Sakar Orra um að hlaupa frá skýrslunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. maí 2023 19:00 Einar er ekki ánægður með Orra sem gagnrýnt hefur uppbygginguna í fjölmiðlum. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir Orra Eiríksson, fulltrúa atvinnuflugmanna í starfshópi innviðaráðherra um Reykjavíkurflugvöll, hlaupa frá niðurstöðunni. Ekki sé sanngjarnt að gera lítið úr skýrslu starfshópsins. „Orri sat í stýrihópnum í tæpt ár en hleypur svo frá niðurstöðunni. Það kemur mér á óvart. Menn verða að standa við það sem þeir segja í skýrslunni,“ sagði Einar Þorsteinsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. En hann mætti þar Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er ekki þörf á að hætta við uppbyggingu í hverfinu Nýja Skerjafirði þó að áhrif hennar á flugvöllinn séu neikvæð. Með mótvægisaðgerðum, eins og að lækka byggingar og móta landslag, verði hægt minnka neikvæð áhrif vindafars á flug. Einar sagði skýrsluna faglega og tæknilega. Engir aðrir flugvellir hefðu verið rannsakaðir jafn ítarlega með þessum hætti nema Schipol í Hollandi og einn flugvöllur í Ástralíu. Orri, sem situr í öryggisnefnd FIA, hefur komið fram í fjölmiðlum eftir að skýrslan var birt og varað við að notagildi vallarins muni skerðast. Það er að það verði erfiðleikar í áætlunarflugi og að uppbyggingin muni hafa veruleg áhrif á sjúkraflug. Það muni þurfa að nota Glasgow flugvöll oftar sem varaflugvöll. Standa vörð um Reykjavíkurflugvöll Einar ítrekaði samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019 þar sem segir að á meðan flugvöllurinn sé í Vatnsmýri sé ekki heimilt að skerða rekstraröryggi hans. Reykjavíkurflugvöllur sé mikilvægur fyrir sjúkraflug og þjóni sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. „Það er afstaða okkar í Framsókn að við eigum að standa vörð um flugvöllinn á meðan hann er í Vatnsmýri,“ sagði Einar. Þetta hafi meðal annars kristallast í því þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, beindi tilmælum til borgarinnar að reisa ekki byggingar sem gætu haft áhrif á rekstraröryggi flugvallarins. Borgin hafi fylgt því. Jafn framt sagði hann skotgrafarhernað einkenna umræðuna um Reykjavíkurflugvöll síðustu áratugi. Það sé freistandi fyrir stjórnmálamenn að gera mikinn uppslátt í fjölmiðlum og draga fólk í dilka. Framsókn og flugvallarandstæðingar Kjartan sagði að samkomulagið frá árinu 2019 hefði verið svikið. Þetta birtist bæði í orðum Orra og þeim fyrirvörum sem settir séu í skýrslu starfshópsins. „Einar sér borgarstjórastólinn í hyllingum og er tilbúinn að selja frá sér þetta mál sem Framsóknarmenn hafa löngum verið traustir í en ekki lengur,“ sagði Kjartan og nefndi að Framsókn ætti kannski að bjóða fram undir heitinu Framsókn og flugvallarandstæðingar því eitt sinn hefðu þeir boðið fram sem Framsókn og flugvallarvinir. Kjartan sagði Samfylkinguna ætla sér að slá flugvöllinn af gegn vilja meirihluta landsmanna. „Þá var farið í að þjarma að flugvellinum og þrengja að honum hér og þar,“ sagði Kjartan. „Taka brautir og byggja í kring, vitandi það að á endanum yrði rekstraröryggið skert svo mikið að það verður ekki hægt að lenda þar lengur. Því miður hafa Framsóknarmenn í Reykjavík gengið Samfylkingunni á hönd í þessu máli.“ Reykjavík síðdegis Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
„Orri sat í stýrihópnum í tæpt ár en hleypur svo frá niðurstöðunni. Það kemur mér á óvart. Menn verða að standa við það sem þeir segja í skýrslunni,“ sagði Einar Þorsteinsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. En hann mætti þar Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er ekki þörf á að hætta við uppbyggingu í hverfinu Nýja Skerjafirði þó að áhrif hennar á flugvöllinn séu neikvæð. Með mótvægisaðgerðum, eins og að lækka byggingar og móta landslag, verði hægt minnka neikvæð áhrif vindafars á flug. Einar sagði skýrsluna faglega og tæknilega. Engir aðrir flugvellir hefðu verið rannsakaðir jafn ítarlega með þessum hætti nema Schipol í Hollandi og einn flugvöllur í Ástralíu. Orri, sem situr í öryggisnefnd FIA, hefur komið fram í fjölmiðlum eftir að skýrslan var birt og varað við að notagildi vallarins muni skerðast. Það er að það verði erfiðleikar í áætlunarflugi og að uppbyggingin muni hafa veruleg áhrif á sjúkraflug. Það muni þurfa að nota Glasgow flugvöll oftar sem varaflugvöll. Standa vörð um Reykjavíkurflugvöll Einar ítrekaði samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019 þar sem segir að á meðan flugvöllurinn sé í Vatnsmýri sé ekki heimilt að skerða rekstraröryggi hans. Reykjavíkurflugvöllur sé mikilvægur fyrir sjúkraflug og þjóni sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. „Það er afstaða okkar í Framsókn að við eigum að standa vörð um flugvöllinn á meðan hann er í Vatnsmýri,“ sagði Einar. Þetta hafi meðal annars kristallast í því þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, beindi tilmælum til borgarinnar að reisa ekki byggingar sem gætu haft áhrif á rekstraröryggi flugvallarins. Borgin hafi fylgt því. Jafn framt sagði hann skotgrafarhernað einkenna umræðuna um Reykjavíkurflugvöll síðustu áratugi. Það sé freistandi fyrir stjórnmálamenn að gera mikinn uppslátt í fjölmiðlum og draga fólk í dilka. Framsókn og flugvallarandstæðingar Kjartan sagði að samkomulagið frá árinu 2019 hefði verið svikið. Þetta birtist bæði í orðum Orra og þeim fyrirvörum sem settir séu í skýrslu starfshópsins. „Einar sér borgarstjórastólinn í hyllingum og er tilbúinn að selja frá sér þetta mál sem Framsóknarmenn hafa löngum verið traustir í en ekki lengur,“ sagði Kjartan og nefndi að Framsókn ætti kannski að bjóða fram undir heitinu Framsókn og flugvallarandstæðingar því eitt sinn hefðu þeir boðið fram sem Framsókn og flugvallarvinir. Kjartan sagði Samfylkinguna ætla sér að slá flugvöllinn af gegn vilja meirihluta landsmanna. „Þá var farið í að þjarma að flugvellinum og þrengja að honum hér og þar,“ sagði Kjartan. „Taka brautir og byggja í kring, vitandi það að á endanum yrði rekstraröryggið skert svo mikið að það verður ekki hægt að lenda þar lengur. Því miður hafa Framsóknarmenn í Reykjavík gengið Samfylkingunni á hönd í þessu máli.“
Reykjavík síðdegis Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12