Kviknaði í húsi sama eiganda í höfninni fyrir fjórum árum Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 2. maí 2023 14:32 Þessi mynd var tekin í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Húsnæðið er rústir einar. Vísir/Vilhelm Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum. Tilkynning um eld í gömlu húsu húsnæði sem hýsti vélsmiðju og slipp við Hafnarfjarðarhöfn barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og segir aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu sem rætt var við á vettvangi að strax hafi verið ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum, Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í gærkvöldi. Fjöldi fólks var samankominn við höfnina til þess að fylgjast með slökkvistörfum, nokkur hundruð manns þegar mest lét. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar,“ sagði Gunnlaugur. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, er eigandi hússins. Takmörkuð starfsemi var í húsinu sem til stóð að rífa. Húsið stendur á lóð sem er verið að endurskipuleggja. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi í dag en hann er erlendis. Hann vildi ekki veita fréttastofu Ríkisútvarpsins viðtal í dag á meðan málið væri í rannsókn. Hann nefndi við RÚV að þó að húsið hefði að stórum hluta verið ónýtt hefðu tvö fyrirtæki haft starfsemi í öðrum hluta hússins, annars vegar vélsmiðja og hins vegar fyrirtæki sem nýti rýmið sem geymslu. Slökkvistörfum lauk klukkan þrjú í nótt og mun tæknideild lögreglu rannsaka vettvang í dag. Eldsupptökk liggja ekki fyrir. Tæp fjögur ár eru liðin síðan stórbruni varð í öðru húsnæði á næstu grösum við Hafnarfjarðarhöfn. Um var að ræða á annað þúsund fermetra hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Fornubúðum í Hafnarfirði. Húsnæðið var sömuleiðis í eigu Haraldar. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum en ekkert benti til þess að eldurinn hefði komið upp með saknæmum hætti. Haraldur Reynir taldi tjónið í því tilfelli hafa numið hundruðum milljóna. Gríðarleg uppbyggin er fyrirhuguð í Hafnarfjarðarhöfn á næstu árum eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Blönduð byggð er fyrirhuguð á Fornubúðum þar sem íbúðarhúsum verður blandað inn í atvinnuhverfi. Hafnarfjörður Lögreglumál Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33 Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Sjá meira
Tilkynning um eld í gömlu húsu húsnæði sem hýsti vélsmiðju og slipp við Hafnarfjarðarhöfn barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og segir aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu sem rætt var við á vettvangi að strax hafi verið ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum, Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í gærkvöldi. Fjöldi fólks var samankominn við höfnina til þess að fylgjast með slökkvistörfum, nokkur hundruð manns þegar mest lét. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar,“ sagði Gunnlaugur. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, er eigandi hússins. Takmörkuð starfsemi var í húsinu sem til stóð að rífa. Húsið stendur á lóð sem er verið að endurskipuleggja. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi í dag en hann er erlendis. Hann vildi ekki veita fréttastofu Ríkisútvarpsins viðtal í dag á meðan málið væri í rannsókn. Hann nefndi við RÚV að þó að húsið hefði að stórum hluta verið ónýtt hefðu tvö fyrirtæki haft starfsemi í öðrum hluta hússins, annars vegar vélsmiðja og hins vegar fyrirtæki sem nýti rýmið sem geymslu. Slökkvistörfum lauk klukkan þrjú í nótt og mun tæknideild lögreglu rannsaka vettvang í dag. Eldsupptökk liggja ekki fyrir. Tæp fjögur ár eru liðin síðan stórbruni varð í öðru húsnæði á næstu grösum við Hafnarfjarðarhöfn. Um var að ræða á annað þúsund fermetra hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Fornubúðum í Hafnarfirði. Húsnæðið var sömuleiðis í eigu Haraldar. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum en ekkert benti til þess að eldurinn hefði komið upp með saknæmum hætti. Haraldur Reynir taldi tjónið í því tilfelli hafa numið hundruðum milljóna. Gríðarleg uppbyggin er fyrirhuguð í Hafnarfjarðarhöfn á næstu árum eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Blönduð byggð er fyrirhuguð á Fornubúðum þar sem íbúðarhúsum verður blandað inn í atvinnuhverfi.
Hafnarfjörður Lögreglumál Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33 Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Sjá meira
Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33
Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23