Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2023 13:31 Birna Berg Haraldsdóttir lætur vaða í leiknum á móti Haukum en hún nýtti skotin sín langbest af stórstjörnum ÍBV í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. Seinni bylgjan fjallaði um leikinn og þá sérstaklega um frammistöðu ÍBV-liðsins sem hefur farið á kostum í allan vetur. Þær náðu sér ekki á strik á Ásvöllum í gær. „Þetta var rosalega mikið bara svona á hálfu tempói með lélegar árásir og annað,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir. „Ég veit ekki hvort þreytan sé farin að síga inn. Þær voru að spila erfiðan leik á laugardaginn og uppleggið hjá Haukum bara að hlaupa og hlaupa, keyra á þær miskunnarlaust. Kannski voru þær orðnir hálftómar á tankinum. Það var skelfilegt að sjá þær í þessari lokasókn þegar leikurinn var undir. Það biðu allir eftir því að næsti maður myndir taka af skarið og þær eru samt manni fleiri,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Birna Berg Haraldsdóttir (9 mörk), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (6), Sunna Jónsdóttir (6), skoruðu 21 af 24 mörkum ÍBV-liðsins í leiknum. „Níutíu prósent marka Eyjaliðsins koma frá þessum þremur leikmönnum og þær enda stóran hluta af sóknunum. Þau þurfa að fá meira út úr hornunum sínum. Reyna þá kannski að hraða leiknum aðeins og svo þurfa þær að fá meira út úr Elísu á línunni. Þetta eru engar smá skyttur sem ÍBV er með og þá ætti Elísa að vera aðeins meira laus og því meiri möguleika á því að finna hana,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hanna er með sex mörk úr nítján skotum eða bara þrjátíu prósent skotnýtingu,“ sagði Svava Kristín. „Þær skjóta allt of mikið,“ sagði Einar. „Þreyta? Ég veit það ekki. Siggi er ekki mikið að rúlla á liðinu. Hann hefur kannski lítið til að koma inn á í staðinn,“ sagði Svava. Hér fyrir neðan má sjá Svövu og sérfræðingana fara yfir frammistöðu Eyjakvenna í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Þreyta hjá Eyjakonum? Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Haukar Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Seinni bylgjan fjallaði um leikinn og þá sérstaklega um frammistöðu ÍBV-liðsins sem hefur farið á kostum í allan vetur. Þær náðu sér ekki á strik á Ásvöllum í gær. „Þetta var rosalega mikið bara svona á hálfu tempói með lélegar árásir og annað,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir. „Ég veit ekki hvort þreytan sé farin að síga inn. Þær voru að spila erfiðan leik á laugardaginn og uppleggið hjá Haukum bara að hlaupa og hlaupa, keyra á þær miskunnarlaust. Kannski voru þær orðnir hálftómar á tankinum. Það var skelfilegt að sjá þær í þessari lokasókn þegar leikurinn var undir. Það biðu allir eftir því að næsti maður myndir taka af skarið og þær eru samt manni fleiri,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Birna Berg Haraldsdóttir (9 mörk), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (6), Sunna Jónsdóttir (6), skoruðu 21 af 24 mörkum ÍBV-liðsins í leiknum. „Níutíu prósent marka Eyjaliðsins koma frá þessum þremur leikmönnum og þær enda stóran hluta af sóknunum. Þau þurfa að fá meira út úr hornunum sínum. Reyna þá kannski að hraða leiknum aðeins og svo þurfa þær að fá meira út úr Elísu á línunni. Þetta eru engar smá skyttur sem ÍBV er með og þá ætti Elísa að vera aðeins meira laus og því meiri möguleika á því að finna hana,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hanna er með sex mörk úr nítján skotum eða bara þrjátíu prósent skotnýtingu,“ sagði Svava Kristín. „Þær skjóta allt of mikið,“ sagði Einar. „Þreyta? Ég veit það ekki. Siggi er ekki mikið að rúlla á liðinu. Hann hefur kannski lítið til að koma inn á í staðinn,“ sagði Svava. Hér fyrir neðan má sjá Svövu og sérfræðingana fara yfir frammistöðu Eyjakvenna í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Þreyta hjá Eyjakonum?
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Haukar Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða