Spila íslensku fótboltalandsliðin heimaleiki sína á Tene? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2023 09:32 Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu gætu þurft að spila heimaleik í febrúar á næsta ári. Samsett/Vilhelm/Getty Íslensku landsliðin í fótboltanum gætu þurft að spila heimaleiki sína yfir vetrarmánuðina utan Íslands. Þetta segir framkvæmdastjóri KSÍ en hún segir jafnframt að mögulega fari leikirnir fram á Tenerife eða annars staðar í Evrópu. Laugardalsvöllurinn er ekki nothæfur yfir vetrarmánuðina og með tilkomu Þjóðadeildarinnar þurfa bæði A-landsliðin okkar að geta spilað heimaleiki sína yfir veturinn. Það er eitthvað sem er ekki hægt í dag eins og staðan er á Þjóðarleikvanginum. „Það var dregið í Þjóðadeild kvenna í vikunni og þar eru tvö lið af fjórum í riðlinum sem halda áfram keppni og myndu þá spila spila í febrúar. Það eru því sæmilegar líkur að við þurfum að spila með A-landslið kvenna í febrúar og þessi völlur, þótt að hann sé fagurgrænn í dag í byrjun maí, þá erum við ekki að spila þar í febrúar,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. „Við erum að skoða velli erlendis en við fáum ekki ákveðin svör frá UEFA strax af því að við vitum ekki við hvern við gætum mögulega verið að spila. Það er mál sem við erum að vinna í rólegheitunum. Við erum að skoða hvaða vellir koma til greina,“ sagði Klara. „Við myndum kannski ekki taka sama völl fyrir A-landslið karla og A-landslið kvenna. Það eru því ýmsir vinklar sem þarf að velta upp,“ sagði Klara. Stefán Árni Pálsson tók viðtalið við Klöru og sagðist hafa heyrt af því að Alicante, Portúgal eða Tenerife komi til greina sem leikstaðir fyrir íslenska landsliðið. „Er það rétt,“ spurði Stefán Árni. „Það er alveg rétt. Þessir staðir eru allir undir. Við erum fyrst og fremst að skoða völl sem hefur reynslu af því að vera með UEFA-leiki. Við vitum þá að þeir hafa alla innviði til staðar. Aðbúnað leikmanna, fjölmiðla, sjónvarpsupptökur og annað slíkt,“ sagði Klara. „Þessi lönd eru undir sem og Færeyjar, Svíþjóð og Danmörk. Ef við erum að fara að spila í febrúar þá myndum við frekar horfa til suður Evrópu. Þetta fer líka allt eftir því hverjir mögulegir mótherjar okkar verða,“ sagði Klara. Knattspyrnusambandið er meðvitað um það að staðir eins og Alicante, Tenerife og Algarve gætu hjálpað landsliðunum okkar að fá inn töluvert af áhorfendum. Það er oft nóg af Íslendingum þar í heimsókn. „Það myndi líka hjálpa okkur að halda leikinn, af því að halda heimaleik erlendis er eitthvað sem við höfum ekki gert mikið af. Það kallar á svolítinn mannafla til að framkvæma leikinn og það væri gott að eiga Íslendinga í bakhöndinni þar,“ sagði Klara. En er einhver möguleiki á því að það verði hægt að spila í janúar, febrúar eða mars á Laugardalsvellinum? „Eins og flestir vita þá er ekki mikill hraði í að sjá hvert það mál stefnir. Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki að fara að leysast á næstu árum og verkefnum landsliðanna, utan þessa sumarglugga, er alltaf að fjölga. Við þurfum að fara að skoða málin til lengri tíma, bæði að leysa þá stöðu sem við erum í núna en líka hvað við ætlum að gera í framtíðinni,“ sagði Klara. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild UEFA Nýr þjóðarleikvangur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Laugardalsvöllurinn er ekki nothæfur yfir vetrarmánuðina og með tilkomu Þjóðadeildarinnar þurfa bæði A-landsliðin okkar að geta spilað heimaleiki sína yfir veturinn. Það er eitthvað sem er ekki hægt í dag eins og staðan er á Þjóðarleikvanginum. „Það var dregið í Þjóðadeild kvenna í vikunni og þar eru tvö lið af fjórum í riðlinum sem halda áfram keppni og myndu þá spila spila í febrúar. Það eru því sæmilegar líkur að við þurfum að spila með A-landslið kvenna í febrúar og þessi völlur, þótt að hann sé fagurgrænn í dag í byrjun maí, þá erum við ekki að spila þar í febrúar,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. „Við erum að skoða velli erlendis en við fáum ekki ákveðin svör frá UEFA strax af því að við vitum ekki við hvern við gætum mögulega verið að spila. Það er mál sem við erum að vinna í rólegheitunum. Við erum að skoða hvaða vellir koma til greina,“ sagði Klara. „Við myndum kannski ekki taka sama völl fyrir A-landslið karla og A-landslið kvenna. Það eru því ýmsir vinklar sem þarf að velta upp,“ sagði Klara. Stefán Árni Pálsson tók viðtalið við Klöru og sagðist hafa heyrt af því að Alicante, Portúgal eða Tenerife komi til greina sem leikstaðir fyrir íslenska landsliðið. „Er það rétt,“ spurði Stefán Árni. „Það er alveg rétt. Þessir staðir eru allir undir. Við erum fyrst og fremst að skoða völl sem hefur reynslu af því að vera með UEFA-leiki. Við vitum þá að þeir hafa alla innviði til staðar. Aðbúnað leikmanna, fjölmiðla, sjónvarpsupptökur og annað slíkt,“ sagði Klara. „Þessi lönd eru undir sem og Færeyjar, Svíþjóð og Danmörk. Ef við erum að fara að spila í febrúar þá myndum við frekar horfa til suður Evrópu. Þetta fer líka allt eftir því hverjir mögulegir mótherjar okkar verða,“ sagði Klara. Knattspyrnusambandið er meðvitað um það að staðir eins og Alicante, Tenerife og Algarve gætu hjálpað landsliðunum okkar að fá inn töluvert af áhorfendum. Það er oft nóg af Íslendingum þar í heimsókn. „Það myndi líka hjálpa okkur að halda leikinn, af því að halda heimaleik erlendis er eitthvað sem við höfum ekki gert mikið af. Það kallar á svolítinn mannafla til að framkvæma leikinn og það væri gott að eiga Íslendinga í bakhöndinni þar,“ sagði Klara. En er einhver möguleiki á því að það verði hægt að spila í janúar, febrúar eða mars á Laugardalsvellinum? „Eins og flestir vita þá er ekki mikill hraði í að sjá hvert það mál stefnir. Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki að fara að leysast á næstu árum og verkefnum landsliðanna, utan þessa sumarglugga, er alltaf að fjölga. Við þurfum að fara að skoða málin til lengri tíma, bæði að leysa þá stöðu sem við erum í núna en líka hvað við ætlum að gera í framtíðinni,“ sagði Klara. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild UEFA Nýr þjóðarleikvangur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira