Spila íslensku fótboltalandsliðin heimaleiki sína á Tene? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2023 09:32 Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu gætu þurft að spila heimaleik í febrúar á næsta ári. Samsett/Vilhelm/Getty Íslensku landsliðin í fótboltanum gætu þurft að spila heimaleiki sína yfir vetrarmánuðina utan Íslands. Þetta segir framkvæmdastjóri KSÍ en hún segir jafnframt að mögulega fari leikirnir fram á Tenerife eða annars staðar í Evrópu. Laugardalsvöllurinn er ekki nothæfur yfir vetrarmánuðina og með tilkomu Þjóðadeildarinnar þurfa bæði A-landsliðin okkar að geta spilað heimaleiki sína yfir veturinn. Það er eitthvað sem er ekki hægt í dag eins og staðan er á Þjóðarleikvanginum. „Það var dregið í Þjóðadeild kvenna í vikunni og þar eru tvö lið af fjórum í riðlinum sem halda áfram keppni og myndu þá spila spila í febrúar. Það eru því sæmilegar líkur að við þurfum að spila með A-landslið kvenna í febrúar og þessi völlur, þótt að hann sé fagurgrænn í dag í byrjun maí, þá erum við ekki að spila þar í febrúar,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. „Við erum að skoða velli erlendis en við fáum ekki ákveðin svör frá UEFA strax af því að við vitum ekki við hvern við gætum mögulega verið að spila. Það er mál sem við erum að vinna í rólegheitunum. Við erum að skoða hvaða vellir koma til greina,“ sagði Klara. „Við myndum kannski ekki taka sama völl fyrir A-landslið karla og A-landslið kvenna. Það eru því ýmsir vinklar sem þarf að velta upp,“ sagði Klara. Stefán Árni Pálsson tók viðtalið við Klöru og sagðist hafa heyrt af því að Alicante, Portúgal eða Tenerife komi til greina sem leikstaðir fyrir íslenska landsliðið. „Er það rétt,“ spurði Stefán Árni. „Það er alveg rétt. Þessir staðir eru allir undir. Við erum fyrst og fremst að skoða völl sem hefur reynslu af því að vera með UEFA-leiki. Við vitum þá að þeir hafa alla innviði til staðar. Aðbúnað leikmanna, fjölmiðla, sjónvarpsupptökur og annað slíkt,“ sagði Klara. „Þessi lönd eru undir sem og Færeyjar, Svíþjóð og Danmörk. Ef við erum að fara að spila í febrúar þá myndum við frekar horfa til suður Evrópu. Þetta fer líka allt eftir því hverjir mögulegir mótherjar okkar verða,“ sagði Klara. Knattspyrnusambandið er meðvitað um það að staðir eins og Alicante, Tenerife og Algarve gætu hjálpað landsliðunum okkar að fá inn töluvert af áhorfendum. Það er oft nóg af Íslendingum þar í heimsókn. „Það myndi líka hjálpa okkur að halda leikinn, af því að halda heimaleik erlendis er eitthvað sem við höfum ekki gert mikið af. Það kallar á svolítinn mannafla til að framkvæma leikinn og það væri gott að eiga Íslendinga í bakhöndinni þar,“ sagði Klara. En er einhver möguleiki á því að það verði hægt að spila í janúar, febrúar eða mars á Laugardalsvellinum? „Eins og flestir vita þá er ekki mikill hraði í að sjá hvert það mál stefnir. Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki að fara að leysast á næstu árum og verkefnum landsliðanna, utan þessa sumarglugga, er alltaf að fjölga. Við þurfum að fara að skoða málin til lengri tíma, bæði að leysa þá stöðu sem við erum í núna en líka hvað við ætlum að gera í framtíðinni,“ sagði Klara. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild UEFA Nýr þjóðarleikvangur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Laugardalsvöllurinn er ekki nothæfur yfir vetrarmánuðina og með tilkomu Þjóðadeildarinnar þurfa bæði A-landsliðin okkar að geta spilað heimaleiki sína yfir veturinn. Það er eitthvað sem er ekki hægt í dag eins og staðan er á Þjóðarleikvanginum. „Það var dregið í Þjóðadeild kvenna í vikunni og þar eru tvö lið af fjórum í riðlinum sem halda áfram keppni og myndu þá spila spila í febrúar. Það eru því sæmilegar líkur að við þurfum að spila með A-landslið kvenna í febrúar og þessi völlur, þótt að hann sé fagurgrænn í dag í byrjun maí, þá erum við ekki að spila þar í febrúar,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. „Við erum að skoða velli erlendis en við fáum ekki ákveðin svör frá UEFA strax af því að við vitum ekki við hvern við gætum mögulega verið að spila. Það er mál sem við erum að vinna í rólegheitunum. Við erum að skoða hvaða vellir koma til greina,“ sagði Klara. „Við myndum kannski ekki taka sama völl fyrir A-landslið karla og A-landslið kvenna. Það eru því ýmsir vinklar sem þarf að velta upp,“ sagði Klara. Stefán Árni Pálsson tók viðtalið við Klöru og sagðist hafa heyrt af því að Alicante, Portúgal eða Tenerife komi til greina sem leikstaðir fyrir íslenska landsliðið. „Er það rétt,“ spurði Stefán Árni. „Það er alveg rétt. Þessir staðir eru allir undir. Við erum fyrst og fremst að skoða völl sem hefur reynslu af því að vera með UEFA-leiki. Við vitum þá að þeir hafa alla innviði til staðar. Aðbúnað leikmanna, fjölmiðla, sjónvarpsupptökur og annað slíkt,“ sagði Klara. „Þessi lönd eru undir sem og Færeyjar, Svíþjóð og Danmörk. Ef við erum að fara að spila í febrúar þá myndum við frekar horfa til suður Evrópu. Þetta fer líka allt eftir því hverjir mögulegir mótherjar okkar verða,“ sagði Klara. Knattspyrnusambandið er meðvitað um það að staðir eins og Alicante, Tenerife og Algarve gætu hjálpað landsliðunum okkar að fá inn töluvert af áhorfendum. Það er oft nóg af Íslendingum þar í heimsókn. „Það myndi líka hjálpa okkur að halda leikinn, af því að halda heimaleik erlendis er eitthvað sem við höfum ekki gert mikið af. Það kallar á svolítinn mannafla til að framkvæma leikinn og það væri gott að eiga Íslendinga í bakhöndinni þar,“ sagði Klara. En er einhver möguleiki á því að það verði hægt að spila í janúar, febrúar eða mars á Laugardalsvellinum? „Eins og flestir vita þá er ekki mikill hraði í að sjá hvert það mál stefnir. Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki að fara að leysast á næstu árum og verkefnum landsliðanna, utan þessa sumarglugga, er alltaf að fjölga. Við þurfum að fara að skoða málin til lengri tíma, bæði að leysa þá stöðu sem við erum í núna en líka hvað við ætlum að gera í framtíðinni,“ sagði Klara. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild UEFA Nýr þjóðarleikvangur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira