Flugu tugum herþota við Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2023 16:54 Kínverjar gera tilkall til Taívan og beita eyríkið sífellt meiri þrýstingi. AP/Ng Han Guan Minnst 38 kínverskum orrustuþotum og öðrum herflugvélum var flogið nærri Taívan í morgun. Æfingar Kínverja við eyríkið hafa ekki verið umfangsmeiri frá því í byrjun mánaðarins þegar æft var hvernig umkringja ætti Taívan. Þá var Tsai Ing-wen, forseti Taívans, að snúa heim eftir heimsókn til Bandaríkjanna. Sex herskip voru einnig send á svæðið en um er að ræða lið í langvarandi áætlun ráðamanna í Kína varðandi það að grafa undan Taívan til langs tíma með miklum og stöðugum þrýstingi á eyríkið. Forsvarsmenn herafla Kína mótmæltu svo því í dag þegar P-8A eftirlitsflugvél bandaríska flotans var flogið um Taívansund. Kínverjar sökuðu Bandaríkjamenn um að ýta undir ófrið á Taívansundi og grafa undan stöðugleika. Bandaríkin eiga í hernaðarsamstarfi með Taívan og í óformlegu pólitísku samstarfi. Sjá einnig: Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Varnarmálaráðherra Taívans segir, samkvæmt Wall Street Journal, að helmingi herflugvélanna hafi verið flogið í innan við hundrað mílna (160 km) fjarlægð frá Taívan, sem markar um miðja vegalengdina milli meginlands Kína og Taívan. Einum kínverskum dróna var flogið inn á loftvarnarsvæði Taívans, samkvæmt ráðuneytinu, og var honum flogið hringinn í kringum eyjuna. Hafa heitið sameiningu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan, eins og áður hefur komið fram, og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar til tilfelli innrásar. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Taívan Kína Hernaður Tengdar fréttir Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. 14. apríl 2023 10:33 Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11 Enn fækkar þeim ríkjum sem styðja Taívan Forseti Hondúras, Xiomara Castro segist hafa fyrirskipað utanríkisráðuneyti landsins að koma á formlegum tengslum við stjórnvöld í Kína. 15. mars 2023 07:40 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Sex herskip voru einnig send á svæðið en um er að ræða lið í langvarandi áætlun ráðamanna í Kína varðandi það að grafa undan Taívan til langs tíma með miklum og stöðugum þrýstingi á eyríkið. Forsvarsmenn herafla Kína mótmæltu svo því í dag þegar P-8A eftirlitsflugvél bandaríska flotans var flogið um Taívansund. Kínverjar sökuðu Bandaríkjamenn um að ýta undir ófrið á Taívansundi og grafa undan stöðugleika. Bandaríkin eiga í hernaðarsamstarfi með Taívan og í óformlegu pólitísku samstarfi. Sjá einnig: Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Varnarmálaráðherra Taívans segir, samkvæmt Wall Street Journal, að helmingi herflugvélanna hafi verið flogið í innan við hundrað mílna (160 km) fjarlægð frá Taívan, sem markar um miðja vegalengdina milli meginlands Kína og Taívan. Einum kínverskum dróna var flogið inn á loftvarnarsvæði Taívans, samkvæmt ráðuneytinu, og var honum flogið hringinn í kringum eyjuna. Hafa heitið sameiningu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan, eins og áður hefur komið fram, og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar til tilfelli innrásar. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars.
Taívan Kína Hernaður Tengdar fréttir Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. 14. apríl 2023 10:33 Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11 Enn fækkar þeim ríkjum sem styðja Taívan Forseti Hondúras, Xiomara Castro segist hafa fyrirskipað utanríkisráðuneyti landsins að koma á formlegum tengslum við stjórnvöld í Kína. 15. mars 2023 07:40 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. 14. apríl 2023 10:33
Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11
Enn fækkar þeim ríkjum sem styðja Taívan Forseti Hondúras, Xiomara Castro segist hafa fyrirskipað utanríkisráðuneyti landsins að koma á formlegum tengslum við stjórnvöld í Kína. 15. mars 2023 07:40
Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09