Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 3. maí 2023 18:38 Leiðtogar Norðurlanda með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í Helsinki í dag. Vísir/Einar Árnason Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aukning á framlagi Íslands til Úkraínu verði kynnt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fram fer hér á landi seinna í mánuðinum. Hún segir að það framlag sem þegar hafi verið kynnt á þessu ári, sé til jafns á við allt framlag Íslands á síðasta ári en bætt verði frekar í. „Við ætlum okkur að gera betur í þessu,“ sagði Katrín en hún vildi ekki fara nánar út í það að svo stöddu þegar Heimir Már Pétursson ræddi við hana í Helsinki í Finnlandi í dag. Katrín hafði þá lokið fundi með leiðtogum Norðurlanda og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sem mætti óvænt til Finnlands í dag. „Fyrst og fremst er ætlunin að ítreka stuðning Norðurlanda við Úkraínu og það var svo sannarlega gert á þessum fundi og öll ríkin hafa lagt sitt af mörkum til Úkraínu,“ sagði Katrín um fundinn með Selenskí. Katrín segir að meðal annars hafi einnig verið rætt um þær friðartillögur sem Úkraínumenn hafa lagt fram, sem miði að því hvernig tryggja megi réttlátan frið. „Það er að segja frið sem byggir ekki á því að annað ríki geti ruðst inn og kúgað hitt,“ sagði Katrín. Hún sagði að hluti af þessum tillögum yrði ræddur á leiðtogafundinum. Sá fundur var einnig ræddur í Helsinki í dag, hvað liggi fyrir á honum og hvað annað sé hægt að ræða þar. „Norrænt samtal“ Katrín sagði að Norðurlöndin sem heild vera stærri en þegar ríkin væru lögð saman eitt og eitt. Því væru fundir sem þessi mjög mikilvægir. „Við auðvitað tölum fyrir ákveðnum grunngildum, Norðurlöndin, þannig að ég held að það skipti verulega miklu máli að eiga svona fund,“ sagði Katrín. „Við höfum verið mjög samstillt í okkar aðgerðum, þó aðstæður í hverju landi séu misjafnar og mér fannst samtalið á þessum fundi frjálslegt.“ Hún sagði samtalið á fyrri fundinum í dag hafa verið „mjög norrænt“ og að ýmsir valmöguleikar sem ekki væri hefð fyrir að ræða, hefðu verið ræddir. Katrín sagði Norðurlönd hafa stillt strengi sína varðandi aðstoð til Úkraínu. „Við erum auðvitað búin að vera í töluverðu sambandi um þetta en núna þegar við erum að ræða mögulegar leiðir til einhverra lausna, friðartillögur Úkraínumanna. Þá munar gríðarlega um þá reynslu sem býr hjá norrænum stjórnvöldum, hvert á sínu sviði getum við sagt, inn í slíkt samtal.“ Ræddi aðstoð Íslands við Selenskí Á fundinum með Selenskí í dag segir Katrín að þar hafi sérstaklega verið rætt um mögulegar niðurstöður leiðtogafundarins í Reykjavík. „Ég var að upplýsa hann um nýjustu stöðuna á þeim málum og þar er auðvitað sérstaklega búið að vera að fjalla um þessa tjónaskrá, um það tjón sem Rússar hafa valdið með innrásinni. Það er líka búið að vera að fjalla um mögulegar leiðir til þess að sú skrá geti skilað raunverulegum aðgerðum í þágu Úkraínu,“ segir Katrín. Hún segir að einnig hafi verið talað um einstaka þætti friðartillagnanna sem varði ábyrgðaskyldu, hvernig bæta megi umhverfisskaða sem stríðið hefði valdið og fleira. Katrín segir ekki liggja fyrir hvort Selenskí hafi tök á að sækja fundinn í Reykjavík, en erindrekar frá Úkraínu muni í það minnsta sækja hann. „Svo ræddum við auðvitað líka áframhaldandi stuðning Íslands og vorum í raun og veru að halda áfram samtali sem við hófum í Kyiv um hvernig hann megi best nýtast.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Danmörk Noregur Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira
„Við ætlum okkur að gera betur í þessu,“ sagði Katrín en hún vildi ekki fara nánar út í það að svo stöddu þegar Heimir Már Pétursson ræddi við hana í Helsinki í Finnlandi í dag. Katrín hafði þá lokið fundi með leiðtogum Norðurlanda og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sem mætti óvænt til Finnlands í dag. „Fyrst og fremst er ætlunin að ítreka stuðning Norðurlanda við Úkraínu og það var svo sannarlega gert á þessum fundi og öll ríkin hafa lagt sitt af mörkum til Úkraínu,“ sagði Katrín um fundinn með Selenskí. Katrín segir að meðal annars hafi einnig verið rætt um þær friðartillögur sem Úkraínumenn hafa lagt fram, sem miði að því hvernig tryggja megi réttlátan frið. „Það er að segja frið sem byggir ekki á því að annað ríki geti ruðst inn og kúgað hitt,“ sagði Katrín. Hún sagði að hluti af þessum tillögum yrði ræddur á leiðtogafundinum. Sá fundur var einnig ræddur í Helsinki í dag, hvað liggi fyrir á honum og hvað annað sé hægt að ræða þar. „Norrænt samtal“ Katrín sagði að Norðurlöndin sem heild vera stærri en þegar ríkin væru lögð saman eitt og eitt. Því væru fundir sem þessi mjög mikilvægir. „Við auðvitað tölum fyrir ákveðnum grunngildum, Norðurlöndin, þannig að ég held að það skipti verulega miklu máli að eiga svona fund,“ sagði Katrín. „Við höfum verið mjög samstillt í okkar aðgerðum, þó aðstæður í hverju landi séu misjafnar og mér fannst samtalið á þessum fundi frjálslegt.“ Hún sagði samtalið á fyrri fundinum í dag hafa verið „mjög norrænt“ og að ýmsir valmöguleikar sem ekki væri hefð fyrir að ræða, hefðu verið ræddir. Katrín sagði Norðurlönd hafa stillt strengi sína varðandi aðstoð til Úkraínu. „Við erum auðvitað búin að vera í töluverðu sambandi um þetta en núna þegar við erum að ræða mögulegar leiðir til einhverra lausna, friðartillögur Úkraínumanna. Þá munar gríðarlega um þá reynslu sem býr hjá norrænum stjórnvöldum, hvert á sínu sviði getum við sagt, inn í slíkt samtal.“ Ræddi aðstoð Íslands við Selenskí Á fundinum með Selenskí í dag segir Katrín að þar hafi sérstaklega verið rætt um mögulegar niðurstöður leiðtogafundarins í Reykjavík. „Ég var að upplýsa hann um nýjustu stöðuna á þeim málum og þar er auðvitað sérstaklega búið að vera að fjalla um þessa tjónaskrá, um það tjón sem Rússar hafa valdið með innrásinni. Það er líka búið að vera að fjalla um mögulegar leiðir til þess að sú skrá geti skilað raunverulegum aðgerðum í þágu Úkraínu,“ segir Katrín. Hún segir að einnig hafi verið talað um einstaka þætti friðartillagnanna sem varði ábyrgðaskyldu, hvernig bæta megi umhverfisskaða sem stríðið hefði valdið og fleira. Katrín segir ekki liggja fyrir hvort Selenskí hafi tök á að sækja fundinn í Reykjavík, en erindrekar frá Úkraínu muni í það minnsta sækja hann. „Svo ræddum við auðvitað líka áframhaldandi stuðning Íslands og vorum í raun og veru að halda áfram samtali sem við hófum í Kyiv um hvernig hann megi best nýtast.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Danmörk Noregur Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10
Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05
„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55