Máttur góðvildar í eigin garð Ingrid Kuhlman skrifar 4. maí 2023 08:00 Góðvild í eigin garð er hugtak innan jákvæðrar sálfræði sem vísar til þess að koma fram við sjálfan sig af mildi og hlýju, sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum eða erfiðleikum. Að sögn Kristin Neff, sem er leiðandi fræðimaður og höfundur bóka um góðvild í eigin garð, felur hún í sér þrjá meginþætti: Sjálfsvinsemd: Að vera styðjandi og skilningsríkur gagnvart sjálfum sér frekar en að dæma eða gagnrýna sig. Sjálfsvinsemd þýðir að við viðurkennum að enginn er fullkominn og að öll gerum við mistök. Sammannleg reynsla: Að skilja að allir ganga í gegnum erfiðleika í lífinu og að við séum ekki ein í baráttunni. Að viðurkenna að þjáning er sammannleg reynsla getur hjálpað okkur við að finna fyrir meiri tengingu við aðra. Núvitund: Að vera til staðar og meðvitaður um tilfinningar sínar án þess að verða of gagntekinn af þeim. Núvitund gerir okkur kleift að fylgjast með hugsunum okkar og tilfinningum af forvitni án þess að leggja mat á eða dæma þær. Kostir þess að sýna sjálfum sér mildi, umhyggju og skilning Góðvild í eigin garð stuðlar að betri andlegri heilsu, vellíðan og persónulegum vexti. Rannsóknir hafa sýnt að góðvild í eigin garð dregur úr einkennum kvíða, þunglyndis og streitu. Þegar við komum vel fram við okkur sjálf eigum við auðveldara með að stjórna erfiðum tilfinningum og þróa heilbrigðari aðferðir til að takast á við þær. Einstaklingar sem koma fram við sig af mildi og umhyggju hafa auk þess tilhneigingu til að sýna seiglu þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Seiglan gerir þeim kleift að ná sér hraðar eftir mistök eða erfiðleika og takast betur á við hæðir og lægðir lífsins. Að sýna sjálfum sér góðvild ýtir einnig undir jákvæðar tilfinningar eins og hamingju, þakklæti og ánægju en þær vega upp á móti neikvæðum tilfinningum og stuðla að aukinni vellíðan. Góðvild í eigin garð snýst um að samþykkja sjálfan sig eins og maður er með öllum sínum göllum og takmörkunum. Þetta getur leitt til betra sjálfsmats og jákvæðari sjálfsmyndar. Einstaklingar sem sýna sjálfum sér góðvild eru líklegri til að vera styðjandi og skilningsríkir í samskiptum sínum við aðra. Þeir eru líka betur í stakk búnir til að takast á við ágreining og aðrar áskoranir í mannlegum samskiptum. Samkennd í eigin garð hvetur okkur til að læra af mistökum og þroskast. Hún stuðlar að vaxtarhugarfari og hjálpar til við að draga úr sjálfsgagnrýni og neikvæðu sjálfstali. Unsplash Erfitt að sýna sjálfum sér góðvild Þó að góðvild í eigin garð sé öflugt tæki til að auka vellíðan sem og almenn lífsgæði eigum við oft erfitt með að vera skilningsrík í eigin garð. Mörg okkar hafa gagnrýna innri rödd sem segir okkur að við séum ekki nógu góð eða að við eigum ekki skilið að fá skilning og samkennd. Fullkomnunarárátta getur einnig haft áhrif en þegar við setjum markið óeðlilega hátt getur okkur fundist eins og við eigum ekki skilið skilning og góðvild þegar við náum ekki settum markmiðum. Afleiðingarnar eru að við berjum okkur niður. Auk þess er mikil áhersla á árangur og sjálfstæði í okkar samfélagi og þá getur samkennd í eigin garð verið túlkuð sem merki um veikleika eða eftirlátssemi. Dæmi um velvild í eigin garð Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hvernig er hægt að sýna góðvild í eigin garð. Talaðu við sjálfan þig á sama blíða og styðjandi hátt og þú myndir gera við vin sem gengur í gegnum erfiða tíma, t.d. með því að segja við sjálfan þig: „Ég gerði mitt besta, það hlýtur að nægja. Ég geri bara betur næst.“ Ímyndaðu þér að þú skrifir sjálfum þér bréf eins og þú myndir skrifa góðum vini sem stendur andspænis erfiðleikum. Reyndu að sýna sömu umhyggju og skilning. Gefðu sjálfum þér faðmlag þegar þú finnur fyrir neikvæðum tilfinningum eða ert er að reyna að takast á við erfiðleika. Með því getur þú róað taugakerfið og dregið úr kvíða og streitu. Viðurkenndu að allir geri mistök og nýttu þau sem tækifæri til að vaxa og þroskast. Leyfðu þér að finna og tjá tilfinningar þínar frekar en að dæma þig fyrir þær. Æfðu núvitund til að öðlast aukinn skilning á sjálfum þér og taka sjálfan þig í sátt. Gerðu raunhæfar væntingar til sjálfs þín og viðurkenndu að það er í lagi að biðja um hjálp þegar þú þarft á henni að halda. Taktu þér tíma fyrir það sem veita þér gleði, eins og að fara í heitt bað, hlusta á góða tónlist eða fara í hressandi göngutúr. Æfðu fyrirgefningu, bæði í eigin garð og annarra, til að sleppa takinu af sársauka og líta fram á veginn með meiri samkennd og skilningi. Að læra að sýna sjálfum sér góðvild tekur tíma og æfingu. Mundu að góðvildí í eigin garð snýst ekki um að vera eftirlátssamur eða eigingjarn, heldur um að veita okkur sömu gæsku og umhyggju og við myndum veita góðum vin. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Góðvild í eigin garð er hugtak innan jákvæðrar sálfræði sem vísar til þess að koma fram við sjálfan sig af mildi og hlýju, sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum eða erfiðleikum. Að sögn Kristin Neff, sem er leiðandi fræðimaður og höfundur bóka um góðvild í eigin garð, felur hún í sér þrjá meginþætti: Sjálfsvinsemd: Að vera styðjandi og skilningsríkur gagnvart sjálfum sér frekar en að dæma eða gagnrýna sig. Sjálfsvinsemd þýðir að við viðurkennum að enginn er fullkominn og að öll gerum við mistök. Sammannleg reynsla: Að skilja að allir ganga í gegnum erfiðleika í lífinu og að við séum ekki ein í baráttunni. Að viðurkenna að þjáning er sammannleg reynsla getur hjálpað okkur við að finna fyrir meiri tengingu við aðra. Núvitund: Að vera til staðar og meðvitaður um tilfinningar sínar án þess að verða of gagntekinn af þeim. Núvitund gerir okkur kleift að fylgjast með hugsunum okkar og tilfinningum af forvitni án þess að leggja mat á eða dæma þær. Kostir þess að sýna sjálfum sér mildi, umhyggju og skilning Góðvild í eigin garð stuðlar að betri andlegri heilsu, vellíðan og persónulegum vexti. Rannsóknir hafa sýnt að góðvild í eigin garð dregur úr einkennum kvíða, þunglyndis og streitu. Þegar við komum vel fram við okkur sjálf eigum við auðveldara með að stjórna erfiðum tilfinningum og þróa heilbrigðari aðferðir til að takast á við þær. Einstaklingar sem koma fram við sig af mildi og umhyggju hafa auk þess tilhneigingu til að sýna seiglu þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Seiglan gerir þeim kleift að ná sér hraðar eftir mistök eða erfiðleika og takast betur á við hæðir og lægðir lífsins. Að sýna sjálfum sér góðvild ýtir einnig undir jákvæðar tilfinningar eins og hamingju, þakklæti og ánægju en þær vega upp á móti neikvæðum tilfinningum og stuðla að aukinni vellíðan. Góðvild í eigin garð snýst um að samþykkja sjálfan sig eins og maður er með öllum sínum göllum og takmörkunum. Þetta getur leitt til betra sjálfsmats og jákvæðari sjálfsmyndar. Einstaklingar sem sýna sjálfum sér góðvild eru líklegri til að vera styðjandi og skilningsríkir í samskiptum sínum við aðra. Þeir eru líka betur í stakk búnir til að takast á við ágreining og aðrar áskoranir í mannlegum samskiptum. Samkennd í eigin garð hvetur okkur til að læra af mistökum og þroskast. Hún stuðlar að vaxtarhugarfari og hjálpar til við að draga úr sjálfsgagnrýni og neikvæðu sjálfstali. Unsplash Erfitt að sýna sjálfum sér góðvild Þó að góðvild í eigin garð sé öflugt tæki til að auka vellíðan sem og almenn lífsgæði eigum við oft erfitt með að vera skilningsrík í eigin garð. Mörg okkar hafa gagnrýna innri rödd sem segir okkur að við séum ekki nógu góð eða að við eigum ekki skilið að fá skilning og samkennd. Fullkomnunarárátta getur einnig haft áhrif en þegar við setjum markið óeðlilega hátt getur okkur fundist eins og við eigum ekki skilið skilning og góðvild þegar við náum ekki settum markmiðum. Afleiðingarnar eru að við berjum okkur niður. Auk þess er mikil áhersla á árangur og sjálfstæði í okkar samfélagi og þá getur samkennd í eigin garð verið túlkuð sem merki um veikleika eða eftirlátssemi. Dæmi um velvild í eigin garð Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hvernig er hægt að sýna góðvild í eigin garð. Talaðu við sjálfan þig á sama blíða og styðjandi hátt og þú myndir gera við vin sem gengur í gegnum erfiða tíma, t.d. með því að segja við sjálfan þig: „Ég gerði mitt besta, það hlýtur að nægja. Ég geri bara betur næst.“ Ímyndaðu þér að þú skrifir sjálfum þér bréf eins og þú myndir skrifa góðum vini sem stendur andspænis erfiðleikum. Reyndu að sýna sömu umhyggju og skilning. Gefðu sjálfum þér faðmlag þegar þú finnur fyrir neikvæðum tilfinningum eða ert er að reyna að takast á við erfiðleika. Með því getur þú róað taugakerfið og dregið úr kvíða og streitu. Viðurkenndu að allir geri mistök og nýttu þau sem tækifæri til að vaxa og þroskast. Leyfðu þér að finna og tjá tilfinningar þínar frekar en að dæma þig fyrir þær. Æfðu núvitund til að öðlast aukinn skilning á sjálfum þér og taka sjálfan þig í sátt. Gerðu raunhæfar væntingar til sjálfs þín og viðurkenndu að það er í lagi að biðja um hjálp þegar þú þarft á henni að halda. Taktu þér tíma fyrir það sem veita þér gleði, eins og að fara í heitt bað, hlusta á góða tónlist eða fara í hressandi göngutúr. Æfðu fyrirgefningu, bæði í eigin garð og annarra, til að sleppa takinu af sársauka og líta fram á veginn með meiri samkennd og skilningi. Að læra að sýna sjálfum sér góðvild tekur tíma og æfingu. Mundu að góðvildí í eigin garð snýst ekki um að vera eftirlátssamur eða eigingjarn, heldur um að veita okkur sömu gæsku og umhyggju og við myndum veita góðum vin. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun