Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 13:33 John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hann vill ekki svara spurningum þingnefndar um siðamál réttarins. Í staðinn sendi hann yfirlýsingu sem byggði á kafla úr meira en áratugsgamalli skýrslu sem hann skrifaði. AP/Jacquelyn Martin Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. Umræðan um siðareglur hæstaréttarins fór af stað eftir að rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica birtu umfjöllun um að Clarence Thomas, einn dómaranna níu, hefði þegið nær árlegar lúxusferðar frá milljarðamæringi frá Texas og stórum fjárhagslegum bakhjarl Repúblikanaflokksins án þess að skrá þær í hagsmunaskráningu sína. Síðar upplýstu sömu samtök að Thomas hefði selt þessum vini sínum hús móður sinnar og lóð án þess að geta þess á opinberu eyðiblaði þar sem dómurum er gert að gera grein fyrir fjármálum sínum. Nú í vikunni greindi blaðið Politico frá því að Neil Gorsuch, annar dómari við réttinn, hefði selt forstjóra umsvifamikillar lögmannsstofu sem reglulega rekur mál fyrir hæstarétti, fasteign rétt eftir að hann var skipaður dómari. Gorsuch skráði viðskiptin í hagsmunaskráningu sinni en gat ekki kaupandans. Gagnrýnt hefur verið að opinberir embættismenn annarra hluta alríkisstjórnarinnar kæmust í bobba fyrir svo óljósa skráningu hagsmuna sinna. Dómararnir níu hafi á sama tíma nánast sjálfdæmi um hvað þeir gefi upp. Ákveða eigin málefni sjálfir Dick Durbin, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, bauð John Roberts, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna, að koma fyrir nefndina um umbætur í siðamálum í kjölfar uppljóstrananna. Roberts hafnaði boðinu. Dómsforsetinn lét fylgja með yfirlýsingu um siðferðisleg grundvallaratriði og verklag. AP-fréttastofan segir að sá texti sé nánast samhljóða kafla úr ársskýrslu Roberts frá árinu 2011. Allir dómararnir níu, sex íhaldsmenn og þrír frjálslyndir, skrifuðu undir yfirlýsinguna. Í henni sagði að dómararnir styddust við ýmsar heimildir þegar siðferðisleg álitamál kæmu upp en þeir ákvæðu sjálfir hvenær þeir þyrftu að stíga til hliðar vegna vanhæfis. Þá fylltu þeir út sömu fjármálaskýrslur og aðrir dómarar. AP segir að dómararnir hafa áður hafnað kröfum um að þeir setji sér formlegar siðareglur. Neil Gorsuch (t.v.) og Clarence Thomas (t.h.) hafa verið gagnrýndir fyrir að skrá ekki viðskipti og gjafir í hagsmunaskráningu sína. Slíkt kæmi nær öllum öðrum embættismönnum bandarísku alríkisstjórnarinnar í klandur.Vísir/samsett Eru í eigin bólu Sérfræðingar sem fréttaveitan ræddi við telja viðbrögð dómaranna slæleg í ljósi gagnrýnisradda og þess að traust á dómstólnum hefur rýrnað verulega að undanförnu. „Þeir eru í raun og veru að segja að það sem við höfum verið að gera er í fínu lagi. Segjum þetta bara aftur fyrir ykkur þarna aftast. Mér virðist það frekar innantómt,“ segir Charles Geyh, prófessor í lögfræði við Háskólann í Indiana sem sérhæfir sig í siðamálum. Kathleen Clark, prófessor í siðareglum við Washington-háskóla í St. Louis, segir AP að vandamálið sé að dómararnir þurfi ekki að sæta sömu kröfum um ábyrgð og gerðar séu til nærri því allra annarra sem starfi fyrir alríkisstjórnina. „Þeir virðast vera í bólu. Þeir sjá ekki hversu stórt vandamál skortur þeirra á ábyrgð er,“ segir hún. Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Umræðan um siðareglur hæstaréttarins fór af stað eftir að rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica birtu umfjöllun um að Clarence Thomas, einn dómaranna níu, hefði þegið nær árlegar lúxusferðar frá milljarðamæringi frá Texas og stórum fjárhagslegum bakhjarl Repúblikanaflokksins án þess að skrá þær í hagsmunaskráningu sína. Síðar upplýstu sömu samtök að Thomas hefði selt þessum vini sínum hús móður sinnar og lóð án þess að geta þess á opinberu eyðiblaði þar sem dómurum er gert að gera grein fyrir fjármálum sínum. Nú í vikunni greindi blaðið Politico frá því að Neil Gorsuch, annar dómari við réttinn, hefði selt forstjóra umsvifamikillar lögmannsstofu sem reglulega rekur mál fyrir hæstarétti, fasteign rétt eftir að hann var skipaður dómari. Gorsuch skráði viðskiptin í hagsmunaskráningu sinni en gat ekki kaupandans. Gagnrýnt hefur verið að opinberir embættismenn annarra hluta alríkisstjórnarinnar kæmust í bobba fyrir svo óljósa skráningu hagsmuna sinna. Dómararnir níu hafi á sama tíma nánast sjálfdæmi um hvað þeir gefi upp. Ákveða eigin málefni sjálfir Dick Durbin, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, bauð John Roberts, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna, að koma fyrir nefndina um umbætur í siðamálum í kjölfar uppljóstrananna. Roberts hafnaði boðinu. Dómsforsetinn lét fylgja með yfirlýsingu um siðferðisleg grundvallaratriði og verklag. AP-fréttastofan segir að sá texti sé nánast samhljóða kafla úr ársskýrslu Roberts frá árinu 2011. Allir dómararnir níu, sex íhaldsmenn og þrír frjálslyndir, skrifuðu undir yfirlýsinguna. Í henni sagði að dómararnir styddust við ýmsar heimildir þegar siðferðisleg álitamál kæmu upp en þeir ákvæðu sjálfir hvenær þeir þyrftu að stíga til hliðar vegna vanhæfis. Þá fylltu þeir út sömu fjármálaskýrslur og aðrir dómarar. AP segir að dómararnir hafa áður hafnað kröfum um að þeir setji sér formlegar siðareglur. Neil Gorsuch (t.v.) og Clarence Thomas (t.h.) hafa verið gagnrýndir fyrir að skrá ekki viðskipti og gjafir í hagsmunaskráningu sína. Slíkt kæmi nær öllum öðrum embættismönnum bandarísku alríkisstjórnarinnar í klandur.Vísir/samsett Eru í eigin bólu Sérfræðingar sem fréttaveitan ræddi við telja viðbrögð dómaranna slæleg í ljósi gagnrýnisradda og þess að traust á dómstólnum hefur rýrnað verulega að undanförnu. „Þeir eru í raun og veru að segja að það sem við höfum verið að gera er í fínu lagi. Segjum þetta bara aftur fyrir ykkur þarna aftast. Mér virðist það frekar innantómt,“ segir Charles Geyh, prófessor í lögfræði við Háskólann í Indiana sem sérhæfir sig í siðamálum. Kathleen Clark, prófessor í siðareglum við Washington-háskóla í St. Louis, segir AP að vandamálið sé að dómararnir þurfi ekki að sæta sömu kröfum um ábyrgð og gerðar séu til nærri því allra annarra sem starfi fyrir alríkisstjórnina. „Þeir virðast vera í bólu. Þeir sjá ekki hversu stórt vandamál skortur þeirra á ábyrgð er,“ segir hún.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04
Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10