Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2023 08:53 Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri og Garðar Örn Úlfarsson aðstoðarristjóri. Þeir voru í brúnni og fóru niður með skipi sínu. Sigmundur er maður ekki einhamur og var hann jafnframt afkastamesti dagskrárgerðarmaður Hringbrautar. Hann fór nýverið til Afríku og kleif hæsta fjallið þar, Kilimanjaro. Til stóð að gera þrjá þætti um þá ferð og sýna á Hringbraut. Salt í sárin væri ef þeir birtast á dagskrá RÚV en Sigmundur Ernir hefur verið afar gagnrýninn á fyrirferð Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði. vísir/vilhelm Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. Fyrrverandi starfsfólk kvaddist með glensi og gríni og auðvitað tárum. Partíið var þannig einskonar erfidrykkja en víst er að tilfinningar voru blendnar. Mikið hefur verið rætt og ritað um brotthvarf Fréttablaðsins. Enda enginn smá biti. Ef menn leggja þetta niður fyrir sig heiðarlega þá voru ekki nema þrjár ritstjórnir sem sinntu daglegum fréttafutningi, upplýsingagjöf sem allt hitt byggir á; hvað svo sem þeir halda sem segjast bara fá sínar fréttir á Facebook; Fréttablaðið, Morgunblaðið og fréttastofa Sýnar auk svo Ríkisútvarpsins. Hátt í hundrað manns misstu vinnuna, um 50 blaðamenn. Sigríður Dögg Auðunsdóttur segir í samtali við Vísi að Blaðamannafélag Íslands vilji að einhverju leyti mæta þeim vanda með því að stofna til sérstaks sjóðs sem styrkir blaðamenn til að vinna fréttir og efni. Nú er verið að útfæra þá hugmynd. Fréttablaðið var á löngum tíma stærsti og áhrifamesti fjölmiðill landsins og tókst á furðu skömmum tíma frá stofnun þess að skáka Morgunblaðinu sem hafði þá áratugum saman borið höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla á Íslandi. Réði lögum og lofum. Ljósmyndararnir Anton Brink og Valgarður Gíslason eru með þeim allra bestu á sínu sviði. Með breyttum tímum í fjölmiðlun hefur ekki síst þrengt að þessu fagi sem fréttaljósmyndun er. Fjölmiðlar í úlfakreppu freistast til skítaredda með aðsendum myndum ef svo ber undir.vísir/vilhelm Ef horft er hlutlægt til stóru myndarinnar hlýtur það í sjálfu sér að teljast jákvætt að fleiri en færri séu í þeirri stöðu að geta miðlað unnum upplýsingum til almennings. Erfiðara er að drepa tíðindi sem koma völdum öflum og einstaklingum illa ef sú er staðan, en varða almenning. Davíð sparkar í líkið Almennt er talið að dauði Fréttablaðsins, vefs blaðsins og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sem útgáfufélagið Torg rak, sé áfall. Eins og fram kemur í máli Sigríðar Daggar sem segir það áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn sinn stærsta fjölmiðil. En svo eru þeir sem ekki gráta þessa miðla þó á ólíkum forsendum sé. Margir höfðu horn í síðu Fréttablaðsins frá fyrstu tíð – að því er virðist á þeim forsendum að fjölmiðlar hljóti fyrst og síðast að vera (flokkspólitískar) áróðursmaskínur fremur en að þeir gangi út á að flytja almenningi óbrenglaðar upplýsingar. Margrét Erla Maack sjónvarpskona á Hringbraut, Björk Eiðsdóttir ritstjóri helgarblaðsins og Edda Karítas Baldursdóttir yfirmaður umbrotsdeildar. Þannig bar til að Björk var búin að segja upp störfum, var með tilbúið helgarblað en uppsögnin átti að taka gildi 1.apríl þegar óvænt tilkynningin um dauða blaðsins barst. Hún segir tómarúm í huga sínum og sannarlega dapurlegt að sjá eftir blaðinu þar sem hún hafði verið í fjögur ár og elskað vinnuna.vísir/vilhelm Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins stóð lengi í margvíslegum stælum við blaðið á ýmsum vígstöðvum eins og misheppnað fjölmiðlafrumvarp hans sem forsætisráðherra á sínum tíma er til marks um – hann grætur ekki blaðið, frekar að hann vilji sparka í líkið í í Reykjavíkurbréfi 1. apríl:„Og í ljós kom að lokunartilkynningin átti einnig við um Fréttablaðið, sem síðustu þrjá mánuði var keyrt á nokkra staði og því haldið fram að blaðið væri enn prentað í 45 þúsund eintökum, eftir að hætt var að dreifa því í hús. Ekki var heil brú í þeirri fullyrðingu,“ skrifar Davíð og er búinn að tala sig í ham: „Það hefði þýtt að fylla hefði þurft í kassa mörgum sinnum á dag, sem voru þó fjarri því að tæmast eftir fyrstu og einu dreifingu. Auglýsendur keyptu hvorki galdrana né köttinn í sekknum, eins og fyrirsjáanlegt var, og gufuðu auglýsingar blaðsins því upp. Lovísa Arnardóttir fréttastjóri og Guðmundur Gunnarsson ritstjóri Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Þó tilefnið væri eins og það létu þau sig ekki muna að brosa sínu breiðasta til Vilhelms ljósmyndara.vísir/vilhelm Almennt hafði verið talið að endalok Fréttablaðsins yrðu í lok janúar eða hugsanlega febrúar, en ekki mánuði síðar. En ef einhvern langaði til að borga með blaðinu í mánuð eða tvo lengur voru það svo sem engin ósköp miðað við þá milljarða sem hafa fokið út með vindinum, eftir að fyrri eigandi náði að pranga hálfdauðu blaðinu inn á nýjan,“ skrifar Davíð. Morgunblaðið er því svo gott sem eitt um hituna þegar almennur fréttaflutningur sem er framreiddur á prenti er annars vegar en þar skála menn varla í kampavíni nema þegar víninnflytjandinn Stefán Einar Stefánsson mætir með bubblur í Móana til að sinna hlutastörfum sínum þar. Ef litið er til landsins alls er meðallestur Morgunblaðsins 18,9 prósent og undir tíu prósentum ef litið er til 18-49 ára aldurshóps. Þannig ber allt að sama brunni. Erfi í skugga málareksturs Vegna tækninýjunga hafa prentmiðlar átt mjög undir högg að sækja á undanförnum áratug eða svo. Miðlun upplýsinga fer nú meira og minna fram á netinu. Á heimsvísu hafa prentmiðlar ýmist verið að leggja upp laupana og/eða rifað seglin til mikilla muna. Öllum sem fylgjast með mátti vera ljóst að það sem ekki síst hélt lífinu í prentmiðlum voru og ertu tregðulögmál sem tengjast vanbúnu rekstrarmódeli: Auglýsingum og birtingu þeirra á netinu. Þetta var því einungis spurning um tíma. Þó allt þetta hafi legið fyrir, að blaðið væri í verulegum kröggum, kom það kom mörgum í opna skjöldu þegar það var slegið af. Þannig hefur hópur verktaka sem lögðu blaðinu til efni sótt Helga Magnússon eiganda blaðsins til saka vegna vangoldinna launa. Elísa Björk Schram auglýsingasölumaður, Ólafur Arnarson viðskiptablaðamaður, Agnes Guðnadóttir starfsmaður á skrifstofu og Katrín Ásta Sigurjónsdóttir blaðamaður. Víst er að þau voru ekki að hugsa um Reykjavíkurbréf Davíðs Oddssonar þegar þau komu saman til að lyfta glasi og skála fyrir góðu samstarfi.vísir/vilhelm Karl Th. Birgisson, pistlahöfundur blaðsins, fer fyrir þeim hópi og hann segir forsendur þess málareksturs vera að Helgi og þeir sem stýrðu skútunni hafi haldið áfram að taka við vörum og þjónustu vitandi vits að félagið væri ógjaldfært. Verðskuldað lógað Þannig má segja að erfi Fréttablaðsins hafi verið haldið í skugga eins og annars sem aflaga hefur farið. Saga blaðsins er afar kaflaskipt. Miklir byrjunarörðugleikar voru í blábyrjun, það reis síðan til hæstu hæða og varð stærsti fjölmiðill landsins en banalegan var erfið. Þórarinn Þórarinsson blaðamaður lét ekki sjá sig í erfidrykkju starfsmannafélagsins. Hann sér engan sérstakan skaða þó Fréttablaðið hafi farið undir græna torfu, ekki eins og komið var fyrir útgáfunni.vísir/vilhelm Einn þeirra sem ekki lét sjá sig í erfidrykkjuna er Þórarinn Þórarinsson blaðamaður. Hann er einn þeirra sem nú er að klóra laun sín út úr ábyrgðasjóði launa. „Nei, ég hafði engan áhuga á því,“ segir Þórarinn spurður af Vísi hvort hann hafi ekki mætt í erfidrykkjuna? Hann var ómyrkur í máli þegar hann skrifaði einskonar minningargrein um blaðið á Facebook-síðu sína. Þórarinn bendir á að Fréttablaðið hafi komið fyrst út 23. apríl 2001 og var því rétt um það bil mánuði frá því að ná 22 árum þegar útgáfu þess var hætt snögglega. Þorvaldur S. Helgason menningarblaðamaður og Þorgrímur Kári Snævarr blaðamaður voru líklega gáfulegustu mennirnir í erfidrykkju starfsmannafélagsins.vísir/vilhelm „Þegar því var, verðskuldað, lógað sem metnaðarlausa draslinu sem það var orðið,“ segir Þórarinn sem starfaði í tvígang á Fréttablaðinu. Fyrst frá mars 2002 til febrúar 2007 og síðan frá desember 2017 til dánardægursins 31. mars 2023 „Þannig að samanlagt telst mér til að ég hafi starfað á blaðinu í um það bil 10 ár og 4 mánuði eða tæpan helming líftíma þess.“ Lítil reisn yfir því hvernig blaðinu var slátrað Þórarinn telur aumingjalega hafa verið staðið að svæfingu blaðsins, eins og af þjófum að nóttu. Fyrst menn höfðu öndunarvélina þó þetta lengi í gangi hefði ekki verið úr vegi að tilkynna fólki hvað stóð til og miða við að blaðið fengi að tóra til 22 ára aldursins. Þórarinn er eindregið þeirrar skoðunar að þeir sem ráku blaðið undir það síðasta hafi vitað lítið um eðli þeirrar starfsemi sem þeir þó ráku. Reynslunnar smiðir. Elín Albertsdóttir blaðamaður í kynningardeild og Snorri Pálmason. Þau hafa verið lengi í bransanum og láta sér hvergi bregða þó dauði Fréttablaðsins hljóti að sæta tíðindum.vísir/vilhelm Hvað sig varði hafi Fréttablaðið á þessum rúma áratug afrekað að vera bæði skemmtilegasti vinnustaður sem hann hefur starfað á og sá sorglegasti og ömurlegasti. „Ekki síst faglegu eftir að Torg ehf. tók að sér hlutverk vöggu lélegrar blaðamennsku á Íslandi af svo aðdáunarverðri festu og einurð að enn sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum öllum.“ Þannig virðist vera sem stjórnendur hafi ekki gert sér grein fyrir takti tímans; því hver þróunin í rekstri fjölmiðla er og hefur verið undanfarin ár og áratugi. Lögð var áhersla á að halda blaðinu gangandi, sjónvarpsstöðin Hringbraut aldrei náði máli var orðið einskonar flaggskip Torgs og vefmiðlun, en þangað liggur straumurinn, látin mæta afgangi. Nú er spurt hvað rís úr rústunum ef eitthvað? Guðmundur Þ. Egilsson tæknistjóri og Garðar Örn aðstoðarritstjóri. Þetta eru mikil tímamót fyrir þessa tvo sem hafa fylgt blaðinu frá vöggu til grafar, með hléum. Guðmundur setti upp tölvubúnaðinn fyrir Fbl í upphafi í apríl 2001, þegar Frjáls fjölmiðlun gaf blaðið út. Og nú tæpum 22 árum síðar pakkar Guðmundur búnaði Fréttablaðsins og tengdra miðla á Hafnartorgi þar sem störfuðu að jafnaði um 100 manns.vísir/vilhelm Arnar Magnússon og Jóhann Waage auglýsingasölumenn velta fyrir sér hvað verði um sumarbústað starfsmannafélagsins, þeim sem Jón Ólafsson þáverandi eigandi´, gaf starfsmönnum af mikilli rausn klæddur sérstökum gulljakka, eftirminnilega á árshátíð Íslenska útvarpsfélagsins.vísir/vilhelm Guðmundur Hilmarsson blaðamaður á kynningardeild og Kristinn Páll Teitsson blaðamaður mættu til að kveðja samstarfsfólk sitt.vísir/vilhelm Helgi Fannar Sigurðsson og Aron Guðmundsson íþróttablaðamenn og Þorvaldur S. Helgson menningarblaðamaður töldu þessa erfidrykkju, lokahóf starfsmannafélagsins, gott tilefni til að stinga úr eins og einum bauk eða tveimur.vísir/vilhelm Kristinn Haukur Guðnason blaðamaður Vísis, Björn Þorfinnsson ritstjóri DV og Einar Þór Sigurðsson blaðamaður. Vefmiðillinn DV mun áfram koma út þó Torg hafi siglt í strand með Fréttablaðið og Hringbraut.vísir/vilhelm Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Samkvæmislífið Tengdar fréttir Eitt stykki RÚV er horfið af auglýsingamarkaði Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót. 3. apríl 2023 11:07 Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 „Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll“ „Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis. 31. mars 2023 14:53 Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Fyrrverandi starfsfólk kvaddist með glensi og gríni og auðvitað tárum. Partíið var þannig einskonar erfidrykkja en víst er að tilfinningar voru blendnar. Mikið hefur verið rætt og ritað um brotthvarf Fréttablaðsins. Enda enginn smá biti. Ef menn leggja þetta niður fyrir sig heiðarlega þá voru ekki nema þrjár ritstjórnir sem sinntu daglegum fréttafutningi, upplýsingagjöf sem allt hitt byggir á; hvað svo sem þeir halda sem segjast bara fá sínar fréttir á Facebook; Fréttablaðið, Morgunblaðið og fréttastofa Sýnar auk svo Ríkisútvarpsins. Hátt í hundrað manns misstu vinnuna, um 50 blaðamenn. Sigríður Dögg Auðunsdóttur segir í samtali við Vísi að Blaðamannafélag Íslands vilji að einhverju leyti mæta þeim vanda með því að stofna til sérstaks sjóðs sem styrkir blaðamenn til að vinna fréttir og efni. Nú er verið að útfæra þá hugmynd. Fréttablaðið var á löngum tíma stærsti og áhrifamesti fjölmiðill landsins og tókst á furðu skömmum tíma frá stofnun þess að skáka Morgunblaðinu sem hafði þá áratugum saman borið höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla á Íslandi. Réði lögum og lofum. Ljósmyndararnir Anton Brink og Valgarður Gíslason eru með þeim allra bestu á sínu sviði. Með breyttum tímum í fjölmiðlun hefur ekki síst þrengt að þessu fagi sem fréttaljósmyndun er. Fjölmiðlar í úlfakreppu freistast til skítaredda með aðsendum myndum ef svo ber undir.vísir/vilhelm Ef horft er hlutlægt til stóru myndarinnar hlýtur það í sjálfu sér að teljast jákvætt að fleiri en færri séu í þeirri stöðu að geta miðlað unnum upplýsingum til almennings. Erfiðara er að drepa tíðindi sem koma völdum öflum og einstaklingum illa ef sú er staðan, en varða almenning. Davíð sparkar í líkið Almennt er talið að dauði Fréttablaðsins, vefs blaðsins og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sem útgáfufélagið Torg rak, sé áfall. Eins og fram kemur í máli Sigríðar Daggar sem segir það áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn sinn stærsta fjölmiðil. En svo eru þeir sem ekki gráta þessa miðla þó á ólíkum forsendum sé. Margir höfðu horn í síðu Fréttablaðsins frá fyrstu tíð – að því er virðist á þeim forsendum að fjölmiðlar hljóti fyrst og síðast að vera (flokkspólitískar) áróðursmaskínur fremur en að þeir gangi út á að flytja almenningi óbrenglaðar upplýsingar. Margrét Erla Maack sjónvarpskona á Hringbraut, Björk Eiðsdóttir ritstjóri helgarblaðsins og Edda Karítas Baldursdóttir yfirmaður umbrotsdeildar. Þannig bar til að Björk var búin að segja upp störfum, var með tilbúið helgarblað en uppsögnin átti að taka gildi 1.apríl þegar óvænt tilkynningin um dauða blaðsins barst. Hún segir tómarúm í huga sínum og sannarlega dapurlegt að sjá eftir blaðinu þar sem hún hafði verið í fjögur ár og elskað vinnuna.vísir/vilhelm Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins stóð lengi í margvíslegum stælum við blaðið á ýmsum vígstöðvum eins og misheppnað fjölmiðlafrumvarp hans sem forsætisráðherra á sínum tíma er til marks um – hann grætur ekki blaðið, frekar að hann vilji sparka í líkið í í Reykjavíkurbréfi 1. apríl:„Og í ljós kom að lokunartilkynningin átti einnig við um Fréttablaðið, sem síðustu þrjá mánuði var keyrt á nokkra staði og því haldið fram að blaðið væri enn prentað í 45 þúsund eintökum, eftir að hætt var að dreifa því í hús. Ekki var heil brú í þeirri fullyrðingu,“ skrifar Davíð og er búinn að tala sig í ham: „Það hefði þýtt að fylla hefði þurft í kassa mörgum sinnum á dag, sem voru þó fjarri því að tæmast eftir fyrstu og einu dreifingu. Auglýsendur keyptu hvorki galdrana né köttinn í sekknum, eins og fyrirsjáanlegt var, og gufuðu auglýsingar blaðsins því upp. Lovísa Arnardóttir fréttastjóri og Guðmundur Gunnarsson ritstjóri Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Þó tilefnið væri eins og það létu þau sig ekki muna að brosa sínu breiðasta til Vilhelms ljósmyndara.vísir/vilhelm Almennt hafði verið talið að endalok Fréttablaðsins yrðu í lok janúar eða hugsanlega febrúar, en ekki mánuði síðar. En ef einhvern langaði til að borga með blaðinu í mánuð eða tvo lengur voru það svo sem engin ósköp miðað við þá milljarða sem hafa fokið út með vindinum, eftir að fyrri eigandi náði að pranga hálfdauðu blaðinu inn á nýjan,“ skrifar Davíð. Morgunblaðið er því svo gott sem eitt um hituna þegar almennur fréttaflutningur sem er framreiddur á prenti er annars vegar en þar skála menn varla í kampavíni nema þegar víninnflytjandinn Stefán Einar Stefánsson mætir með bubblur í Móana til að sinna hlutastörfum sínum þar. Ef litið er til landsins alls er meðallestur Morgunblaðsins 18,9 prósent og undir tíu prósentum ef litið er til 18-49 ára aldurshóps. Þannig ber allt að sama brunni. Erfi í skugga málareksturs Vegna tækninýjunga hafa prentmiðlar átt mjög undir högg að sækja á undanförnum áratug eða svo. Miðlun upplýsinga fer nú meira og minna fram á netinu. Á heimsvísu hafa prentmiðlar ýmist verið að leggja upp laupana og/eða rifað seglin til mikilla muna. Öllum sem fylgjast með mátti vera ljóst að það sem ekki síst hélt lífinu í prentmiðlum voru og ertu tregðulögmál sem tengjast vanbúnu rekstrarmódeli: Auglýsingum og birtingu þeirra á netinu. Þetta var því einungis spurning um tíma. Þó allt þetta hafi legið fyrir, að blaðið væri í verulegum kröggum, kom það kom mörgum í opna skjöldu þegar það var slegið af. Þannig hefur hópur verktaka sem lögðu blaðinu til efni sótt Helga Magnússon eiganda blaðsins til saka vegna vangoldinna launa. Elísa Björk Schram auglýsingasölumaður, Ólafur Arnarson viðskiptablaðamaður, Agnes Guðnadóttir starfsmaður á skrifstofu og Katrín Ásta Sigurjónsdóttir blaðamaður. Víst er að þau voru ekki að hugsa um Reykjavíkurbréf Davíðs Oddssonar þegar þau komu saman til að lyfta glasi og skála fyrir góðu samstarfi.vísir/vilhelm Karl Th. Birgisson, pistlahöfundur blaðsins, fer fyrir þeim hópi og hann segir forsendur þess málareksturs vera að Helgi og þeir sem stýrðu skútunni hafi haldið áfram að taka við vörum og þjónustu vitandi vits að félagið væri ógjaldfært. Verðskuldað lógað Þannig má segja að erfi Fréttablaðsins hafi verið haldið í skugga eins og annars sem aflaga hefur farið. Saga blaðsins er afar kaflaskipt. Miklir byrjunarörðugleikar voru í blábyrjun, það reis síðan til hæstu hæða og varð stærsti fjölmiðill landsins en banalegan var erfið. Þórarinn Þórarinsson blaðamaður lét ekki sjá sig í erfidrykkju starfsmannafélagsins. Hann sér engan sérstakan skaða þó Fréttablaðið hafi farið undir græna torfu, ekki eins og komið var fyrir útgáfunni.vísir/vilhelm Einn þeirra sem ekki lét sjá sig í erfidrykkjuna er Þórarinn Þórarinsson blaðamaður. Hann er einn þeirra sem nú er að klóra laun sín út úr ábyrgðasjóði launa. „Nei, ég hafði engan áhuga á því,“ segir Þórarinn spurður af Vísi hvort hann hafi ekki mætt í erfidrykkjuna? Hann var ómyrkur í máli þegar hann skrifaði einskonar minningargrein um blaðið á Facebook-síðu sína. Þórarinn bendir á að Fréttablaðið hafi komið fyrst út 23. apríl 2001 og var því rétt um það bil mánuði frá því að ná 22 árum þegar útgáfu þess var hætt snögglega. Þorvaldur S. Helgason menningarblaðamaður og Þorgrímur Kári Snævarr blaðamaður voru líklega gáfulegustu mennirnir í erfidrykkju starfsmannafélagsins.vísir/vilhelm „Þegar því var, verðskuldað, lógað sem metnaðarlausa draslinu sem það var orðið,“ segir Þórarinn sem starfaði í tvígang á Fréttablaðinu. Fyrst frá mars 2002 til febrúar 2007 og síðan frá desember 2017 til dánardægursins 31. mars 2023 „Þannig að samanlagt telst mér til að ég hafi starfað á blaðinu í um það bil 10 ár og 4 mánuði eða tæpan helming líftíma þess.“ Lítil reisn yfir því hvernig blaðinu var slátrað Þórarinn telur aumingjalega hafa verið staðið að svæfingu blaðsins, eins og af þjófum að nóttu. Fyrst menn höfðu öndunarvélina þó þetta lengi í gangi hefði ekki verið úr vegi að tilkynna fólki hvað stóð til og miða við að blaðið fengi að tóra til 22 ára aldursins. Þórarinn er eindregið þeirrar skoðunar að þeir sem ráku blaðið undir það síðasta hafi vitað lítið um eðli þeirrar starfsemi sem þeir þó ráku. Reynslunnar smiðir. Elín Albertsdóttir blaðamaður í kynningardeild og Snorri Pálmason. Þau hafa verið lengi í bransanum og láta sér hvergi bregða þó dauði Fréttablaðsins hljóti að sæta tíðindum.vísir/vilhelm Hvað sig varði hafi Fréttablaðið á þessum rúma áratug afrekað að vera bæði skemmtilegasti vinnustaður sem hann hefur starfað á og sá sorglegasti og ömurlegasti. „Ekki síst faglegu eftir að Torg ehf. tók að sér hlutverk vöggu lélegrar blaðamennsku á Íslandi af svo aðdáunarverðri festu og einurð að enn sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum öllum.“ Þannig virðist vera sem stjórnendur hafi ekki gert sér grein fyrir takti tímans; því hver þróunin í rekstri fjölmiðla er og hefur verið undanfarin ár og áratugi. Lögð var áhersla á að halda blaðinu gangandi, sjónvarpsstöðin Hringbraut aldrei náði máli var orðið einskonar flaggskip Torgs og vefmiðlun, en þangað liggur straumurinn, látin mæta afgangi. Nú er spurt hvað rís úr rústunum ef eitthvað? Guðmundur Þ. Egilsson tæknistjóri og Garðar Örn aðstoðarritstjóri. Þetta eru mikil tímamót fyrir þessa tvo sem hafa fylgt blaðinu frá vöggu til grafar, með hléum. Guðmundur setti upp tölvubúnaðinn fyrir Fbl í upphafi í apríl 2001, þegar Frjáls fjölmiðlun gaf blaðið út. Og nú tæpum 22 árum síðar pakkar Guðmundur búnaði Fréttablaðsins og tengdra miðla á Hafnartorgi þar sem störfuðu að jafnaði um 100 manns.vísir/vilhelm Arnar Magnússon og Jóhann Waage auglýsingasölumenn velta fyrir sér hvað verði um sumarbústað starfsmannafélagsins, þeim sem Jón Ólafsson þáverandi eigandi´, gaf starfsmönnum af mikilli rausn klæddur sérstökum gulljakka, eftirminnilega á árshátíð Íslenska útvarpsfélagsins.vísir/vilhelm Guðmundur Hilmarsson blaðamaður á kynningardeild og Kristinn Páll Teitsson blaðamaður mættu til að kveðja samstarfsfólk sitt.vísir/vilhelm Helgi Fannar Sigurðsson og Aron Guðmundsson íþróttablaðamenn og Þorvaldur S. Helgson menningarblaðamaður töldu þessa erfidrykkju, lokahóf starfsmannafélagsins, gott tilefni til að stinga úr eins og einum bauk eða tveimur.vísir/vilhelm Kristinn Haukur Guðnason blaðamaður Vísis, Björn Þorfinnsson ritstjóri DV og Einar Þór Sigurðsson blaðamaður. Vefmiðillinn DV mun áfram koma út þó Torg hafi siglt í strand með Fréttablaðið og Hringbraut.vísir/vilhelm
Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Samkvæmislífið Tengdar fréttir Eitt stykki RÚV er horfið af auglýsingamarkaði Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót. 3. apríl 2023 11:07 Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 „Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll“ „Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis. 31. mars 2023 14:53 Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Eitt stykki RÚV er horfið af auglýsingamarkaði Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót. 3. apríl 2023 11:07
Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26
Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26
„Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll“ „Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis. 31. mars 2023 14:53
Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10