„Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 10:15 Hér má sjá Kristófer Acox koma sér frá Jordan Semple í þriðja leik Vals og Þórs í undanúrslitum Subway-deildar karla. Semple fór úr axlarlið og hefur ekki getað beitt sér síðan. Vísir/Stöð 2 Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn í gær. Hann átti þar við Kristófer Acox og bætti við að dómaranefnd FIBA hafi metið þetta sem brottrekstrarvert atvik. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu þetta atvik bæði fyrir og eftir leik í Þorlákshöfn í gær. Hermann Hauksson sagði að hann teldi atvikið ekki kalla á brottvísun, en viðurkenndi þó að þetta liti skringilega út. „Ég skil Lalla mjög vel. Þetta er stórt atriði að missa þennan mann út og ég ítreka það sem ég sagði fyrir leikinn að úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu með því að toga þarna í hann,“ sagði Hermann eftir leikinn. „Hitt sjónarhornið, þá sé ég ekkert eitthvað óvenjulega gróft atriði. Það er smá klemma þarna og þarna fer hann. Ég næ þessu ekki, en ég skil alveg gremjuna í Lalla og hann talar um að dómarar þurfi að stíga upp.“ „Ég sé þetta ekki sem brottrekstur, bara því miður. Ég sé það ekki alveg og mér finnst þetta allt of grá lína um það að það þurfi að setja hann í brottrekstur fyrir þetta. Maður hefur séð margt grófara en þetta, en ég ítreka að mér finnst myndbrotin sýna tvennt. Þó þetta sé sama atriðið þá sýna þau tvennt,“ sagði Hermann. Eins og áður segir var þetta atvik til umræðu bæði fyrir og eftir leik og má sjá umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kristó vs Semple Sigur Vals í gær þýðir að staðan í undanúrslitaeinvígi liðanna er jöfn, 2-2, og framundan er oddaleikur um sæti í úrslitum. Liðin mætast í Origo-höllinni annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
„Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn í gær. Hann átti þar við Kristófer Acox og bætti við að dómaranefnd FIBA hafi metið þetta sem brottrekstrarvert atvik. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu þetta atvik bæði fyrir og eftir leik í Þorlákshöfn í gær. Hermann Hauksson sagði að hann teldi atvikið ekki kalla á brottvísun, en viðurkenndi þó að þetta liti skringilega út. „Ég skil Lalla mjög vel. Þetta er stórt atriði að missa þennan mann út og ég ítreka það sem ég sagði fyrir leikinn að úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu með því að toga þarna í hann,“ sagði Hermann eftir leikinn. „Hitt sjónarhornið, þá sé ég ekkert eitthvað óvenjulega gróft atriði. Það er smá klemma þarna og þarna fer hann. Ég næ þessu ekki, en ég skil alveg gremjuna í Lalla og hann talar um að dómarar þurfi að stíga upp.“ „Ég sé þetta ekki sem brottrekstur, bara því miður. Ég sé það ekki alveg og mér finnst þetta allt of grá lína um það að það þurfi að setja hann í brottrekstur fyrir þetta. Maður hefur séð margt grófara en þetta, en ég ítreka að mér finnst myndbrotin sýna tvennt. Þó þetta sé sama atriðið þá sýna þau tvennt,“ sagði Hermann. Eins og áður segir var þetta atvik til umræðu bæði fyrir og eftir leik og má sjá umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kristó vs Semple Sigur Vals í gær þýðir að staðan í undanúrslitaeinvígi liðanna er jöfn, 2-2, og framundan er oddaleikur um sæti í úrslitum. Liðin mætast í Origo-höllinni annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum