútur eftir, þá er þetta í lagi,“ sagði Guardiola í viðtali að leik loknum í gær. „Erling er besta vítaskyttan akkúrat núna þannig að hann á að taka spyrnuna. Ég vill að leikmaðurinn sem er vítaskyttan taki spyrnuna, hann er með betri rútínu og þekkingu. Hann hefur líklega tekið tíu eða ellefu spyrnur og er með tilfinninguna. Gundogan er ekki með þá tilfinningu akkúrat núna.“ Gundogan sagði að Pep Guardiola hefði strax gert þeim ljóst að þeir hefðu tekið ranga ákvörðun. „Fyrst sýndi hann Erling að hann væri frekar reiður og svo lét hann mig heyra það,“ sagði Gundogan eftir leik en Leeds minnkaði muninn strax í kjölfarið á því að hann misnotaði vítið. Guaridola róaðist þó fljótlega eftir leik enda væntanlega ánægður með stigin þrjú sem færir City liðinu enn nær enn einum meistaratitlinum undir hans stjórn. „Ég dáist að því að Gundogan vilji taka ábyrgðina á að skora úr vítinu, það er góður eiginleiki hjá leikmanni. En vítaskyttan er vítaskytta og Erling átti að taka hana því hann er okkar sérfræðingur.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira
Manchester City er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Leeds í gær. Ilkay Gundogan skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum en hann misnotaði vítaspyrnu skömmu fyrir mark Leeds þar sem hann hefði getað náð þrennunni. Flestir hefðu búist við að markahrókurinn Erling Haaland tæki spyrnuna og það gerði Pep Guardiola þjálfari líka. Norðmaðurinn ákvað hins vegar að leyfa Gundogan að fá tækifæri til að ná þrennunni en Þjóðverjinn nýtti það tækifæri ekki nógu vel. Gjafmildi Haalan vakti ekki mikla lukku hjá Pep Guardiola þjálfara City og lét hann þá skoðun sína skýrt í ljós að leik loknum. Guardiola var ekki sáttur með þá félaga Erling Haaland og Ilkay Gundogan.Vísir/Getty „Leikurinn er ekki búinn. Þetta sýnir hversu almennilegur og örlátur Erling er. Ef staðan er 4-0 og það eru tíu mínútur eftir, þá er þetta í lagi,“ sagði Guardiola í viðtali að leik loknum í gær. „Erling er besta vítaskyttan akkúrat núna þannig að hann á að taka spyrnuna. Ég vill að leikmaðurinn sem er vítaskyttan taki spyrnuna, hann er með betri rútínu og þekkingu. Hann hefur líklega tekið tíu eða ellefu spyrnur og er með tilfinninguna. Gundogan er ekki með þá tilfinningu akkúrat núna.“ Gundogan sagði að Pep Guardiola hefði strax gert þeim ljóst að þeir hefðu tekið ranga ákvörðun. „Fyrst sýndi hann Erling að hann væri frekar reiður og svo lét hann mig heyra það,“ sagði Gundogan eftir leik en Leeds minnkaði muninn strax í kjölfarið á því að hann misnotaði vítið. Guaridola róaðist þó fljótlega eftir leik enda væntanlega ánægður með stigin þrjú sem færir City liðinu enn nær enn einum meistaratitlinum undir hans stjórn. „Ég dáist að því að Gundogan vilji taka ábyrgðina á að skora úr vítinu, það er góður eiginleiki hjá leikmanni. En vítaskyttan er vítaskytta og Erling átti að taka hana því hann er okkar sérfræðingur.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira