Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2023 11:33 Frá móttöku flóttamanna í Sádi-Arabíu fyrr í vikunni. AP Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. Þúsundir manna reyndu að flýja Súdan í nótt vegna átaka þar sem nú standa yfir þar í landi. Nýlega var samið um vopnahlé í landinu sem hefur þó ítrekað verið brotið af bæði stjórnarher Súdan og uppreisnasveita RSF. Á fimmta hundrað almennra borgara hafa látið lífið í átökunum og þúsundir særst. Erfiðlega hefur gengið að koma sjúkragögnum til höfuðborgar landsins, Khartoum, vegna átakanna. Að mati Rauða krossins verður það ekki hægt fyrr en vopnahléið verður virt af báðum fylkingum. Í nótt mætti hersveit frá Sádi-Arabíu í eina af höfnum Súdan til að koma fólki úr landi. Fjöldi erlendra miðla, þar á meðal CNN og Breska ríkisútvarpið, fylgdust með í nótt þegar fólk, sem hafði ferðast 860 kílómetra frá höfuðborginni Khartoum, freistaði þess að komast í burt með skipi í gegnum stærstu höfn landsins, Port Sudan. Siglingin frá Port Sudan til hafnarborgarinnar Jeddah tekur um tíu klukkustundir. Klippa: Sádi-Arabar taka á móti flóttafólki frá Súdan Fjöldi fólks hefur verið fast þar svo dögum skiptir og bíður með von um að komast í burtu með næsta skipi sem kemur. Sádí-Arabía hefur ákveðið að taka á móti einhverjum þeirra og bjóða þeim upp á hótelgistingu í örfáa daga áður en það verður sent til annarra landa. Fólkinu hefur þó verið gert ljóst að Sádi-Arabarnir ætli ekki greiða fyrir dvölina heldur muni þeir krefjast greiðslu frá heimaríki fólksins. Því eru það einungis ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem fá að ferðast með skipum hersins. Síðan Sádi-Arabar fóru að ferja fólk yfir hafið hafa fimm þúsund manns frá yfir hundrað ríkjum farið þangað frá Súdan. Sádi-Arabar hafa nýtt sér þetta til þess að efla tengsl sín við nágrannaþjóð sína Íran en til stendur að opna á ný sádi-arabískt sendiráð í höfuðborg Íran á næstunni. Aðrar þjóðir eru ekki jafn heppnar eins og Jemenar og Sýrlendingar en Sádi-Arabar hafa gefið út að þeir vilji ekki taka við of mörgum frá þessum löndum þar sem þá þyrfti að reka þau aftur í lönd þar sem einnig er stríð í gangi. Súdan Sádi-Arabía Tengdar fréttir Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Þúsundir manna reyndu að flýja Súdan í nótt vegna átaka þar sem nú standa yfir þar í landi. Nýlega var samið um vopnahlé í landinu sem hefur þó ítrekað verið brotið af bæði stjórnarher Súdan og uppreisnasveita RSF. Á fimmta hundrað almennra borgara hafa látið lífið í átökunum og þúsundir særst. Erfiðlega hefur gengið að koma sjúkragögnum til höfuðborgar landsins, Khartoum, vegna átakanna. Að mati Rauða krossins verður það ekki hægt fyrr en vopnahléið verður virt af báðum fylkingum. Í nótt mætti hersveit frá Sádi-Arabíu í eina af höfnum Súdan til að koma fólki úr landi. Fjöldi erlendra miðla, þar á meðal CNN og Breska ríkisútvarpið, fylgdust með í nótt þegar fólk, sem hafði ferðast 860 kílómetra frá höfuðborginni Khartoum, freistaði þess að komast í burt með skipi í gegnum stærstu höfn landsins, Port Sudan. Siglingin frá Port Sudan til hafnarborgarinnar Jeddah tekur um tíu klukkustundir. Klippa: Sádi-Arabar taka á móti flóttafólki frá Súdan Fjöldi fólks hefur verið fast þar svo dögum skiptir og bíður með von um að komast í burtu með næsta skipi sem kemur. Sádí-Arabía hefur ákveðið að taka á móti einhverjum þeirra og bjóða þeim upp á hótelgistingu í örfáa daga áður en það verður sent til annarra landa. Fólkinu hefur þó verið gert ljóst að Sádi-Arabarnir ætli ekki greiða fyrir dvölina heldur muni þeir krefjast greiðslu frá heimaríki fólksins. Því eru það einungis ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem fá að ferðast með skipum hersins. Síðan Sádi-Arabar fóru að ferja fólk yfir hafið hafa fimm þúsund manns frá yfir hundrað ríkjum farið þangað frá Súdan. Sádi-Arabar hafa nýtt sér þetta til þess að efla tengsl sín við nágrannaþjóð sína Íran en til stendur að opna á ný sádi-arabískt sendiráð í höfuðborg Íran á næstunni. Aðrar þjóðir eru ekki jafn heppnar eins og Jemenar og Sýrlendingar en Sádi-Arabar hafa gefið út að þeir vilji ekki taka við of mörgum frá þessum löndum þar sem þá þyrfti að reka þau aftur í lönd þar sem einnig er stríð í gangi.
Súdan Sádi-Arabía Tengdar fréttir Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00
Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33