Vottar Jehóva tapa dómsmáli í Noregi Örn Svavarsson skrifar 3. maí 2023 11:45 Í ársbyrjun 2021 gengu í gildi ný lög um trúfélög í Noregi. Í þeim lögum er ákvæði um úrsögn úr trúfélagi. Þar er afdráttarlaust ákvæði um að sá sem yfirgefur trúfélag, eigi að geta gert það án nokkurra minnstu afleiðinga af hálfu félagsins. Rétt fyrir jólin í fyrra, 22.12.22, var í ljósi nýju trúfélagslaganna réttur Votta Jehóva til að skrá sig sem löglegt trúfélag, afnuminn. Ástæðan er einföld, trúfélagið fer á svig við lögin, með fyrirmælum um að safnaðarmeðlimur sem kýs að yfirgefa félagið, eða er hreinlega rekinn af einni ástæðu eða annarri, skuli hunsaður með öllu. Í ritum trúfélagsins sem og á heimasíðu þess eru leiðbeiningar um hvernig einangra skuli útskúfaða frá samneyti við sitt venslafólk, meira að segja ungt fólk sem alið hefur allan sinn aldur innan vébanda safnaðarins, jafnvel unglinga. Afleiðingar þessarar stjórnvaldsákvörðunar fyrir söfnuðinn eru fyrst og fremst, að þeim er meinað um ríkisstyrk sem öll skráð trúfélög fá, líkt og hérlendis. Eins og gefur að skilja voru norskir Vottar Jehóva ósáttir við þessa stöðu og fengu viku síðar, þann 28.12., lögbann á ákvörðun ráðuneytisins og fóru í mál við ríkið/Barna- og fjölskylduráðuneytið. Dómur féll í málinu þann 26. apríl s.l. Niðurstaðan er afdráttarlaus, lögbanninu var hnekkt. Útskúfunin brýtur gegn ákvæði laganna um frelsi til að yfirgefa trúfélag án afleiðinga af hálfu félagsins. Bent er á í dómnum að slík hunsun hafi í raun alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir hinn útskúfaða, heldur ekki síður fyrir innansafnaðarfólk, sem gert er að hunsa góðan vin og ættingja. Varðandi börn felur útskúfunin í sér neikvæðan félagslegan yfirgang og andlega valdbeitingu sem brýtur á réttindum barnsins, segir Liv Inger Gjone Gabrielsen, lögmaður ráðuneytisins. Hún hnykkir á því að afleiðingar þessara aðgerða safnaðarmeðlima gagnvart brottreknum geta verið afar alvarlegar. Hverjum safnaðarmeðlimi er ljóst að yfirgefi hann söfnuðinn tapar hann sambandi við fjölskyldu og vini sem hann hefur alist upp með og/eða varið ævinni með að hluta eða öllu leyti. Þessi staðreynd er ekkert annað en hindrun, segir í dómnum. Síðan er jafnframt hnykkt á í dómnum, að nýju lögin eru afdráttarlaus hvað varðar, að trúfélög megi ekki leggja hindranir eða setja skilyrði fyrir því að fólk segi sig úr félaginu. Vottarnir sitja uppi með um 20 til 30 milljóna króna (ísl) málskostnað og umfram allt, árlegt átekjutap upp á um 200 milljónir (ísl) í töpuðum ríkisstyrk. Höfundur er fyrrverandi félagi í Vottum Jehova. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2021 gengu í gildi ný lög um trúfélög í Noregi. Í þeim lögum er ákvæði um úrsögn úr trúfélagi. Þar er afdráttarlaust ákvæði um að sá sem yfirgefur trúfélag, eigi að geta gert það án nokkurra minnstu afleiðinga af hálfu félagsins. Rétt fyrir jólin í fyrra, 22.12.22, var í ljósi nýju trúfélagslaganna réttur Votta Jehóva til að skrá sig sem löglegt trúfélag, afnuminn. Ástæðan er einföld, trúfélagið fer á svig við lögin, með fyrirmælum um að safnaðarmeðlimur sem kýs að yfirgefa félagið, eða er hreinlega rekinn af einni ástæðu eða annarri, skuli hunsaður með öllu. Í ritum trúfélagsins sem og á heimasíðu þess eru leiðbeiningar um hvernig einangra skuli útskúfaða frá samneyti við sitt venslafólk, meira að segja ungt fólk sem alið hefur allan sinn aldur innan vébanda safnaðarins, jafnvel unglinga. Afleiðingar þessarar stjórnvaldsákvörðunar fyrir söfnuðinn eru fyrst og fremst, að þeim er meinað um ríkisstyrk sem öll skráð trúfélög fá, líkt og hérlendis. Eins og gefur að skilja voru norskir Vottar Jehóva ósáttir við þessa stöðu og fengu viku síðar, þann 28.12., lögbann á ákvörðun ráðuneytisins og fóru í mál við ríkið/Barna- og fjölskylduráðuneytið. Dómur féll í málinu þann 26. apríl s.l. Niðurstaðan er afdráttarlaus, lögbanninu var hnekkt. Útskúfunin brýtur gegn ákvæði laganna um frelsi til að yfirgefa trúfélag án afleiðinga af hálfu félagsins. Bent er á í dómnum að slík hunsun hafi í raun alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir hinn útskúfaða, heldur ekki síður fyrir innansafnaðarfólk, sem gert er að hunsa góðan vin og ættingja. Varðandi börn felur útskúfunin í sér neikvæðan félagslegan yfirgang og andlega valdbeitingu sem brýtur á réttindum barnsins, segir Liv Inger Gjone Gabrielsen, lögmaður ráðuneytisins. Hún hnykkir á því að afleiðingar þessara aðgerða safnaðarmeðlima gagnvart brottreknum geta verið afar alvarlegar. Hverjum safnaðarmeðlimi er ljóst að yfirgefi hann söfnuðinn tapar hann sambandi við fjölskyldu og vini sem hann hefur alist upp með og/eða varið ævinni með að hluta eða öllu leyti. Þessi staðreynd er ekkert annað en hindrun, segir í dómnum. Síðan er jafnframt hnykkt á í dómnum, að nýju lögin eru afdráttarlaus hvað varðar, að trúfélög megi ekki leggja hindranir eða setja skilyrði fyrir því að fólk segi sig úr félaginu. Vottarnir sitja uppi með um 20 til 30 milljóna króna (ísl) málskostnað og umfram allt, árlegt átekjutap upp á um 200 milljónir (ísl) í töpuðum ríkisstyrk. Höfundur er fyrrverandi félagi í Vottum Jehova.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar