Clinton segist hafa áttað sig á þessu eftir samtal við Pútín í Davos.
Að sögn Clinton gerði Pútín lítið úr samkomulaginu sem Boris Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseti, hefði samþykkt um að virða yfirráð Úkraínu yfir eigin landi gegn því að stjórnvöld í Kænugarði létu af hendi kjarnorkuvopn frá Sovét-tímanum.
„Vladimir Pútín tjáði mér árið 2011, þremur árum áður en hann tók Krímskaga, að hann væri ekki sammála samkomulaginu sem ég komst að við Boris Jeltsín,“ er haft eftir Clinton. „Hann sagði: „Ég er ekki sammála því. Og ég styð það ekki. Og ég er ekki bundinn af því.“ Frá þeim degi vissi ég að þetta væri bara tímaspursmál,“ segir Clinton.
Bill Clinton said he realised in 2011 it was 'just a matter of time' before Vladimir Putin would move on Ukraine after a chilling discussion with Russia s president in Davos https://t.co/ETrC40ztwd
— Financial Times (@FinancialTimes) May 5, 2023
Í sömu umfjöllun Financial Times er haft eftir Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að til að binda enda á átökin í Úkraínu verði Úkraínumenn að sigra Rússa, eða að minnsta kosti ná aftur því landsvæði í austurhluta landsins sem nú er á valdi Rússa.
„Þá vantar vogarafl,“ segir Clinton. „Ég myndi ekki undir neinum kringumstæðum treysta Pútín við samningaborðið, nema Úkraínumenn, með okkar stuðningi, hafi nægilegt vogarafl.“
Hér má lesa umfjöllun Guardian en grein FT er á bak við greiðsluvegg.