Hvorki gengur né rekur að koma æfingaflugi úr Vatnsmýrinni Jakob Bjarnar og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 4. maí 2023 16:12 Tekist var á um nýlega skýrslu starfshóps um áhrif nýrrar fjögurra þúsunda manna byggðar í nýja Skerjafirði á flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Þegar á leið kom á daginn til hvers refirnir voru skornir og upp blossaði áratugalöng deila um hvort flugvöllurinn ætti að fara eða vera. vísir/vilhelm Enn var tekist á um flugvöllinn í Vatnsmýrinni að þessu sinni í frísklegum umræðum í Pallborði Vísis og Stöðvar 2. Þar mættust þeir Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fóru yfir þetta sígilda hitamál. Njáll Trausti er stofnandi samtakanna „Hjartað í Vatnsmýrinni“ og hefur áratugum saman talað fyrir því að flugvöllurinn í miðri Reykjavíkurborg fari hvergi. Pawel hins vegar er þeirrar skoðunar að flugvöllurinn fari enda liggi fyrir ákvörðun þess efnis og allt skipulag borgarinnar grundvallist á þeirri staðreynd. Ekki bæði hægt að éta kökuna og eiga Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hefjast skuli handa við jarðvegsframkvæmdir og undirbúning uppbyggingar í Nýja-Skerjafirði. Ákvörðunin er tekin á grundvelli niðurstöðu starfshóps sem ráðherra skipaði til að meta áhrif byggðarinnar á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Sitt sýnist hverjum um niðurstöður hópsins og ákvörðun ráðherra og borgaryfirvalda en í skýrslu starfshópsins segir meðal annars að byggðin muni að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi flugvallarins. Pawel Bartoszek og Njáll Trausti Friðbertsson eru ekki skoðanabræður um hvað gera beri við flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Njáll Trausti sagði að fyrir lægju veðurgögn sem hefðu ekki verið rýnd og rannsaka þyrfti betur og það tæki í það minnsta tólf mánuði að vinna úr þeim. Pawel taldi einsýnt að enn væri reynt að þæfa málin. Og Njáll Trausti mætti ekki bæði vera sótillur út í skýrsluna og nota hana til málstað sínum til framdráttar. Nú ætti að koma í veg fyrir að fjögur þúsunda manna byggð risi til að tefja mál í von um að flugvöllurinn færi hvergi. „Finnst þér það hafa gengið vel?“ Umræðurnar voru harðar og hitnuðu eftir því sem á þáttinn leið. Náll Trausti sagðist vera að hugsa um heildarhag landsins alls, flugöryggi, sjúkraflug og samgöngur almennt þar sem Reykjavíkurflugvöllur væri hryggjarstykkið. Skýrslan hefur í dag og í gær verið til grundvallar umræðu sem nú fer fram og í Pallborðinu sem Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður stýrði. Hún spurði þegar liðið var á þáttinn hvort þetta snerist ekki, þegar allt kæmi til alls, um nákvæmlega þetta; áratugalanga deilu um hvort flugvöllurinn ætti að vera eða fara? Pawel sagðist vilja vera heiðarlegur með það, hann hafi alltaf verið tilbúinn til að skoða og rýna. „En við erum nú búin að gera það í tvo áratugi. Það er alltaf sagt, getum við ekki aðeins beðið og skoðað lengur. Það kemur einhvern tíma að því að við þurfum að taka ákvörðun.“ Og ákvörðunin lægi fyrir. Pawel sagði að þarna þyrfti að fara fram uppbygging og 2013 hafi verið undirritað samkomulag þess efnis, milli ríkis og borgar, þar um. „Þú ert ekkert sáttur við það samkomulag, ég veit það en það er líka hluti af samkomulaginu sem þarf að virða. Við gerðum líka samkomulag um það að æfinga- og kennsluflug færi annað. Ég veit að þú ert ekki hrifinn af því. En hefur ríkið gert mikið í því að efna sinn hluta af því samkomulagi? Segir fólk hafa verið blekkt með kosningunum 2001 Njáll Trausti vildi meina í því sambandi að menn hafi viljað afvegaleiða umræðuna. Þegar kosið var um hvort völlurinn ætti að fara eða vera 2001 hafi verið áskilið að 75 prósenta kosningaþáttaka þyrfti að vera svo niðurstaðan væri bindandi. Þátttakan reyndist tæplega 40 prósent. Þó flugvöllurinn hafi með verið kosinn burtu af borgarbúum þá voru margir sem ekki mættu til kosninga af því að þeir vildu ekki að 75 prósenta markinu yrði náð. Njáll Trausti segir nú fyrirliggjandi gögn sem þurfi að skoða miklu betur, í það minnsta í tólf mánuði, áður en tekin verður ákvörðun um hvort byggðin skaði flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli.vísir/vilhelm „Fullt af fólki tók ekki þátt í kosningunni því það vildi ekki að það færi upp í þetta bindandi sem var ákveðið 75 prósent,“ sagði Njáll Trausti. Hann hélt því fram að á næsta borgarráðsfundi hafi leikreglunum verið breytt og ákveðið að það væri meirihluti fyrir þessu. „Söguskoðunin er þannig að fólk heldur almennt að staðið hafi verið við leikreglurnar 2001.“ Pawel benti á að síðan hafi verið kosið í fimm til sex skipti í Reykjavík og það hefði verið hægt að breyta því. Niðurstaðan væri sú að þessi stefna væri Reykvíkingum ekki svo á móti skapi. Hann sagði Njál Trausta ítrekað leggja það til á þingi að skipulagsvaldið væri tekið af Reykjavík svo festa mætti flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Ekki að Reykvíkingar mættu sjálfir ákveða þetta. Njáll ítrekaði að hann væri að hugsa um hag landsins alls, mikilvæga innviði og þetta væri grunnurinn að innanlandsfluginu, sjúkrafluginu, almannavarnakerfinu og þetta væri varaflugvöllur. „Þetta snýst um heildarhagsmuni þjóðar í stóru samhengi.“ Af hverju vill varaborgarfulltrúi kennsluflugið úr Reykjavík? Njáll Trausti sagðist sérfróður um þessi mál og hefði helgað sig þeim undanfarin þrjátíu ár. Og hann væri að reyna að kynna fólki flugrekstrarlegar staðreyndir. „Til að þessum málum verði ekki glatað í einhverja þvælu.“ Pawel spurði Njál Trausta hver hans afstaða væri til þess hvort kennslu- og æfingaflug í Vatnsmýrinni væri og af hverju það væri ekki farið. Njáll Trausti vildi ekki svara því á annan veg en þann að spyrja á móti: Af hverju Pawel vildi að það færi?vísir/vilhelm Pawel endurtók það sem hann hafði áður nefnt um æfinga- og kennsluflugið að það ætti að fara hið fyrsta og spurði Njál Trausta hvort hann væri sammála því hvort sá þáttur flugsins ætti að fara? Njáli Trausta vafðist tunga um tönn og vildi snúa uppá spurninguna. „Ég sé ekki hvað er málið? Ég bý nú í Vesturbænum. Hver er truflunin? Nú er að koma rafmagnsflug hérna. Af hverju er svona mikilvægt fyrir Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúa að kennsluflugið fari úr Reykjavík? Það er meira að segja búið að panta rafmagnsflugvélar.“ Pawel lýsti þá þeirri skoðun sinni að honum teldi að það væri betur komið annars staðar þar sem það ætti meiri vaxtarmöguleika. En þetta með æfingaflugið hafi nú bara verið nefnt til dæmis um þann hnút sem þetta mál virðist fast í. Reykjavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Pallborðið Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Tengdar fréttir Þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar sameinaðir í afstöðu sinni Þingflokkur Framsóknar og sveitarstjórnarfulltrúar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka þá afstöðu sína að það eigi ekki að rísa byggð í Vatnsmýrinni sem hefur áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4. maí 2023 08:27 Sakar Orra um að hlaupa frá skýrslunni Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir Orra Eiríksson, fulltrúa atvinnuflugmanna í starfshópi innviðaráðherra um Reykjavíkurflugvöll, hlaupa frá niðurstöðunni. Ekki sé sanngjarnt að gera lítið úr skýrslu starfshópsins. 3. maí 2023 19:00 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Njáll Trausti er stofnandi samtakanna „Hjartað í Vatnsmýrinni“ og hefur áratugum saman talað fyrir því að flugvöllurinn í miðri Reykjavíkurborg fari hvergi. Pawel hins vegar er þeirrar skoðunar að flugvöllurinn fari enda liggi fyrir ákvörðun þess efnis og allt skipulag borgarinnar grundvallist á þeirri staðreynd. Ekki bæði hægt að éta kökuna og eiga Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hefjast skuli handa við jarðvegsframkvæmdir og undirbúning uppbyggingar í Nýja-Skerjafirði. Ákvörðunin er tekin á grundvelli niðurstöðu starfshóps sem ráðherra skipaði til að meta áhrif byggðarinnar á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Sitt sýnist hverjum um niðurstöður hópsins og ákvörðun ráðherra og borgaryfirvalda en í skýrslu starfshópsins segir meðal annars að byggðin muni að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi flugvallarins. Pawel Bartoszek og Njáll Trausti Friðbertsson eru ekki skoðanabræður um hvað gera beri við flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Njáll Trausti sagði að fyrir lægju veðurgögn sem hefðu ekki verið rýnd og rannsaka þyrfti betur og það tæki í það minnsta tólf mánuði að vinna úr þeim. Pawel taldi einsýnt að enn væri reynt að þæfa málin. Og Njáll Trausti mætti ekki bæði vera sótillur út í skýrsluna og nota hana til málstað sínum til framdráttar. Nú ætti að koma í veg fyrir að fjögur þúsunda manna byggð risi til að tefja mál í von um að flugvöllurinn færi hvergi. „Finnst þér það hafa gengið vel?“ Umræðurnar voru harðar og hitnuðu eftir því sem á þáttinn leið. Náll Trausti sagðist vera að hugsa um heildarhag landsins alls, flugöryggi, sjúkraflug og samgöngur almennt þar sem Reykjavíkurflugvöllur væri hryggjarstykkið. Skýrslan hefur í dag og í gær verið til grundvallar umræðu sem nú fer fram og í Pallborðinu sem Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður stýrði. Hún spurði þegar liðið var á þáttinn hvort þetta snerist ekki, þegar allt kæmi til alls, um nákvæmlega þetta; áratugalanga deilu um hvort flugvöllurinn ætti að vera eða fara? Pawel sagðist vilja vera heiðarlegur með það, hann hafi alltaf verið tilbúinn til að skoða og rýna. „En við erum nú búin að gera það í tvo áratugi. Það er alltaf sagt, getum við ekki aðeins beðið og skoðað lengur. Það kemur einhvern tíma að því að við þurfum að taka ákvörðun.“ Og ákvörðunin lægi fyrir. Pawel sagði að þarna þyrfti að fara fram uppbygging og 2013 hafi verið undirritað samkomulag þess efnis, milli ríkis og borgar, þar um. „Þú ert ekkert sáttur við það samkomulag, ég veit það en það er líka hluti af samkomulaginu sem þarf að virða. Við gerðum líka samkomulag um það að æfinga- og kennsluflug færi annað. Ég veit að þú ert ekki hrifinn af því. En hefur ríkið gert mikið í því að efna sinn hluta af því samkomulagi? Segir fólk hafa verið blekkt með kosningunum 2001 Njáll Trausti vildi meina í því sambandi að menn hafi viljað afvegaleiða umræðuna. Þegar kosið var um hvort völlurinn ætti að fara eða vera 2001 hafi verið áskilið að 75 prósenta kosningaþáttaka þyrfti að vera svo niðurstaðan væri bindandi. Þátttakan reyndist tæplega 40 prósent. Þó flugvöllurinn hafi með verið kosinn burtu af borgarbúum þá voru margir sem ekki mættu til kosninga af því að þeir vildu ekki að 75 prósenta markinu yrði náð. Njáll Trausti segir nú fyrirliggjandi gögn sem þurfi að skoða miklu betur, í það minnsta í tólf mánuði, áður en tekin verður ákvörðun um hvort byggðin skaði flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli.vísir/vilhelm „Fullt af fólki tók ekki þátt í kosningunni því það vildi ekki að það færi upp í þetta bindandi sem var ákveðið 75 prósent,“ sagði Njáll Trausti. Hann hélt því fram að á næsta borgarráðsfundi hafi leikreglunum verið breytt og ákveðið að það væri meirihluti fyrir þessu. „Söguskoðunin er þannig að fólk heldur almennt að staðið hafi verið við leikreglurnar 2001.“ Pawel benti á að síðan hafi verið kosið í fimm til sex skipti í Reykjavík og það hefði verið hægt að breyta því. Niðurstaðan væri sú að þessi stefna væri Reykvíkingum ekki svo á móti skapi. Hann sagði Njál Trausta ítrekað leggja það til á þingi að skipulagsvaldið væri tekið af Reykjavík svo festa mætti flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Ekki að Reykvíkingar mættu sjálfir ákveða þetta. Njáll ítrekaði að hann væri að hugsa um hag landsins alls, mikilvæga innviði og þetta væri grunnurinn að innanlandsfluginu, sjúkrafluginu, almannavarnakerfinu og þetta væri varaflugvöllur. „Þetta snýst um heildarhagsmuni þjóðar í stóru samhengi.“ Af hverju vill varaborgarfulltrúi kennsluflugið úr Reykjavík? Njáll Trausti sagðist sérfróður um þessi mál og hefði helgað sig þeim undanfarin þrjátíu ár. Og hann væri að reyna að kynna fólki flugrekstrarlegar staðreyndir. „Til að þessum málum verði ekki glatað í einhverja þvælu.“ Pawel spurði Njál Trausta hver hans afstaða væri til þess hvort kennslu- og æfingaflug í Vatnsmýrinni væri og af hverju það væri ekki farið. Njáll Trausti vildi ekki svara því á annan veg en þann að spyrja á móti: Af hverju Pawel vildi að það færi?vísir/vilhelm Pawel endurtók það sem hann hafði áður nefnt um æfinga- og kennsluflugið að það ætti að fara hið fyrsta og spurði Njál Trausta hvort hann væri sammála því hvort sá þáttur flugsins ætti að fara? Njáli Trausta vafðist tunga um tönn og vildi snúa uppá spurninguna. „Ég sé ekki hvað er málið? Ég bý nú í Vesturbænum. Hver er truflunin? Nú er að koma rafmagnsflug hérna. Af hverju er svona mikilvægt fyrir Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúa að kennsluflugið fari úr Reykjavík? Það er meira að segja búið að panta rafmagnsflugvélar.“ Pawel lýsti þá þeirri skoðun sinni að honum teldi að það væri betur komið annars staðar þar sem það ætti meiri vaxtarmöguleika. En þetta með æfingaflugið hafi nú bara verið nefnt til dæmis um þann hnút sem þetta mál virðist fast í.
Reykjavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Pallborðið Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Tengdar fréttir Þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar sameinaðir í afstöðu sinni Þingflokkur Framsóknar og sveitarstjórnarfulltrúar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka þá afstöðu sína að það eigi ekki að rísa byggð í Vatnsmýrinni sem hefur áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4. maí 2023 08:27 Sakar Orra um að hlaupa frá skýrslunni Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir Orra Eiríksson, fulltrúa atvinnuflugmanna í starfshópi innviðaráðherra um Reykjavíkurflugvöll, hlaupa frá niðurstöðunni. Ekki sé sanngjarnt að gera lítið úr skýrslu starfshópsins. 3. maí 2023 19:00 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar sameinaðir í afstöðu sinni Þingflokkur Framsóknar og sveitarstjórnarfulltrúar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka þá afstöðu sína að það eigi ekki að rísa byggð í Vatnsmýrinni sem hefur áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4. maí 2023 08:27
Sakar Orra um að hlaupa frá skýrslunni Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir Orra Eiríksson, fulltrúa atvinnuflugmanna í starfshópi innviðaráðherra um Reykjavíkurflugvöll, hlaupa frá niðurstöðunni. Ekki sé sanngjarnt að gera lítið úr skýrslu starfshópsins. 3. maí 2023 19:00
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12