Handtekni blaðamaðurinn dæmdur í átta ára fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 13:27 Roman Prótasevits var handtekinn í flugvél Ryanair í maí 2021. Vísir/EPA Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, sem var handtekinn eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda í Minsk, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann mun afplána dóm sinn í fangabúðum. Handtaka Romans Protasevich vakti heimsathygli þegar flugvél Ryanair, sem hann var um borð í og var á leið frá Aþenu til Litháen, var látin lenda í Hvíta-Rússlandi 23. maí 2021. Hann og kærasta hans Sofía Sapega voru handtekin um borð í vélinni. Protasevich var eftirlýstur vegna mótmæla sem hann skipulagði gegn Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Frá handtöku þeirra hafa stjórnvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi. Marga grunar að parið hafi verið neytt til að lesa upp yfirlýsingarnar. Í viðtali hrósaði Protasevich til að mynda Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans og sagðist hafa haft ranga skoðun á forsetanum. Mál Protasevich varð til þess að hvítrússneskum flugfélögum var bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Það bann er enn í gildi. Þá var gripið til harðra viðskipta- og efnahagsþvingana gegn landinu. Lúkasjenka hefur setið á forsetastóli í Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994 og eru vísbendingar um að Lúkasjenka og stuðningsmenn hans hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja að hann héldi völdum þegar forsetakosningar voru haldnar árið 2020. Ítarleg umfjöllun Vísis um forsetakosningarnar, aðdraganda þeirra og það sem fylgdi á eftir má lesa hér: Protasevich var í dag sakfelldur af héraðsdómi í Minsk fyrir ýmsa glæpi í tengslum við störf hans sem blaðamaður og ristjóri Nexta, fréttarásar á samfélagsmiðlinum Discord, sem var mjög gagnrýnin á stjórn Lúkasjenka. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var að skipuleggja fjöldamótmæli og óeirðir, fyrir að tala fyrir viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi, fyrir að stofna og leiða öfgasamtök og fyrir að skipuleggja valdarán. Sofía Sapega, kærasta Protasevich, var í maí í fyrra sakfelld fyrir að stuðla að óeiningu og var dæmd í sex ára fangelsi fyrir. Þá var Stepan Putilo, sem stofnaði Nexta með Protasevich á sínum tíma, dæmdur í tuttugu ára fangelsi í gær. Putilo er þó í útlegð í Póllandi. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Handtaka Romans Protasevich vakti heimsathygli þegar flugvél Ryanair, sem hann var um borð í og var á leið frá Aþenu til Litháen, var látin lenda í Hvíta-Rússlandi 23. maí 2021. Hann og kærasta hans Sofía Sapega voru handtekin um borð í vélinni. Protasevich var eftirlýstur vegna mótmæla sem hann skipulagði gegn Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Frá handtöku þeirra hafa stjórnvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi. Marga grunar að parið hafi verið neytt til að lesa upp yfirlýsingarnar. Í viðtali hrósaði Protasevich til að mynda Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans og sagðist hafa haft ranga skoðun á forsetanum. Mál Protasevich varð til þess að hvítrússneskum flugfélögum var bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Það bann er enn í gildi. Þá var gripið til harðra viðskipta- og efnahagsþvingana gegn landinu. Lúkasjenka hefur setið á forsetastóli í Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994 og eru vísbendingar um að Lúkasjenka og stuðningsmenn hans hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja að hann héldi völdum þegar forsetakosningar voru haldnar árið 2020. Ítarleg umfjöllun Vísis um forsetakosningarnar, aðdraganda þeirra og það sem fylgdi á eftir má lesa hér: Protasevich var í dag sakfelldur af héraðsdómi í Minsk fyrir ýmsa glæpi í tengslum við störf hans sem blaðamaður og ristjóri Nexta, fréttarásar á samfélagsmiðlinum Discord, sem var mjög gagnrýnin á stjórn Lúkasjenka. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var að skipuleggja fjöldamótmæli og óeirðir, fyrir að tala fyrir viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi, fyrir að stofna og leiða öfgasamtök og fyrir að skipuleggja valdarán. Sofía Sapega, kærasta Protasevich, var í maí í fyrra sakfelld fyrir að stuðla að óeiningu og var dæmd í sex ára fangelsi fyrir. Þá var Stepan Putilo, sem stofnaði Nexta með Protasevich á sínum tíma, dæmdur í tuttugu ára fangelsi í gær. Putilo er þó í útlegð í Póllandi.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53
Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21