Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2023 13:31 Birna Berg Haraldsdóttir lætur vaða í leiknum á móti Haukum en hún nýtti skotin sín langbest af stórstjörnum ÍBV í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. Seinni bylgjan fjallaði um leikinn og þá sérstaklega um frammistöðu ÍBV-liðsins sem hefur farið á kostum í allan vetur. Þær náðu sér ekki á strik á Ásvöllum í gær. „Þetta var rosalega mikið bara svona á hálfu tempói með lélegar árásir og annað,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir. „Ég veit ekki hvort þreytan sé farin að síga inn. Þær voru að spila erfiðan leik á laugardaginn og uppleggið hjá Haukum bara að hlaupa og hlaupa, keyra á þær miskunnarlaust. Kannski voru þær orðnir hálftómar á tankinum. Það var skelfilegt að sjá þær í þessari lokasókn þegar leikurinn var undir. Það biðu allir eftir því að næsti maður myndir taka af skarið og þær eru samt manni fleiri,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Birna Berg Haraldsdóttir (9 mörk), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (6), Sunna Jónsdóttir (6), skoruðu 21 af 24 mörkum ÍBV-liðsins í leiknum. „Níutíu prósent marka Eyjaliðsins koma frá þessum þremur leikmönnum og þær enda stóran hluta af sóknunum. Þau þurfa að fá meira út úr hornunum sínum. Reyna þá kannski að hraða leiknum aðeins og svo þurfa þær að fá meira út úr Elísu á línunni. Þetta eru engar smá skyttur sem ÍBV er með og þá ætti Elísa að vera aðeins meira laus og því meiri möguleika á því að finna hana,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hanna er með sex mörk úr nítján skotum eða bara þrjátíu prósent skotnýtingu,“ sagði Svava Kristín. „Þær skjóta allt of mikið,“ sagði Einar. „Þreyta? Ég veit það ekki. Siggi er ekki mikið að rúlla á liðinu. Hann hefur kannski lítið til að koma inn á í staðinn,“ sagði Svava. Hér fyrir neðan má sjá Svövu og sérfræðingana fara yfir frammistöðu Eyjakvenna í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Þreyta hjá Eyjakonum? Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Haukar Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Seinni bylgjan fjallaði um leikinn og þá sérstaklega um frammistöðu ÍBV-liðsins sem hefur farið á kostum í allan vetur. Þær náðu sér ekki á strik á Ásvöllum í gær. „Þetta var rosalega mikið bara svona á hálfu tempói með lélegar árásir og annað,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir. „Ég veit ekki hvort þreytan sé farin að síga inn. Þær voru að spila erfiðan leik á laugardaginn og uppleggið hjá Haukum bara að hlaupa og hlaupa, keyra á þær miskunnarlaust. Kannski voru þær orðnir hálftómar á tankinum. Það var skelfilegt að sjá þær í þessari lokasókn þegar leikurinn var undir. Það biðu allir eftir því að næsti maður myndir taka af skarið og þær eru samt manni fleiri,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Birna Berg Haraldsdóttir (9 mörk), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (6), Sunna Jónsdóttir (6), skoruðu 21 af 24 mörkum ÍBV-liðsins í leiknum. „Níutíu prósent marka Eyjaliðsins koma frá þessum þremur leikmönnum og þær enda stóran hluta af sóknunum. Þau þurfa að fá meira út úr hornunum sínum. Reyna þá kannski að hraða leiknum aðeins og svo þurfa þær að fá meira út úr Elísu á línunni. Þetta eru engar smá skyttur sem ÍBV er með og þá ætti Elísa að vera aðeins meira laus og því meiri möguleika á því að finna hana,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hanna er með sex mörk úr nítján skotum eða bara þrjátíu prósent skotnýtingu,“ sagði Svava Kristín. „Þær skjóta allt of mikið,“ sagði Einar. „Þreyta? Ég veit það ekki. Siggi er ekki mikið að rúlla á liðinu. Hann hefur kannski lítið til að koma inn á í staðinn,“ sagði Svava. Hér fyrir neðan má sjá Svövu og sérfræðingana fara yfir frammistöðu Eyjakvenna í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Þreyta hjá Eyjakonum?
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Haukar Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira