Finnur Freyr hreinskilinn: Mér finnst við búnir að vera lélegir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2023 11:30 Finnur Freyr Stefánsson ræðir við Kristófer Acox í leiknum á Hlíðarenda í gær. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla á sjö tímabilum sem þjálfari í úrvalsdeild karla og nú er hann kominn einu skrefi nær þeim sjöunda. Finnur Freyr hefur gert Valsliðið að Íslandsmeisturum, bikarmeisturum og deildarmeisturum á einu ári og nú er Hlíðarendaliðið komið aftur í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Finnur mætti á háborðið í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn á Þór í oddaleik undanúrslitanna í gærkvöldi og Kjartan Atli Kjartansson fékk hann meðal annars til að meta frammistöðu Valsliðsins í úrslitakeppninni til þessa. „Mér líður bara vel. Strax farinn að hugsa um næstu seríu. Það er stutt þessi gleði eftir þessa seríu, sérstaklega þegar maður er kominn í oddaleik og veit að það er stutt í næstu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hreinskilinn þjálfari Valsmenn hafa tapað fyrsta leik í báðum einvígum og voru lentir 2-0 undir í undanúrslitaeinvíginu á móti Þór. Liðið kom hins vegar til baka og spilar til úrslita við Tindastól annað árið í röð. En hvaða einkunn fær Valsliðið frá þjálfara sínum fyrir spilamennskuna í úrslitakeppninni til þessa? „Mér finnst við vera búnir að vera lélegir heilt yfir ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Finnur Freyr. „Okkur líður þannig og ég held að sjálfstraustið í liðinu var þannig að við vorum skrýtnir. Það var eitthvað hik á okkur og við vorum að ofhugsa hlutina of mikið fannst mér,“ sagði Finnur. Ekki að vera of mikill þjálfari „Það er ekki fyrr en við förum aðeins að láta vaða á þetta og ég kannski að sleppa tökunum. Leyfa þeim að fá að gera sitt. Ég tek þessa tvo fyrstu leiki í þessari seríu á mig fyrir að vera flækja hlutina og reyna að vera einhver of mikill þjálfari,“ sagði Finnur. „Stundum verður maður að treysta á það sem maður hefur og treysta á það sem við erum búnir að vera að gera. Í staðinn að ætla að fara að umbylta öllu til þess að spila á móti einhverjum einum, tveimur leikmönnum eða á móti liðum þá þurfum við bara að treysta á okkar. Það fannst mér stærsti munurinn í breytingunni hjá okkur,“ sagði Finnur. Stólarnir besta liðið í úrslitakeppninni Hvað sér hann í Stólunum sem mæta Valsmönnum í úrslitaeinvíginu? „Bara besta liðið í úrslitakeppninni hingað til. Frábær stemmning, stórkostlegt lið og lið þar sem Pavel [Ermolinskij, þjálfari Tindastóls] er búinn að fá til að ná sínu potentíal. Þeir eru búnir að vera með frábæran mannskap í allan vetur en voru með þjálfara sem var að reyna að flækja hlutina of mikið,“ sagði Finnur. „Pavel er búinn að gera það sem hann gerir best. Fara inn í lið og kreista það besta út úr öllum,“ sagði Finnur. Það má horfa á allt viðtalið við Finn Frey hérna fyrir neðan. Klippa: Finnur Freyr í Körfuboltakvöldi eftir oddaleikinn Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Finnur Freyr hefur gert Valsliðið að Íslandsmeisturum, bikarmeisturum og deildarmeisturum á einu ári og nú er Hlíðarendaliðið komið aftur í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Finnur mætti á háborðið í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn á Þór í oddaleik undanúrslitanna í gærkvöldi og Kjartan Atli Kjartansson fékk hann meðal annars til að meta frammistöðu Valsliðsins í úrslitakeppninni til þessa. „Mér líður bara vel. Strax farinn að hugsa um næstu seríu. Það er stutt þessi gleði eftir þessa seríu, sérstaklega þegar maður er kominn í oddaleik og veit að það er stutt í næstu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hreinskilinn þjálfari Valsmenn hafa tapað fyrsta leik í báðum einvígum og voru lentir 2-0 undir í undanúrslitaeinvíginu á móti Þór. Liðið kom hins vegar til baka og spilar til úrslita við Tindastól annað árið í röð. En hvaða einkunn fær Valsliðið frá þjálfara sínum fyrir spilamennskuna í úrslitakeppninni til þessa? „Mér finnst við vera búnir að vera lélegir heilt yfir ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Finnur Freyr. „Okkur líður þannig og ég held að sjálfstraustið í liðinu var þannig að við vorum skrýtnir. Það var eitthvað hik á okkur og við vorum að ofhugsa hlutina of mikið fannst mér,“ sagði Finnur. Ekki að vera of mikill þjálfari „Það er ekki fyrr en við förum aðeins að láta vaða á þetta og ég kannski að sleppa tökunum. Leyfa þeim að fá að gera sitt. Ég tek þessa tvo fyrstu leiki í þessari seríu á mig fyrir að vera flækja hlutina og reyna að vera einhver of mikill þjálfari,“ sagði Finnur. „Stundum verður maður að treysta á það sem maður hefur og treysta á það sem við erum búnir að vera að gera. Í staðinn að ætla að fara að umbylta öllu til þess að spila á móti einhverjum einum, tveimur leikmönnum eða á móti liðum þá þurfum við bara að treysta á okkar. Það fannst mér stærsti munurinn í breytingunni hjá okkur,“ sagði Finnur. Stólarnir besta liðið í úrslitakeppninni Hvað sér hann í Stólunum sem mæta Valsmönnum í úrslitaeinvíginu? „Bara besta liðið í úrslitakeppninni hingað til. Frábær stemmning, stórkostlegt lið og lið þar sem Pavel [Ermolinskij, þjálfari Tindastóls] er búinn að fá til að ná sínu potentíal. Þeir eru búnir að vera með frábæran mannskap í allan vetur en voru með þjálfara sem var að reyna að flækja hlutina of mikið,“ sagði Finnur. „Pavel er búinn að gera það sem hann gerir best. Fara inn í lið og kreista það besta út úr öllum,“ sagði Finnur. Það má horfa á allt viðtalið við Finn Frey hérna fyrir neðan. Klippa: Finnur Freyr í Körfuboltakvöldi eftir oddaleikinn
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira