Dansaði við konuna og gæti losnað af spítala bráðlega Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 20:59 Guðmundur Felix og Sylvia á góðri stundu. Vilhelm Gunnarsson Létt var yfir Guðmundi Felix Grétarssyni og eiginkonu hans Sylwiu Gretarsson Nowakowska þar sem þau stigu nokkur dansspor á spítalanum þar sem hann dvelur. Guðmundur hefur gengist undir margar skurðaðgerðir undanfarna daga. „Happiness is a choice,“ eða „hamingjan er valkostur,“ var yfirskrift myndbandsins sem Guðmundur Felix birti í dag af spítalanum. En þar má sjá hann og Sylwiu stíga dans undir laginu „What the World Needs Now Is Love“ eftir hinn nýlátna lagasmið Burt Bacharach. „Þetta er búin að vera ógnvekjandi vika en núna, eftir fjórar skurðaðgerðir, lítur þetta vel út,“ skrifar Guðmundur í færslunni. „Ég gæti losnað héðan um miðjan næstu viku.“ Höfnun Fyrir rúmri viku, á fimmtudaginn 27. apríl, greindi Guðmundur frá því að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Það er óvenjulegt í ljósi þess að rúm tvö ár eru síðan handleggirnir voru græddir á hann, í janúarmánuði árið 2021 í Lyon í Frakklandi. Aðgerðin var talin mikið læknisfræðilegt afrek. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) Fyrir um mánuði síðan byrjuðu bólgur í kringum neglurnar og loks byrjuðu þær að detta af. Guðmundur fékk einnig mikil útbrot á handlegginn. Læknarnir tóku sýni og töldu augljóst að líkaminn væri byrjaður að sýna höfnunarviðbragð. Óttaðist Guðmundur að hann væri að missa handleggina. Sterakúr og fjórar aðgerðir Til að verjast höfnuninni var farið sterka steralyfjameðferð. Fékk Guðmundur hundraðfaldan skammt af steralyfjum sem tók út hjá honum ónæmiskerfið. Síðan var farið í hverja skurðaðgerðina á fætur annarri. Meðal annars vegna sýkingar í olnboga sem kom í kjölfar ónæmisbælingarinnar. Hafði handleggurinn bólgnað mikið og sársaukinn var gríðarlegur að sögn Guðmundar. Hann sagði hins vegar að sterakúrinn hefði stöðvað höfnunina. Útlit væri því fyrir að hann myndi halda handleggjunum. Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10 „Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52 Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Happiness is a choice,“ eða „hamingjan er valkostur,“ var yfirskrift myndbandsins sem Guðmundur Felix birti í dag af spítalanum. En þar má sjá hann og Sylwiu stíga dans undir laginu „What the World Needs Now Is Love“ eftir hinn nýlátna lagasmið Burt Bacharach. „Þetta er búin að vera ógnvekjandi vika en núna, eftir fjórar skurðaðgerðir, lítur þetta vel út,“ skrifar Guðmundur í færslunni. „Ég gæti losnað héðan um miðjan næstu viku.“ Höfnun Fyrir rúmri viku, á fimmtudaginn 27. apríl, greindi Guðmundur frá því að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Það er óvenjulegt í ljósi þess að rúm tvö ár eru síðan handleggirnir voru græddir á hann, í janúarmánuði árið 2021 í Lyon í Frakklandi. Aðgerðin var talin mikið læknisfræðilegt afrek. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) Fyrir um mánuði síðan byrjuðu bólgur í kringum neglurnar og loks byrjuðu þær að detta af. Guðmundur fékk einnig mikil útbrot á handlegginn. Læknarnir tóku sýni og töldu augljóst að líkaminn væri byrjaður að sýna höfnunarviðbragð. Óttaðist Guðmundur að hann væri að missa handleggina. Sterakúr og fjórar aðgerðir Til að verjast höfnuninni var farið sterka steralyfjameðferð. Fékk Guðmundur hundraðfaldan skammt af steralyfjum sem tók út hjá honum ónæmiskerfið. Síðan var farið í hverja skurðaðgerðina á fætur annarri. Meðal annars vegna sýkingar í olnboga sem kom í kjölfar ónæmisbælingarinnar. Hafði handleggurinn bólgnað mikið og sársaukinn var gríðarlegur að sögn Guðmundar. Hann sagði hins vegar að sterakúrinn hefði stöðvað höfnunina. Útlit væri því fyrir að hann myndi halda handleggjunum.
Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10 „Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52 Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10
„Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52
Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56