Tottenham kom til baka gegn United í fyrsta leiknum undir stjórn Mason Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. apríl 2023 21:10 Heung-Min Son jafnar metin fyrir Tottenham. Shaun Botterill/Getty Images Tottenham bjargaði stigi er liðið tók á móti Manchester United í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir frá Manchester skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins, en heimamenn snéru taflinu við í síðari hálfleik. Þetta var fyrsti leikur Tottenham eftir að hinn ungi Ryan Mason tók við sem bráðabirgðastjóri liðsins. Mason tók við af Cristian Stellini, sem tók við sem bráðabirgðastjóri eftir að Antonio Conte var rekinn fyrir örfáum vikum. Ekki byrjuðu heimamenn vel undir stjórn nýja bráðabirgðastjórans því Jadon Sancho kom gestunum í forystu strax á sjöundu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Rashford var svo sjálfur á ferðinni þegar hann tvöfaldaði forskot gestanna með marki á 44. mínútu og staðan var því 0-2 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Bakvörðurinn Pedro Porro minnkaði þó muninn fyrir heimamenn snemma í síðari hálfleik með glæsilegu marki áður en Heung-Min Son jafnaði metin fyrir Tottenham á 79. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli og Tottenham er nú með 54 stig í fimmta sæti deildarinnar, sex stigum minna en Manchester United sem situr í fjórða sæti. Enski boltinn
Tottenham bjargaði stigi er liðið tók á móti Manchester United í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir frá Manchester skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins, en heimamenn snéru taflinu við í síðari hálfleik. Þetta var fyrsti leikur Tottenham eftir að hinn ungi Ryan Mason tók við sem bráðabirgðastjóri liðsins. Mason tók við af Cristian Stellini, sem tók við sem bráðabirgðastjóri eftir að Antonio Conte var rekinn fyrir örfáum vikum. Ekki byrjuðu heimamenn vel undir stjórn nýja bráðabirgðastjórans því Jadon Sancho kom gestunum í forystu strax á sjöundu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Rashford var svo sjálfur á ferðinni þegar hann tvöfaldaði forskot gestanna með marki á 44. mínútu og staðan var því 0-2 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Bakvörðurinn Pedro Porro minnkaði þó muninn fyrir heimamenn snemma í síðari hálfleik með glæsilegu marki áður en Heung-Min Son jafnaði metin fyrir Tottenham á 79. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli og Tottenham er nú með 54 stig í fimmta sæti deildarinnar, sex stigum minna en Manchester United sem situr í fjórða sæti.