Orðræða um hvað fatlað fólk er dýrt niðurlægjandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2023 14:06 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir orðræðu um hve dýrt fatlað fólk sé í rekstri vera niðurlægjandi. Vísir/Vilhelm Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir engan málaflokk jafn útsettan fyrir ömurlegri orðræðu og málaflokk fatlaðra. Hún skilji vel að málaflokkurinn sé stór liður í reikningum sveitarfélaga en óskiljanlegt sé að talað sé um kostnað við málaflokkinn sem sligandi. Tilkynning barst um klukkan eitt eftir hádegi frá Reykjavíkurborg um stöðu fjármála borgarinnar. Þar segir meðal annars að sligandi halli sé á rekstri málaflokks fatlaðs fólks og að á síðasta ári hafi verið 9,3 milljarða halli á málaflokknum hjá borginni. „Þessi kostnaður hefur aukist mikið á undanförnum árum, sérstaklega í ljósi aukinnar þjónustuskyldu vegna laga frá árinu 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir,“ segir í tilkynningu frá borginni. Formaður ÖBÍ segist hafa skilning á að málaflokkurinn sé dýr en orðræðan um að fatlað fólk sé birgði sé orðin þreytt. „Ég get alveg skilið og tekið undir með sveitarfélögum að þau hafa þarna málaflokk sem þeim er lögbundin skylda til að sinna. Málflokkur fatlaðs fólks er bara einn af mörgum en hann er svo vanfjármagnaður af ríkinu til sveitarfélaga að þau eru eiginlega komin að þeirri niðurstöðu að þau nái ekki að þjónusta fatlað fólk eins og þeim ber vegna þess að það vanti fjármagn frá ríkinu,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, í samtali við fréttastofu. „Ríkið verður að lagfæra þetta. Það komu inn fimm milljarðar um áramótin sem Sigurður Ingi setti til sveitarfélaga en það var talað um að það þyrfti þrettán milljarða. Ég er viss um það að það er enginn málaflokkur jafn útsettur fyrir jafn ömurlegri orðræðu um hve dýr hann sé og málaflokkur fatlaðs fólks.“ Jaðarsetji hópinn enn meira Hún segir fötluðu fólki mjög erfitt að hlusta á umræðu um hvað það sé dýrt í rekstri. „Í staðin fyrir að tala bara um okkur sem hluta af samfélaginu. Það er ekki tekið út fyrir sviga hvað skólarnir séu dýrir og það sé ekki hægt að gera eitthvað þar. Þetta er bara lögbundin skylda og þarna verða ríki og sveitarfélög að setjast niður og ræða sig niður á einhverjar lausnir,“ segir Þuríður. „Svo verður að snúa við þessari orðræðu. Hún er ekki bara niðurlægjandi fyrir fatlað fólk heldur beinlínis til þess fallin að jaðarsetja þennan hóp miklu, miklu meira og kynda undir fordóma gagnvart honum. Meira en er í dag og nóg er nú samt. Það er kominn tími til að hætta þessu.“ Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27. apríl 2023 13:27 Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. 19. apríl 2023 07:31 Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Tilkynning barst um klukkan eitt eftir hádegi frá Reykjavíkurborg um stöðu fjármála borgarinnar. Þar segir meðal annars að sligandi halli sé á rekstri málaflokks fatlaðs fólks og að á síðasta ári hafi verið 9,3 milljarða halli á málaflokknum hjá borginni. „Þessi kostnaður hefur aukist mikið á undanförnum árum, sérstaklega í ljósi aukinnar þjónustuskyldu vegna laga frá árinu 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir,“ segir í tilkynningu frá borginni. Formaður ÖBÍ segist hafa skilning á að málaflokkurinn sé dýr en orðræðan um að fatlað fólk sé birgði sé orðin þreytt. „Ég get alveg skilið og tekið undir með sveitarfélögum að þau hafa þarna málaflokk sem þeim er lögbundin skylda til að sinna. Málflokkur fatlaðs fólks er bara einn af mörgum en hann er svo vanfjármagnaður af ríkinu til sveitarfélaga að þau eru eiginlega komin að þeirri niðurstöðu að þau nái ekki að þjónusta fatlað fólk eins og þeim ber vegna þess að það vanti fjármagn frá ríkinu,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, í samtali við fréttastofu. „Ríkið verður að lagfæra þetta. Það komu inn fimm milljarðar um áramótin sem Sigurður Ingi setti til sveitarfélaga en það var talað um að það þyrfti þrettán milljarða. Ég er viss um það að það er enginn málaflokkur jafn útsettur fyrir jafn ömurlegri orðræðu um hve dýr hann sé og málaflokkur fatlaðs fólks.“ Jaðarsetji hópinn enn meira Hún segir fötluðu fólki mjög erfitt að hlusta á umræðu um hvað það sé dýrt í rekstri. „Í staðin fyrir að tala bara um okkur sem hluta af samfélaginu. Það er ekki tekið út fyrir sviga hvað skólarnir séu dýrir og það sé ekki hægt að gera eitthvað þar. Þetta er bara lögbundin skylda og þarna verða ríki og sveitarfélög að setjast niður og ræða sig niður á einhverjar lausnir,“ segir Þuríður. „Svo verður að snúa við þessari orðræðu. Hún er ekki bara niðurlægjandi fyrir fatlað fólk heldur beinlínis til þess fallin að jaðarsetja þennan hóp miklu, miklu meira og kynda undir fordóma gagnvart honum. Meira en er í dag og nóg er nú samt. Það er kominn tími til að hætta þessu.“
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27. apríl 2023 13:27 Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. 19. apríl 2023 07:31 Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27. apríl 2023 13:27
Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. 19. apríl 2023 07:31
Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent