Vottar Jehóva tapa dómsmáli í Noregi Örn Svavarsson skrifar 3. maí 2023 11:45 Í ársbyrjun 2021 gengu í gildi ný lög um trúfélög í Noregi. Í þeim lögum er ákvæði um úrsögn úr trúfélagi. Þar er afdráttarlaust ákvæði um að sá sem yfirgefur trúfélag, eigi að geta gert það án nokkurra minnstu afleiðinga af hálfu félagsins. Rétt fyrir jólin í fyrra, 22.12.22, var í ljósi nýju trúfélagslaganna réttur Votta Jehóva til að skrá sig sem löglegt trúfélag, afnuminn. Ástæðan er einföld, trúfélagið fer á svig við lögin, með fyrirmælum um að safnaðarmeðlimur sem kýs að yfirgefa félagið, eða er hreinlega rekinn af einni ástæðu eða annarri, skuli hunsaður með öllu. Í ritum trúfélagsins sem og á heimasíðu þess eru leiðbeiningar um hvernig einangra skuli útskúfaða frá samneyti við sitt venslafólk, meira að segja ungt fólk sem alið hefur allan sinn aldur innan vébanda safnaðarins, jafnvel unglinga. Afleiðingar þessarar stjórnvaldsákvörðunar fyrir söfnuðinn eru fyrst og fremst, að þeim er meinað um ríkisstyrk sem öll skráð trúfélög fá, líkt og hérlendis. Eins og gefur að skilja voru norskir Vottar Jehóva ósáttir við þessa stöðu og fengu viku síðar, þann 28.12., lögbann á ákvörðun ráðuneytisins og fóru í mál við ríkið/Barna- og fjölskylduráðuneytið. Dómur féll í málinu þann 26. apríl s.l. Niðurstaðan er afdráttarlaus, lögbanninu var hnekkt. Útskúfunin brýtur gegn ákvæði laganna um frelsi til að yfirgefa trúfélag án afleiðinga af hálfu félagsins. Bent er á í dómnum að slík hunsun hafi í raun alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir hinn útskúfaða, heldur ekki síður fyrir innansafnaðarfólk, sem gert er að hunsa góðan vin og ættingja. Varðandi börn felur útskúfunin í sér neikvæðan félagslegan yfirgang og andlega valdbeitingu sem brýtur á réttindum barnsins, segir Liv Inger Gjone Gabrielsen, lögmaður ráðuneytisins. Hún hnykkir á því að afleiðingar þessara aðgerða safnaðarmeðlima gagnvart brottreknum geta verið afar alvarlegar. Hverjum safnaðarmeðlimi er ljóst að yfirgefi hann söfnuðinn tapar hann sambandi við fjölskyldu og vini sem hann hefur alist upp með og/eða varið ævinni með að hluta eða öllu leyti. Þessi staðreynd er ekkert annað en hindrun, segir í dómnum. Síðan er jafnframt hnykkt á í dómnum, að nýju lögin eru afdráttarlaus hvað varðar, að trúfélög megi ekki leggja hindranir eða setja skilyrði fyrir því að fólk segi sig úr félaginu. Vottarnir sitja uppi með um 20 til 30 milljóna króna (ísl) málskostnað og umfram allt, árlegt átekjutap upp á um 200 milljónir (ísl) í töpuðum ríkisstyrk. Höfundur er fyrrverandi félagi í Vottum Jehova. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2021 gengu í gildi ný lög um trúfélög í Noregi. Í þeim lögum er ákvæði um úrsögn úr trúfélagi. Þar er afdráttarlaust ákvæði um að sá sem yfirgefur trúfélag, eigi að geta gert það án nokkurra minnstu afleiðinga af hálfu félagsins. Rétt fyrir jólin í fyrra, 22.12.22, var í ljósi nýju trúfélagslaganna réttur Votta Jehóva til að skrá sig sem löglegt trúfélag, afnuminn. Ástæðan er einföld, trúfélagið fer á svig við lögin, með fyrirmælum um að safnaðarmeðlimur sem kýs að yfirgefa félagið, eða er hreinlega rekinn af einni ástæðu eða annarri, skuli hunsaður með öllu. Í ritum trúfélagsins sem og á heimasíðu þess eru leiðbeiningar um hvernig einangra skuli útskúfaða frá samneyti við sitt venslafólk, meira að segja ungt fólk sem alið hefur allan sinn aldur innan vébanda safnaðarins, jafnvel unglinga. Afleiðingar þessarar stjórnvaldsákvörðunar fyrir söfnuðinn eru fyrst og fremst, að þeim er meinað um ríkisstyrk sem öll skráð trúfélög fá, líkt og hérlendis. Eins og gefur að skilja voru norskir Vottar Jehóva ósáttir við þessa stöðu og fengu viku síðar, þann 28.12., lögbann á ákvörðun ráðuneytisins og fóru í mál við ríkið/Barna- og fjölskylduráðuneytið. Dómur féll í málinu þann 26. apríl s.l. Niðurstaðan er afdráttarlaus, lögbanninu var hnekkt. Útskúfunin brýtur gegn ákvæði laganna um frelsi til að yfirgefa trúfélag án afleiðinga af hálfu félagsins. Bent er á í dómnum að slík hunsun hafi í raun alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir hinn útskúfaða, heldur ekki síður fyrir innansafnaðarfólk, sem gert er að hunsa góðan vin og ættingja. Varðandi börn felur útskúfunin í sér neikvæðan félagslegan yfirgang og andlega valdbeitingu sem brýtur á réttindum barnsins, segir Liv Inger Gjone Gabrielsen, lögmaður ráðuneytisins. Hún hnykkir á því að afleiðingar þessara aðgerða safnaðarmeðlima gagnvart brottreknum geta verið afar alvarlegar. Hverjum safnaðarmeðlimi er ljóst að yfirgefi hann söfnuðinn tapar hann sambandi við fjölskyldu og vini sem hann hefur alist upp með og/eða varið ævinni með að hluta eða öllu leyti. Þessi staðreynd er ekkert annað en hindrun, segir í dómnum. Síðan er jafnframt hnykkt á í dómnum, að nýju lögin eru afdráttarlaus hvað varðar, að trúfélög megi ekki leggja hindranir eða setja skilyrði fyrir því að fólk segi sig úr félaginu. Vottarnir sitja uppi með um 20 til 30 milljóna króna (ísl) málskostnað og umfram allt, árlegt átekjutap upp á um 200 milljónir (ísl) í töpuðum ríkisstyrk. Höfundur er fyrrverandi félagi í Vottum Jehova.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun