Spila íslensku fótboltalandsliðin heimaleiki sína á Tene? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2023 09:32 Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu gætu þurft að spila heimaleik í febrúar á næsta ári. Samsett/Vilhelm/Getty Íslensku landsliðin í fótboltanum gætu þurft að spila heimaleiki sína yfir vetrarmánuðina utan Íslands. Þetta segir framkvæmdastjóri KSÍ en hún segir jafnframt að mögulega fari leikirnir fram á Tenerife eða annars staðar í Evrópu. Laugardalsvöllurinn er ekki nothæfur yfir vetrarmánuðina og með tilkomu Þjóðadeildarinnar þurfa bæði A-landsliðin okkar að geta spilað heimaleiki sína yfir veturinn. Það er eitthvað sem er ekki hægt í dag eins og staðan er á Þjóðarleikvanginum. „Það var dregið í Þjóðadeild kvenna í vikunni og þar eru tvö lið af fjórum í riðlinum sem halda áfram keppni og myndu þá spila spila í febrúar. Það eru því sæmilegar líkur að við þurfum að spila með A-landslið kvenna í febrúar og þessi völlur, þótt að hann sé fagurgrænn í dag í byrjun maí, þá erum við ekki að spila þar í febrúar,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. „Við erum að skoða velli erlendis en við fáum ekki ákveðin svör frá UEFA strax af því að við vitum ekki við hvern við gætum mögulega verið að spila. Það er mál sem við erum að vinna í rólegheitunum. Við erum að skoða hvaða vellir koma til greina,“ sagði Klara. „Við myndum kannski ekki taka sama völl fyrir A-landslið karla og A-landslið kvenna. Það eru því ýmsir vinklar sem þarf að velta upp,“ sagði Klara. Stefán Árni Pálsson tók viðtalið við Klöru og sagðist hafa heyrt af því að Alicante, Portúgal eða Tenerife komi til greina sem leikstaðir fyrir íslenska landsliðið. „Er það rétt,“ spurði Stefán Árni. „Það er alveg rétt. Þessir staðir eru allir undir. Við erum fyrst og fremst að skoða völl sem hefur reynslu af því að vera með UEFA-leiki. Við vitum þá að þeir hafa alla innviði til staðar. Aðbúnað leikmanna, fjölmiðla, sjónvarpsupptökur og annað slíkt,“ sagði Klara. „Þessi lönd eru undir sem og Færeyjar, Svíþjóð og Danmörk. Ef við erum að fara að spila í febrúar þá myndum við frekar horfa til suður Evrópu. Þetta fer líka allt eftir því hverjir mögulegir mótherjar okkar verða,“ sagði Klara. Knattspyrnusambandið er meðvitað um það að staðir eins og Alicante, Tenerife og Algarve gætu hjálpað landsliðunum okkar að fá inn töluvert af áhorfendum. Það er oft nóg af Íslendingum þar í heimsókn. „Það myndi líka hjálpa okkur að halda leikinn, af því að halda heimaleik erlendis er eitthvað sem við höfum ekki gert mikið af. Það kallar á svolítinn mannafla til að framkvæma leikinn og það væri gott að eiga Íslendinga í bakhöndinni þar,“ sagði Klara. En er einhver möguleiki á því að það verði hægt að spila í janúar, febrúar eða mars á Laugardalsvellinum? „Eins og flestir vita þá er ekki mikill hraði í að sjá hvert það mál stefnir. Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki að fara að leysast á næstu árum og verkefnum landsliðanna, utan þessa sumarglugga, er alltaf að fjölga. Við þurfum að fara að skoða málin til lengri tíma, bæði að leysa þá stöðu sem við erum í núna en líka hvað við ætlum að gera í framtíðinni,“ sagði Klara. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild UEFA Nýr þjóðarleikvangur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Sjá meira
Laugardalsvöllurinn er ekki nothæfur yfir vetrarmánuðina og með tilkomu Þjóðadeildarinnar þurfa bæði A-landsliðin okkar að geta spilað heimaleiki sína yfir veturinn. Það er eitthvað sem er ekki hægt í dag eins og staðan er á Þjóðarleikvanginum. „Það var dregið í Þjóðadeild kvenna í vikunni og þar eru tvö lið af fjórum í riðlinum sem halda áfram keppni og myndu þá spila spila í febrúar. Það eru því sæmilegar líkur að við þurfum að spila með A-landslið kvenna í febrúar og þessi völlur, þótt að hann sé fagurgrænn í dag í byrjun maí, þá erum við ekki að spila þar í febrúar,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. „Við erum að skoða velli erlendis en við fáum ekki ákveðin svör frá UEFA strax af því að við vitum ekki við hvern við gætum mögulega verið að spila. Það er mál sem við erum að vinna í rólegheitunum. Við erum að skoða hvaða vellir koma til greina,“ sagði Klara. „Við myndum kannski ekki taka sama völl fyrir A-landslið karla og A-landslið kvenna. Það eru því ýmsir vinklar sem þarf að velta upp,“ sagði Klara. Stefán Árni Pálsson tók viðtalið við Klöru og sagðist hafa heyrt af því að Alicante, Portúgal eða Tenerife komi til greina sem leikstaðir fyrir íslenska landsliðið. „Er það rétt,“ spurði Stefán Árni. „Það er alveg rétt. Þessir staðir eru allir undir. Við erum fyrst og fremst að skoða völl sem hefur reynslu af því að vera með UEFA-leiki. Við vitum þá að þeir hafa alla innviði til staðar. Aðbúnað leikmanna, fjölmiðla, sjónvarpsupptökur og annað slíkt,“ sagði Klara. „Þessi lönd eru undir sem og Færeyjar, Svíþjóð og Danmörk. Ef við erum að fara að spila í febrúar þá myndum við frekar horfa til suður Evrópu. Þetta fer líka allt eftir því hverjir mögulegir mótherjar okkar verða,“ sagði Klara. Knattspyrnusambandið er meðvitað um það að staðir eins og Alicante, Tenerife og Algarve gætu hjálpað landsliðunum okkar að fá inn töluvert af áhorfendum. Það er oft nóg af Íslendingum þar í heimsókn. „Það myndi líka hjálpa okkur að halda leikinn, af því að halda heimaleik erlendis er eitthvað sem við höfum ekki gert mikið af. Það kallar á svolítinn mannafla til að framkvæma leikinn og það væri gott að eiga Íslendinga í bakhöndinni þar,“ sagði Klara. En er einhver möguleiki á því að það verði hægt að spila í janúar, febrúar eða mars á Laugardalsvellinum? „Eins og flestir vita þá er ekki mikill hraði í að sjá hvert það mál stefnir. Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki að fara að leysast á næstu árum og verkefnum landsliðanna, utan þessa sumarglugga, er alltaf að fjölga. Við þurfum að fara að skoða málin til lengri tíma, bæði að leysa þá stöðu sem við erum í núna en líka hvað við ætlum að gera í framtíðinni,“ sagði Klara. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild UEFA Nýr þjóðarleikvangur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Sjá meira